Klausturmálið fer fyrir siðanefnd með einum hætti eða öðrum Jakob Bjarnar skrifar 19. desember 2018 09:00 Þau sem sátu að sumbli á Klaustri 20. nóvember. Karl Gauti Hjaltason, Bergþór Ólason, Gunnar Bragi Sveinsson, Ólafur Ísleifsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Anna Kolbrún Árnadóttir. Sú samdrykkja átti eftir að draga dilk á eftir sér. Í fyrradag átti sér stað fordæmalaus gjörningur er forsætisnefnd sagði sig frá máli sem á þeirra borð kom. Um er að ræða það mál sem hefur verið í deiglunni að undanförnu, mál sexmenninganna sem fóru mikinn í samræðum á Klaustur bar; töluðu þar um pólitísk hrossakaup og illa um mann og annan. Um er að ræða fjóra þingmenn Miðflokksins og tvo fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins. Miðflokkurinn gerði athugasemd við hæfi nefndarmanna og varð þessi niðurstaðan.Ekki kollektív ákvörðun nefndarinnar „Við sögðum okkur frá þessu máli, niðurstaðan varð sú en þetta er auðvitað ákvörðun hvers og eins. Ekki kollektív ákvörðun,“ segir Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis og formaður forsætisnefndar. Hann segir að hver og einn nefndarmaður þurfi að skoða sitt hæfi í svona málum.Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, útskýrir stöðu forsætisnefndar gagnvart Klausturmálinu.Vísir/Valli„Hann á að gera það, ber ábyrgð á því og á að meta það. Á endanum komust allir að þeirri niðurstöðu að það væri öruggast til að eyða öllum vafa. En, auðvitað verður hver og einn að tala fyrir sig í því. Það geta að einhverju leyti verið mismunandi ástæður eða hlutir sem koma við sögu hjá hverjum og einum.“ Steingrímur sendi á mánudag frá sér yfirlýsingu þar sem gerð var grein fyrir þessari einstöku stöðu sem upp kom.Segir nefndina ekki í bobba almenntEn, sé litið til stöðu forsætisnefndarinnar gagnvart þinginu, er ekki einfaldlega svo eðli máls samkvæmt að það er ævinlega hægt að efast um hæfi nefndarmanna og vísa til þess að þeir séu flokkspólitískir andstæðingar, eða samherjar eftir atvikum?„Nei, þetta er mjög sérstaks eðlis og hefur ekkert yfirfærslugildi yfir á almennt hlutverk forsætisnefndar. Alls ekki. Það sem hér kemur við sögu og þannig frá þessum málum gengið á sínum tíma að í raun og veru standa forsætisnefndarmenn hver og einn frammi fyrir sömu stífu hæfikröfunum eins og þeir væru úrskurðaraðili á stjórnsýslustigi.Forsætisnefnd Alþingis.AlþingiEins og við værum bara úrskurðarnefnd skipulagsmála eða eitthvað. Það eru náttúrlega gerðar mjög stífar hæfiskröfur á úrskurðaraðila á stjórnsýslustigi. Sérstaklega vegna þess að þeir eru endanlegir úrskurðaraðilar og það er ekki málskotsréttur. Þetta er mjög óvenjulegt og óvenjuleg staða sem stjórnmálamenn, sem auðvitað hafa málfrelsi og sínar skoðanir, eru settir í. Það veldur okkur engum vandræðum sem forsætisnefnd gagnvart störfum þingsins og innri málum. Þar er ekki um neitt úrskurðarvald að ræða nema forseti Alþingis hefur auðvitað mikil völd, hann ræður ef ágreiningur er uppi og svo framvegis.“Úrskurðir forsætisnefndar geta verið íþyngjandi Steingrímur segir að í þessu tilviki hafi hins vegar legið fyrir að hann sem forseti þingsins hafi bara verið einn af forsætisnefndarmönnum sem samkvæmt siðareglum getur kveðið upp lokaorðið um siðareglubrot eða ekki. „Og það er úrskurður sem getur verið íþyngjandi fyrir þá sem í hlut eiga og jafnast þannig lagað séð á við úrskurð á stjórnsýslustigi, þó svo að Alþingi sem slíkt falli vissulega ekki undir stjórnsýslulög.“Mikil stemmning myndaðist í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudaginn en þá var þinghald að kröfu þingmanna Miðflokksins sem vilja fá úr því skorið hvort hvort upptökurnar hafi verið löglegar og hvort allt sé sem sýnist varðandi þær. Á myndinni má sjá Báru Halldórsdóttur og fjölda fjölmiðlamanna, þeirra á meðal Báru Huld Beck.visir/vilhelmStarfsemi Alþingis er ekki hefðbundin stjórnsýsla eins og hjá ríkisstjórn, ríki og sveitarfélögum. Alþingi er undanþegið stjórnsýslulögum vegna löggjafarstarfanna og eftirlitshlutverks síns. „Þarna varð niðurstaðan að fela forsætisnefnd mjög sérstakt viðfangsefni og lögfræðingar eru almennt sammála um að það sé enginn vafi um það að hæfnisskilyrði séu jafn stíf og um sé að ræða úrskurðarnefnd á stjórnsýslustigi.“Málinu verður komið til siðanefndar Þá er komin upp sérkennilegt staða gagnvart þeim hópi sem um ræðir; stjórnmálamönnum sem beinlínis er það í blóð borið að tjá sig um menn og málefni. „Það þýðir það að menn mega helst ekki hafa sagt nokkurn skapaðan hlut um nokkurt mál. Sem er mjög óvenjuleg staða fyrir kjörna fulltrúa á þingi.“ Steingrímur segir þetta áhugavert mál út frá því sjónarmiði. „Og við munum örugglega skoða hvort frágangur málsins á sínum tíma sé heppilegur. En það blandast ekki í sjálfu sér inn í það að við finnum leiðir til þess að halda þessu máli áfram, það verða fundnar leiðir til þess og koma því til siðanefndar.“Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir er formaður siðanefndar Alþingis.Sérðu eitthvað því til fyrirstöðu?„Nei, ekki nema við þurfum að setjast yfir það strax í byrjun janúar. Hvaða leiðir eru færastar í þessu, að kalla eftir að gera þurfi breytingar á þingskaparlögunum og kannski á siðareglunum sjálfum. Það eru til úrræði í því og nokkrar leiðir sem koma til greina.“Segir Ástu Ragnheiði ekki vanhæfa vegna flokkspólitískra tengslaVarðandi siðanefndina sjálfa, formaðurinn þar, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, kemur úr flokkakerfinu. Geta menn sem hugsanlega lenda þar með sín mál þá lýst því yfir að hún teljist vanhæf á þeim forsendum að um sé að ræða pólitískan andstæðing, eða jafnvel samherja? „Nei, Ásta er aldrei vanhæf af slíkum ástæðum. Það er beinlínis kveðið á um að einn af þremur nefndarmönnum skuli hafa reynslu af þingstörfum. Það yrði augljóslega aldrei settur starfandi þingmaður eða sitjandi í þetta. Það liggur því ljóst fyrir að böndin berast að einhverjum með reynslu sem hættur er í stjórnmálum.Þeir verða ekki vanhæfir af þeim ástæðum, alveg klárlega. Það yrði bara ef viðkomandi einstaklingur hefði úttalað sig um málið, tekið afstöðu til þess einhvers staðar opinberlega. Eins og á við um fræðimennina í sjálfu sér. Ljóst að þessir þrír einstaklingar í siðarnefnd, mættu ekki vera búnir hafa gefið upp sína afstöðu á málinu fyrir fram. Það gæti leitt til vanhæfis. En, það er sjálfstæður þáttur og væntanlega eins með siðanefndina eins og forsætisnefndina, að í grunninn er það hennar hlutverk að fara yfir það hvort einhverjir meinbugir séu á hæfi nefndarmannanna þegar þeir taka til við málið.“Mál Ágústs Ólafs ekki komið á borð nefndarinnarVarðandi mál Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmann Samfylkingar. Hann gerðist sekur um að áreita Báru Huld Beck blaðamann Kjarnans kynferðislega. Hann hefur sagt sig frá þingstörfum um óákveðinn tíma launalaust, en þó ekki sagt af sér þingmennsku.Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Mál hans svipar til mála þeirra Klausturkóna en enginn hefur hins vegar séð ástæðu til að vísa málum hans til forsætisefndar, enn sem komið er.FBL/StefánÞað mál kemur beint ofan í Klausturmálið og vilja margir líkja því saman og/eða jafnvel telja hans brot alvarlegra en það sem til álita kemur varðandi þá sem rausuðu á Klaustur bar. Í almennum hegningarlögum, 199 grein segir: „[Hver sem gerist sekur um kynferðislega áreitni skal sæta fangelsi allt að 2 árum. Kynferðisleg áreitni felst m.a. í því að strjúka, þukla eða káfa á kynfærum eða brjóstum annars manns innan klæða sem utan, enn fremur í táknrænni hegðun eða orðbragði sem er mjög meiðandi, ítrekað eða til þess fallið að valda ótta.]“ Hefur þetta mál komið inn á borð forsætisnefndar?„Nei, ekki mér vitanlega. Nú ætla ég einmitt að bregða fyrir mig betri fætinum og biðjast undan því að tjá mig nokkuð um það.“Hver sem er getur sent erindi til forsætisnefndar Skiljanlega í ljósi þess sem á undan er gengið. „En, mér er ekki kunnugt um það. Og mér finnst ég einhvers staðar hafa séð það að nefnd Samfylkingarinnar hafi gefið það út að hún ætli ekki að hafa forgöngu um það. En, það er auðvitað hennar að svara til um það.“En, varðandi erindi til forsætisnefndar af þessu tagi, getur hver sem er beðið um að mál séu tekin til afgreiðslu á þeim vettvangi?„Í grunninn getur hver sem er, einstaklingur eða lögaðili sent inn erindi. En, þau þurfa auðvitað að uppfylla ákveðin skilyrði og vera með tiltekið innihald. Erfitt kannski að sjá fyrir sér að einhver aðili algjörlega ótengdur málinu hafi efnisrök fyrir slíku erindi. En, það getur hver sem er í sjálfu sér sent inn kvörtun, tilkynningu eða kæru eða hvað sem við köllum það.“ Steingrímur undirstrikar þó að til að slíkt erindi sé tækt þurfi það að uppfylla ákveðin skilyrði, vera stutt gögnum; rökstutt þannig að það sé tækt til skoðunar. „Einkamál af því tagi, vandséð hver hefði slíka stöðu. En þegar eitthvað mál er algerlega orðið opinbert, og hver sem er getur lesið atvikalýsingu á prenti, einhver ummæli, þá er það annað. En, rétturinn til að senda inn erindi er ótvírætt,“ segir Steingrímur J. Sigfússon. Alþingi Stjórnsýsla Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Ágúst Ólafur: Misræmið byggir á ólíkri upplifun Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir það aldrei hafa verið ætlun hans að rengja frásögn Báru eða draga úr hans hlut. 11. desember 2018 13:38 Telja að upptökur af Klaustur bar muni sýna að Bára segi ekki allan sannleikann Reimar Pétursson, lögmaður fjögurra Miðflokksmanna, segir að brotið hafi verið á einkarétti þingmannanna til einkalífs. Þett hafi gerst þegar Bára Halldórsdóttir tók upp einkasamtal sem þau hafi átt á Klaustur bar. 17. desember 2018 15:36 Vill ekki svara því hvort Ágúst Ólafur eigi að segja af sér Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, vill ekki tjá sig um þann mun á sem er á yfirlýsingum Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns flokksins, og Báru Huldar Beck, blaðamanns á Kjarnanum, á því hvað gerðist á skrifstofu Kjarnans þann 20. júní síðastliðinn. 11. desember 2018 12:28 Forsætisnefnd lýsir sig vanhæfa í Klaustursmálinu Allir þeir þingmenn sem eiga sæti í forsætisnefnd hafa metið sig vanhæfa til þess að fjalla um Klaustursmálið. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá forseta Alþingis sem send var á fjölmiðla í dag. Vísir fjallaði fyrr í dag um að nokkrir nefndarmenn hefðu þegar sagt sig frá málinu. 17. desember 2018 17:43 Forsætisnefnd í klandri vegna Klausturmáls Steingrímur J. Sigfússon hefur sagt sig frá málinu vegna hagsmunatengsla. 17. desember 2018 16:04 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Í fyrradag átti sér stað fordæmalaus gjörningur er forsætisnefnd sagði sig frá máli sem á þeirra borð kom. Um er að ræða það mál sem hefur verið í deiglunni að undanförnu, mál sexmenninganna sem fóru mikinn í samræðum á Klaustur bar; töluðu þar um pólitísk hrossakaup og illa um mann og annan. Um er að ræða fjóra þingmenn Miðflokksins og tvo fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins. Miðflokkurinn gerði athugasemd við hæfi nefndarmanna og varð þessi niðurstaðan.Ekki kollektív ákvörðun nefndarinnar „Við sögðum okkur frá þessu máli, niðurstaðan varð sú en þetta er auðvitað ákvörðun hvers og eins. Ekki kollektív ákvörðun,“ segir Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis og formaður forsætisnefndar. Hann segir að hver og einn nefndarmaður þurfi að skoða sitt hæfi í svona málum.Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, útskýrir stöðu forsætisnefndar gagnvart Klausturmálinu.Vísir/Valli„Hann á að gera það, ber ábyrgð á því og á að meta það. Á endanum komust allir að þeirri niðurstöðu að það væri öruggast til að eyða öllum vafa. En, auðvitað verður hver og einn að tala fyrir sig í því. Það geta að einhverju leyti verið mismunandi ástæður eða hlutir sem koma við sögu hjá hverjum og einum.“ Steingrímur sendi á mánudag frá sér yfirlýsingu þar sem gerð var grein fyrir þessari einstöku stöðu sem upp kom.Segir nefndina ekki í bobba almenntEn, sé litið til stöðu forsætisnefndarinnar gagnvart þinginu, er ekki einfaldlega svo eðli máls samkvæmt að það er ævinlega hægt að efast um hæfi nefndarmanna og vísa til þess að þeir séu flokkspólitískir andstæðingar, eða samherjar eftir atvikum?„Nei, þetta er mjög sérstaks eðlis og hefur ekkert yfirfærslugildi yfir á almennt hlutverk forsætisnefndar. Alls ekki. Það sem hér kemur við sögu og þannig frá þessum málum gengið á sínum tíma að í raun og veru standa forsætisnefndarmenn hver og einn frammi fyrir sömu stífu hæfikröfunum eins og þeir væru úrskurðaraðili á stjórnsýslustigi.Forsætisnefnd Alþingis.AlþingiEins og við værum bara úrskurðarnefnd skipulagsmála eða eitthvað. Það eru náttúrlega gerðar mjög stífar hæfiskröfur á úrskurðaraðila á stjórnsýslustigi. Sérstaklega vegna þess að þeir eru endanlegir úrskurðaraðilar og það er ekki málskotsréttur. Þetta er mjög óvenjulegt og óvenjuleg staða sem stjórnmálamenn, sem auðvitað hafa málfrelsi og sínar skoðanir, eru settir í. Það veldur okkur engum vandræðum sem forsætisnefnd gagnvart störfum þingsins og innri málum. Þar er ekki um neitt úrskurðarvald að ræða nema forseti Alþingis hefur auðvitað mikil völd, hann ræður ef ágreiningur er uppi og svo framvegis.“Úrskurðir forsætisnefndar geta verið íþyngjandi Steingrímur segir að í þessu tilviki hafi hins vegar legið fyrir að hann sem forseti þingsins hafi bara verið einn af forsætisnefndarmönnum sem samkvæmt siðareglum getur kveðið upp lokaorðið um siðareglubrot eða ekki. „Og það er úrskurður sem getur verið íþyngjandi fyrir þá sem í hlut eiga og jafnast þannig lagað séð á við úrskurð á stjórnsýslustigi, þó svo að Alþingi sem slíkt falli vissulega ekki undir stjórnsýslulög.“Mikil stemmning myndaðist í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudaginn en þá var þinghald að kröfu þingmanna Miðflokksins sem vilja fá úr því skorið hvort hvort upptökurnar hafi verið löglegar og hvort allt sé sem sýnist varðandi þær. Á myndinni má sjá Báru Halldórsdóttur og fjölda fjölmiðlamanna, þeirra á meðal Báru Huld Beck.visir/vilhelmStarfsemi Alþingis er ekki hefðbundin stjórnsýsla eins og hjá ríkisstjórn, ríki og sveitarfélögum. Alþingi er undanþegið stjórnsýslulögum vegna löggjafarstarfanna og eftirlitshlutverks síns. „Þarna varð niðurstaðan að fela forsætisnefnd mjög sérstakt viðfangsefni og lögfræðingar eru almennt sammála um að það sé enginn vafi um það að hæfnisskilyrði séu jafn stíf og um sé að ræða úrskurðarnefnd á stjórnsýslustigi.“Málinu verður komið til siðanefndar Þá er komin upp sérkennilegt staða gagnvart þeim hópi sem um ræðir; stjórnmálamönnum sem beinlínis er það í blóð borið að tjá sig um menn og málefni. „Það þýðir það að menn mega helst ekki hafa sagt nokkurn skapaðan hlut um nokkurt mál. Sem er mjög óvenjuleg staða fyrir kjörna fulltrúa á þingi.“ Steingrímur segir þetta áhugavert mál út frá því sjónarmiði. „Og við munum örugglega skoða hvort frágangur málsins á sínum tíma sé heppilegur. En það blandast ekki í sjálfu sér inn í það að við finnum leiðir til þess að halda þessu máli áfram, það verða fundnar leiðir til þess og koma því til siðanefndar.“Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir er formaður siðanefndar Alþingis.Sérðu eitthvað því til fyrirstöðu?„Nei, ekki nema við þurfum að setjast yfir það strax í byrjun janúar. Hvaða leiðir eru færastar í þessu, að kalla eftir að gera þurfi breytingar á þingskaparlögunum og kannski á siðareglunum sjálfum. Það eru til úrræði í því og nokkrar leiðir sem koma til greina.“Segir Ástu Ragnheiði ekki vanhæfa vegna flokkspólitískra tengslaVarðandi siðanefndina sjálfa, formaðurinn þar, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, kemur úr flokkakerfinu. Geta menn sem hugsanlega lenda þar með sín mál þá lýst því yfir að hún teljist vanhæf á þeim forsendum að um sé að ræða pólitískan andstæðing, eða jafnvel samherja? „Nei, Ásta er aldrei vanhæf af slíkum ástæðum. Það er beinlínis kveðið á um að einn af þremur nefndarmönnum skuli hafa reynslu af þingstörfum. Það yrði augljóslega aldrei settur starfandi þingmaður eða sitjandi í þetta. Það liggur því ljóst fyrir að böndin berast að einhverjum með reynslu sem hættur er í stjórnmálum.Þeir verða ekki vanhæfir af þeim ástæðum, alveg klárlega. Það yrði bara ef viðkomandi einstaklingur hefði úttalað sig um málið, tekið afstöðu til þess einhvers staðar opinberlega. Eins og á við um fræðimennina í sjálfu sér. Ljóst að þessir þrír einstaklingar í siðarnefnd, mættu ekki vera búnir hafa gefið upp sína afstöðu á málinu fyrir fram. Það gæti leitt til vanhæfis. En, það er sjálfstæður þáttur og væntanlega eins með siðanefndina eins og forsætisnefndina, að í grunninn er það hennar hlutverk að fara yfir það hvort einhverjir meinbugir séu á hæfi nefndarmannanna þegar þeir taka til við málið.“Mál Ágústs Ólafs ekki komið á borð nefndarinnarVarðandi mál Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmann Samfylkingar. Hann gerðist sekur um að áreita Báru Huld Beck blaðamann Kjarnans kynferðislega. Hann hefur sagt sig frá þingstörfum um óákveðinn tíma launalaust, en þó ekki sagt af sér þingmennsku.Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Mál hans svipar til mála þeirra Klausturkóna en enginn hefur hins vegar séð ástæðu til að vísa málum hans til forsætisefndar, enn sem komið er.FBL/StefánÞað mál kemur beint ofan í Klausturmálið og vilja margir líkja því saman og/eða jafnvel telja hans brot alvarlegra en það sem til álita kemur varðandi þá sem rausuðu á Klaustur bar. Í almennum hegningarlögum, 199 grein segir: „[Hver sem gerist sekur um kynferðislega áreitni skal sæta fangelsi allt að 2 árum. Kynferðisleg áreitni felst m.a. í því að strjúka, þukla eða káfa á kynfærum eða brjóstum annars manns innan klæða sem utan, enn fremur í táknrænni hegðun eða orðbragði sem er mjög meiðandi, ítrekað eða til þess fallið að valda ótta.]“ Hefur þetta mál komið inn á borð forsætisnefndar?„Nei, ekki mér vitanlega. Nú ætla ég einmitt að bregða fyrir mig betri fætinum og biðjast undan því að tjá mig nokkuð um það.“Hver sem er getur sent erindi til forsætisnefndar Skiljanlega í ljósi þess sem á undan er gengið. „En, mér er ekki kunnugt um það. Og mér finnst ég einhvers staðar hafa séð það að nefnd Samfylkingarinnar hafi gefið það út að hún ætli ekki að hafa forgöngu um það. En, það er auðvitað hennar að svara til um það.“En, varðandi erindi til forsætisnefndar af þessu tagi, getur hver sem er beðið um að mál séu tekin til afgreiðslu á þeim vettvangi?„Í grunninn getur hver sem er, einstaklingur eða lögaðili sent inn erindi. En, þau þurfa auðvitað að uppfylla ákveðin skilyrði og vera með tiltekið innihald. Erfitt kannski að sjá fyrir sér að einhver aðili algjörlega ótengdur málinu hafi efnisrök fyrir slíku erindi. En, það getur hver sem er í sjálfu sér sent inn kvörtun, tilkynningu eða kæru eða hvað sem við köllum það.“ Steingrímur undirstrikar þó að til að slíkt erindi sé tækt þurfi það að uppfylla ákveðin skilyrði, vera stutt gögnum; rökstutt þannig að það sé tækt til skoðunar. „Einkamál af því tagi, vandséð hver hefði slíka stöðu. En þegar eitthvað mál er algerlega orðið opinbert, og hver sem er getur lesið atvikalýsingu á prenti, einhver ummæli, þá er það annað. En, rétturinn til að senda inn erindi er ótvírætt,“ segir Steingrímur J. Sigfússon.
Alþingi Stjórnsýsla Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Ágúst Ólafur: Misræmið byggir á ólíkri upplifun Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir það aldrei hafa verið ætlun hans að rengja frásögn Báru eða draga úr hans hlut. 11. desember 2018 13:38 Telja að upptökur af Klaustur bar muni sýna að Bára segi ekki allan sannleikann Reimar Pétursson, lögmaður fjögurra Miðflokksmanna, segir að brotið hafi verið á einkarétti þingmannanna til einkalífs. Þett hafi gerst þegar Bára Halldórsdóttir tók upp einkasamtal sem þau hafi átt á Klaustur bar. 17. desember 2018 15:36 Vill ekki svara því hvort Ágúst Ólafur eigi að segja af sér Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, vill ekki tjá sig um þann mun á sem er á yfirlýsingum Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns flokksins, og Báru Huldar Beck, blaðamanns á Kjarnanum, á því hvað gerðist á skrifstofu Kjarnans þann 20. júní síðastliðinn. 11. desember 2018 12:28 Forsætisnefnd lýsir sig vanhæfa í Klaustursmálinu Allir þeir þingmenn sem eiga sæti í forsætisnefnd hafa metið sig vanhæfa til þess að fjalla um Klaustursmálið. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá forseta Alþingis sem send var á fjölmiðla í dag. Vísir fjallaði fyrr í dag um að nokkrir nefndarmenn hefðu þegar sagt sig frá málinu. 17. desember 2018 17:43 Forsætisnefnd í klandri vegna Klausturmáls Steingrímur J. Sigfússon hefur sagt sig frá málinu vegna hagsmunatengsla. 17. desember 2018 16:04 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Ágúst Ólafur: Misræmið byggir á ólíkri upplifun Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir það aldrei hafa verið ætlun hans að rengja frásögn Báru eða draga úr hans hlut. 11. desember 2018 13:38
Telja að upptökur af Klaustur bar muni sýna að Bára segi ekki allan sannleikann Reimar Pétursson, lögmaður fjögurra Miðflokksmanna, segir að brotið hafi verið á einkarétti þingmannanna til einkalífs. Þett hafi gerst þegar Bára Halldórsdóttir tók upp einkasamtal sem þau hafi átt á Klaustur bar. 17. desember 2018 15:36
Vill ekki svara því hvort Ágúst Ólafur eigi að segja af sér Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, vill ekki tjá sig um þann mun á sem er á yfirlýsingum Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns flokksins, og Báru Huldar Beck, blaðamanns á Kjarnanum, á því hvað gerðist á skrifstofu Kjarnans þann 20. júní síðastliðinn. 11. desember 2018 12:28
Forsætisnefnd lýsir sig vanhæfa í Klaustursmálinu Allir þeir þingmenn sem eiga sæti í forsætisnefnd hafa metið sig vanhæfa til þess að fjalla um Klaustursmálið. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá forseta Alþingis sem send var á fjölmiðla í dag. Vísir fjallaði fyrr í dag um að nokkrir nefndarmenn hefðu þegar sagt sig frá málinu. 17. desember 2018 17:43
Forsætisnefnd í klandri vegna Klausturmáls Steingrímur J. Sigfússon hefur sagt sig frá málinu vegna hagsmunatengsla. 17. desember 2018 16:04
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent