Þýskt þema hjá öllum ensku liðunum nema Man. United sem mætir PSG Óskar Ófeigur Jónsson og Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifa 17. desember 2018 11:30 Cristiano Ronaldo vann Meistaradeildina þriðja árið í röð í vor. Vísir/Getty Þrjú ensk lið drógust á móti þýskum mótherjum þegar dregið var í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í dag. Liverpool mætir Bayern München en Manchester United er eina enska liðið sem slapp við þýskt lið en United mætir franska liðinu Paris Saint Germain. Englandsmeistarar Manchester City voru fyrstir upp úr pottinum af ensku liðunum en lærisveinar Pep Guardiola mæta Schalke 04 frá Þýskalandi. Einn af stórleikjum sextán liða úrslitanna verða örugglega leikir Atlético Madrid og Juventus en það eru líka eflaust margir spenntir fyrir viðureign Manchester United og Paris Saint-Germain. Liverpool lét bíða eftir sér og koma ekki upp úr pottinum fyrr en að ljóst yrði að mótherjinn yrði Bayern München. Áður hafði Tottenham dregist á móti Borussia Dortmund. Spænsku stórliðin Barcelona og Real Madrid drógust á móti aðeins léttari mótherjum í augum margra en Barca mætir Lyon frá Frakklandi en Real Madrid spilar við Ajax frá Hollandi. Fyrri leikir sextán liða úrslitanna fara fram 12. til 13. febrúar og 19. til 20. febrúar en þeir síðari verða spilaðir 5. til 6. mars og 12. til 13. mars.Leikirnir í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar: Schalke 04 - Manchester City Atlético Madrid - Juventus Manchester United - Paris Saint-Germain Tottenham - Borussia Dortmund Lyon - Barcelona Roma - Porto Ajax - Real Madrid Liverpool - Bayern München
Þrjú ensk lið drógust á móti þýskum mótherjum þegar dregið var í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í dag. Liverpool mætir Bayern München en Manchester United er eina enska liðið sem slapp við þýskt lið en United mætir franska liðinu Paris Saint Germain. Englandsmeistarar Manchester City voru fyrstir upp úr pottinum af ensku liðunum en lærisveinar Pep Guardiola mæta Schalke 04 frá Þýskalandi. Einn af stórleikjum sextán liða úrslitanna verða örugglega leikir Atlético Madrid og Juventus en það eru líka eflaust margir spenntir fyrir viðureign Manchester United og Paris Saint-Germain. Liverpool lét bíða eftir sér og koma ekki upp úr pottinum fyrr en að ljóst yrði að mótherjinn yrði Bayern München. Áður hafði Tottenham dregist á móti Borussia Dortmund. Spænsku stórliðin Barcelona og Real Madrid drógust á móti aðeins léttari mótherjum í augum margra en Barca mætir Lyon frá Frakklandi en Real Madrid spilar við Ajax frá Hollandi. Fyrri leikir sextán liða úrslitanna fara fram 12. til 13. febrúar og 19. til 20. febrúar en þeir síðari verða spilaðir 5. til 6. mars og 12. til 13. mars.Leikirnir í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar: Schalke 04 - Manchester City Atlético Madrid - Juventus Manchester United - Paris Saint-Germain Tottenham - Borussia Dortmund Lyon - Barcelona Roma - Porto Ajax - Real Madrid Liverpool - Bayern München
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Enski boltinn Fleiri fréttir Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Sjá meira