Gulvestungum bolað í burtu frá Champs-Elysees breiðgötunni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. desember 2018 18:29 Lögreglan notaði táragas og þrýstivatnsbyssur til að bola mótmælendum í burtu. Vísir/ap Franska lögreglan hefur náð að reka í burtu alla mótmælendur sem kenna sig við skærgul öryggisvesti af Champs-Elysees breiðgötunni í Parísarborg. Lögregluyfirvöld notuðu til þess táragas og þrýstivatnsbyssur. Breiðgatan hefur nú verið opnuð á ný fyrir bílaumferð. Mótmælendur hafa aðallega tekið sér stöðu á Champs-Elysees síðustu fjóra laugardaga til að mótmæla efnahagsstefnu Emmanuels Macron Frakklandsforseta. Í fyrstu beindust mótmælin einkum að hækkuðum álögum á eldsneyti en hafa síðan þá þróast út í almenna óánægju með áherslur Macrons og ríkisstjórnarinnar. Lögreglan fyrirskipaði mótmælendum að klæða sig úr gulu öryggisvestunum sem eru tákn mótmælanna. Í dag komu mótmælendur saman fimmta laugardaginn í röð til að láta í sér heyra en færri mættu í dag en síðasta laugardag og þá var einnig minna um ofbeldi og átök. Franska lögreglan segir að um 3.000 manns hefðu mótmælt í dag sem eru þá töluvert færri en þeir 10.000 mótmælendur sem fylktu liði síðasta laugardag. Þá voru 96 mótmælendur handteknir í dag vegna óeirða og skemmdarverka. Ætla má að fækkunin stafi af viðbrögðum Frakklandsforseta sem í vikunni ákvað að koma til móts við kröfur mótmælenda með því að hækka lágmarkslaun og afnema skerðingar á ellilífeyrisþega svo eitthvað sé nefnt.Vísir/apVísir/ap Frakkland Tengdar fréttir Gulvestungar hundsa tilmæli stjórnvalda Franskir mótmælendur, kenndir við gul vesti, söfnuðust í dag saman á Champs-Elysées, helstu breiðgötu Parísar, fimmtu helgina í röð þrátt fyrir tilmæli stjórnvalda til þeirra um að halda sig heima. 15. desember 2018 11:44 Macron forseti ávarpar þjóðina og boðar tafarlausar aðgerðir Gulu vestin mótmæltu Emmanuel Macron Frakklandsforseta og ríkisstjórn hans fjórðu helgina í röð. Hann mun ávarpa frönsku þjóðina í kvöld og boða einingu og áþreifanlegar og tafarlausar aðgerðir. 10. desember 2018 09:00 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Sjá meira
Franska lögreglan hefur náð að reka í burtu alla mótmælendur sem kenna sig við skærgul öryggisvesti af Champs-Elysees breiðgötunni í Parísarborg. Lögregluyfirvöld notuðu til þess táragas og þrýstivatnsbyssur. Breiðgatan hefur nú verið opnuð á ný fyrir bílaumferð. Mótmælendur hafa aðallega tekið sér stöðu á Champs-Elysees síðustu fjóra laugardaga til að mótmæla efnahagsstefnu Emmanuels Macron Frakklandsforseta. Í fyrstu beindust mótmælin einkum að hækkuðum álögum á eldsneyti en hafa síðan þá þróast út í almenna óánægju með áherslur Macrons og ríkisstjórnarinnar. Lögreglan fyrirskipaði mótmælendum að klæða sig úr gulu öryggisvestunum sem eru tákn mótmælanna. Í dag komu mótmælendur saman fimmta laugardaginn í röð til að láta í sér heyra en færri mættu í dag en síðasta laugardag og þá var einnig minna um ofbeldi og átök. Franska lögreglan segir að um 3.000 manns hefðu mótmælt í dag sem eru þá töluvert færri en þeir 10.000 mótmælendur sem fylktu liði síðasta laugardag. Þá voru 96 mótmælendur handteknir í dag vegna óeirða og skemmdarverka. Ætla má að fækkunin stafi af viðbrögðum Frakklandsforseta sem í vikunni ákvað að koma til móts við kröfur mótmælenda með því að hækka lágmarkslaun og afnema skerðingar á ellilífeyrisþega svo eitthvað sé nefnt.Vísir/apVísir/ap
Frakkland Tengdar fréttir Gulvestungar hundsa tilmæli stjórnvalda Franskir mótmælendur, kenndir við gul vesti, söfnuðust í dag saman á Champs-Elysées, helstu breiðgötu Parísar, fimmtu helgina í röð þrátt fyrir tilmæli stjórnvalda til þeirra um að halda sig heima. 15. desember 2018 11:44 Macron forseti ávarpar þjóðina og boðar tafarlausar aðgerðir Gulu vestin mótmæltu Emmanuel Macron Frakklandsforseta og ríkisstjórn hans fjórðu helgina í röð. Hann mun ávarpa frönsku þjóðina í kvöld og boða einingu og áþreifanlegar og tafarlausar aðgerðir. 10. desember 2018 09:00 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Sjá meira
Gulvestungar hundsa tilmæli stjórnvalda Franskir mótmælendur, kenndir við gul vesti, söfnuðust í dag saman á Champs-Elysées, helstu breiðgötu Parísar, fimmtu helgina í röð þrátt fyrir tilmæli stjórnvalda til þeirra um að halda sig heima. 15. desember 2018 11:44
Macron forseti ávarpar þjóðina og boðar tafarlausar aðgerðir Gulu vestin mótmæltu Emmanuel Macron Frakklandsforseta og ríkisstjórn hans fjórðu helgina í röð. Hann mun ávarpa frönsku þjóðina í kvöld og boða einingu og áþreifanlegar og tafarlausar aðgerðir. 10. desember 2018 09:00