Körfubolti

Jón: Mætum skíthrædd til leiks

Guðlaugur Valgeirsson skrifar
Jón Guðmundsson fer yfir málin með leikmönnum sínum.
Jón Guðmundsson fer yfir málin með leikmönnum sínum. Vísir/Bára
Jón Guðmundsson þjálfari Keflavíkur var langt frá því að vera sáttur með sitt lið eftir tap gegn Val í kvöld.

„Alltaf erfitt að tapa. Við bara mættum ekki til leiks og því fór sem fór”

Varðandi bættan leik í seinni hálfleik sagði hann liðið hafa ekki haft neinu að tapa.

„Þú hefur engu að tapa þegar þú ert meira en 30 stigum undir í hálfleik, við reyndum bara að bæta okkar leik. Við vorum kannski ekki að einblína á það að reyna vinna leikinn en við ætluðum að bæta okkar leik og ég held að það hafi tekist.”

Hann sagði byrjun liðsins ekki hafa verið vegna einbeitingarleysis heldur hafi þær einfaldlega verið skíthræddar.

„Ég held að við höfum bara mætt skíthræddar til leiks. Það eru allir að tala um hversu gott Valsliðið er og þær eru góðar, þess vegna mættum við hræddar til leiks. En við sáum í seinni hálfleik að við getum spilað á móti þessu liði,” sagði Jón að lokum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×