Fjölmörg mál afgreidd á lokametrunum á Alþingi fyrir jól Heimir Már Pétursson skrifar 14. desember 2018 20:00 Þær stöllur úr Vinstri grænum, Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, áttu góða stund á þinginu í vikunni sem ljósmyndari Vísis fangaði. vísir/vilhelm Fjáraukalög, fjármál stjórnmálasamtaka og stuðningur við við útgáfu bóka á íslensku voru meðal mála sem rædd voru á Alþingi í dag, síðasta dag þingsins fyrir jólaleyfi. Þá voru ræddar ýmsar breytingar á lögum vegna afnáms laga um uppreist æru. Eitt af hefðbundnum lokaverkum Alþingis hverju sinni er veiting ríkisborgararéttar en að þessu sinni veitir Alþingi tuttugu og sex einstaklingum víðs vegar að úr heiminum ríkisborgararétt. Þá samþykkti Alþingi tillögu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um frestun þingfunda. „Alþingi ályktar að veita samþykki til þess að fundum þingsins verði frestað frá 14. desember 2018 eða síðar ef nauðsyn krefur til 21. janúar 2019. Tillagan skýrir sig sjálf,“ sagði Katrín Að svo mæltu tóku þingmenn að afgreiða þau mál sem ljúka þarf fyrir jólaleyfi eins og fjáraukalög. En þar á að afgreiða fjárútlát sem voru tímabundin, ófyrirséð og óhjákvæmileg á þessu ári. En Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar og fleiri þingmenn í stjórnarandstöðunni vildu meina að þar væru útgjaldaliðir sem ættu heima annars staðar. „Og hefði átt að gera ráð fyrir í áætlunum og í fjárlögum fyrir árið 2018. En svo vantar hér inn atriði sem sannarlega eru ófyrirséð og óhjákvæmileg,“ sagði Oddný. Þá var frumvarp allra formanna flokka á Alþingi um skýrari ákvæði um fjármál stjórnmálasamtaka afgreitt á þinginu. Forsætisráðherra sagði m.a. nýmæli að nöfn allra lögaðila sem styrktu stjórnmálaflokka yrðu gerð opinber. „Í þessu frumvarpi eru lagðar til mikilvægar breytingar í átt til aukins gagnsæis þegar kemur að fjármálum stjórnmálaflokkanna. Meðal annars með því að birta fullan ársreikning opinberlega sem er nýmæli.“ Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata telur frumvarpið einnig til mikilla bóta. „Með frumvarpinu bætum við aðstæður lítilla flokka og aukum þannig jafnræði á milli eldri og rótgróinna flokka og nýrra og minni flokka. Þá felur frumvarpið í sér ýmsar betrumbætur. Meðal annars er gegnsæi aukið. Við treystum betur rekstraröryggi flokka í sveitarstjórnarkosningum. Einföldum og skýrum reglur um framlög til stjórnmálaflokka þannig að tengdir aðilar geti ekki svo auðveldlega lagt of mikið fé til flokka,“ sagði Helgi Hrafn. Þá náði frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra um endurgreiðslu ríkisins á 25 prósentum af kostnaði við útgáfu bóka á íslensku fram að ganga. Margir þingmenn tóku undir með ráðherra að þetta væri mikilvægt skref til stuðnings íslenskunni. „Þetta er algerlega nýmæli sem við erum að fara í hér. Ég er sannfærð um að þetta markar þáttaskil. En þessi aðgerð er liður í heilstæðri nálgun til þess að snúa vörn í sókn fyrir íslenskuna,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir. Alþingi Tengdar fréttir Alþingismenn komnir í jólafrí Bókafrumvarp og veiting ríkisborgararéttar til 26 karla og kvenna á aldrinum 12-82 ára var á meðal þess sem þingmenn afgreiddu á síðasta degi haustþings Alþingis í dag 14. desember 2018 16:34 Hraðasektirnar standa ekki lengur í vegi Audriusar Allt stefnir í að Audrius Sakalauskas verði orðinn íslenskur ríkisborgari áður en dagurinn er úti. 14. desember 2018 16:09 Þessi 26 fá ríkisborgararétt Alls bárust nefndinni 220 umsóknir um ríkisborgararétt á haustþingi. 14. desember 2018 06:53 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Sjá meira
Fjáraukalög, fjármál stjórnmálasamtaka og stuðningur við við útgáfu bóka á íslensku voru meðal mála sem rædd voru á Alþingi í dag, síðasta dag þingsins fyrir jólaleyfi. Þá voru ræddar ýmsar breytingar á lögum vegna afnáms laga um uppreist æru. Eitt af hefðbundnum lokaverkum Alþingis hverju sinni er veiting ríkisborgararéttar en að þessu sinni veitir Alþingi tuttugu og sex einstaklingum víðs vegar að úr heiminum ríkisborgararétt. Þá samþykkti Alþingi tillögu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um frestun þingfunda. „Alþingi ályktar að veita samþykki til þess að fundum þingsins verði frestað frá 14. desember 2018 eða síðar ef nauðsyn krefur til 21. janúar 2019. Tillagan skýrir sig sjálf,“ sagði Katrín Að svo mæltu tóku þingmenn að afgreiða þau mál sem ljúka þarf fyrir jólaleyfi eins og fjáraukalög. En þar á að afgreiða fjárútlát sem voru tímabundin, ófyrirséð og óhjákvæmileg á þessu ári. En Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar og fleiri þingmenn í stjórnarandstöðunni vildu meina að þar væru útgjaldaliðir sem ættu heima annars staðar. „Og hefði átt að gera ráð fyrir í áætlunum og í fjárlögum fyrir árið 2018. En svo vantar hér inn atriði sem sannarlega eru ófyrirséð og óhjákvæmileg,“ sagði Oddný. Þá var frumvarp allra formanna flokka á Alþingi um skýrari ákvæði um fjármál stjórnmálasamtaka afgreitt á þinginu. Forsætisráðherra sagði m.a. nýmæli að nöfn allra lögaðila sem styrktu stjórnmálaflokka yrðu gerð opinber. „Í þessu frumvarpi eru lagðar til mikilvægar breytingar í átt til aukins gagnsæis þegar kemur að fjármálum stjórnmálaflokkanna. Meðal annars með því að birta fullan ársreikning opinberlega sem er nýmæli.“ Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata telur frumvarpið einnig til mikilla bóta. „Með frumvarpinu bætum við aðstæður lítilla flokka og aukum þannig jafnræði á milli eldri og rótgróinna flokka og nýrra og minni flokka. Þá felur frumvarpið í sér ýmsar betrumbætur. Meðal annars er gegnsæi aukið. Við treystum betur rekstraröryggi flokka í sveitarstjórnarkosningum. Einföldum og skýrum reglur um framlög til stjórnmálaflokka þannig að tengdir aðilar geti ekki svo auðveldlega lagt of mikið fé til flokka,“ sagði Helgi Hrafn. Þá náði frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra um endurgreiðslu ríkisins á 25 prósentum af kostnaði við útgáfu bóka á íslensku fram að ganga. Margir þingmenn tóku undir með ráðherra að þetta væri mikilvægt skref til stuðnings íslenskunni. „Þetta er algerlega nýmæli sem við erum að fara í hér. Ég er sannfærð um að þetta markar þáttaskil. En þessi aðgerð er liður í heilstæðri nálgun til þess að snúa vörn í sókn fyrir íslenskuna,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir.
Alþingi Tengdar fréttir Alþingismenn komnir í jólafrí Bókafrumvarp og veiting ríkisborgararéttar til 26 karla og kvenna á aldrinum 12-82 ára var á meðal þess sem þingmenn afgreiddu á síðasta degi haustþings Alþingis í dag 14. desember 2018 16:34 Hraðasektirnar standa ekki lengur í vegi Audriusar Allt stefnir í að Audrius Sakalauskas verði orðinn íslenskur ríkisborgari áður en dagurinn er úti. 14. desember 2018 16:09 Þessi 26 fá ríkisborgararétt Alls bárust nefndinni 220 umsóknir um ríkisborgararétt á haustþingi. 14. desember 2018 06:53 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Sjá meira
Alþingismenn komnir í jólafrí Bókafrumvarp og veiting ríkisborgararéttar til 26 karla og kvenna á aldrinum 12-82 ára var á meðal þess sem þingmenn afgreiddu á síðasta degi haustþings Alþingis í dag 14. desember 2018 16:34
Hraðasektirnar standa ekki lengur í vegi Audriusar Allt stefnir í að Audrius Sakalauskas verði orðinn íslenskur ríkisborgari áður en dagurinn er úti. 14. desember 2018 16:09
Þessi 26 fá ríkisborgararétt Alls bárust nefndinni 220 umsóknir um ríkisborgararétt á haustþingi. 14. desember 2018 06:53