Martröð Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 15. desember 2018 11:00 Theresa May fór enn eina fýluferðina til Brussel í vikunni. Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna virðast harðir á því að gefa ekki frekar eftir í samningum við Breta um útgöngu. Valið virðist snúast um samning May, sem hún hefur heykst á að leggja fyrir þingið, eða alls engan samning. Flestir eru sammála um að útgöngu án samnings beri að forðast með öllum tiltækum ráðum. Samkvæmt spá Englandsbanka myndi slík niðurstaða valda efnahagslegum hamförum, mun verri en í bankakrísunni 2008. Bankinn telur að hagvöxtur myndi dragast saman um 8 prósent á einni nóttu, sterlingspundið myndi hríðfalla og eignaverð sömuleiðis. Meðan ekkert annað er í hendi verður þessi niðurstaða hins vegar líklegri með hverjum deginum sem líður. Ljóst var að May hefði aldrei komið samningnum í núverandi mynd gegnum þingið. Þess vegna hætti hún við. Síðan hefur forsætisráðherrann sigrast á vantrauststillögu frá samflokksmönnum sínum, en að öðru leyti er ekkert breytt. Samningurinn er enn sá sami, og ekki gott að segja hvers vegna þingmenn ættu að samþykkja hann nú frekar en áður. Staða May er því gríðarlega þröng. Einhverjir þingmanna berjast fyrir því að Bretar gangi í Evrópska efnahagssvæðið. En hví ætti stórþjóð eins og Bretland að samþykkja skyldu til að taka við lögum ESB án þess að hafa nokkuð um það að segja? Varla snýst hugmyndin um Brexit um að hafa enn minna að segja um eigin örlög. Enn aðrir vilja svokallaða Kanadaleið, það er að segja víðfeðman fríverslunarsamning við ESB. Slíkt tekur hins vegar ár og jafnvel áratugi að semja um. Erfitt er að sjá hvaða lausn er fólgin í því á þessari stundu. Tíminn er einfaldlega að renna út. Draumurinn um Brexit er að breytast í martröð. Forsætisráðherrann virðist engin tromp hafa á hendi. Þingið veit ekki í hvorn fótinn það á að stíga. Sannleikurinn er sá að Brexit atkvæðagreiðslan fór fram án þess að nægar upplýsingar lægju fyrir um hvað tæki við. Útgöngusinnar lugu þjóðina fulla og gengust við því strax að kvöldi kjördags. Þetta var lygilega ljótur leikur sem margt hófsamt fólk varaði við með góðum rökum – ekki síst ábyrg flokkssystkin Theresu May, sem nú situr í súpunni. Nú er að koma í ljóst hvað felst í Brexit. Alger ringulreið að því er virðist. Er ekki kominn tími til að Bretar fái aftur að segja álit sitt á málinu þegar helstu forsendur liggja fyrir? Það er eina sjáanlega leiðin til að höggva á þann óleysanlega hnút sem stjórnmálamönnunum hefur tekist að hnýta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Theresa May fór enn eina fýluferðina til Brussel í vikunni. Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna virðast harðir á því að gefa ekki frekar eftir í samningum við Breta um útgöngu. Valið virðist snúast um samning May, sem hún hefur heykst á að leggja fyrir þingið, eða alls engan samning. Flestir eru sammála um að útgöngu án samnings beri að forðast með öllum tiltækum ráðum. Samkvæmt spá Englandsbanka myndi slík niðurstaða valda efnahagslegum hamförum, mun verri en í bankakrísunni 2008. Bankinn telur að hagvöxtur myndi dragast saman um 8 prósent á einni nóttu, sterlingspundið myndi hríðfalla og eignaverð sömuleiðis. Meðan ekkert annað er í hendi verður þessi niðurstaða hins vegar líklegri með hverjum deginum sem líður. Ljóst var að May hefði aldrei komið samningnum í núverandi mynd gegnum þingið. Þess vegna hætti hún við. Síðan hefur forsætisráðherrann sigrast á vantrauststillögu frá samflokksmönnum sínum, en að öðru leyti er ekkert breytt. Samningurinn er enn sá sami, og ekki gott að segja hvers vegna þingmenn ættu að samþykkja hann nú frekar en áður. Staða May er því gríðarlega þröng. Einhverjir þingmanna berjast fyrir því að Bretar gangi í Evrópska efnahagssvæðið. En hví ætti stórþjóð eins og Bretland að samþykkja skyldu til að taka við lögum ESB án þess að hafa nokkuð um það að segja? Varla snýst hugmyndin um Brexit um að hafa enn minna að segja um eigin örlög. Enn aðrir vilja svokallaða Kanadaleið, það er að segja víðfeðman fríverslunarsamning við ESB. Slíkt tekur hins vegar ár og jafnvel áratugi að semja um. Erfitt er að sjá hvaða lausn er fólgin í því á þessari stundu. Tíminn er einfaldlega að renna út. Draumurinn um Brexit er að breytast í martröð. Forsætisráðherrann virðist engin tromp hafa á hendi. Þingið veit ekki í hvorn fótinn það á að stíga. Sannleikurinn er sá að Brexit atkvæðagreiðslan fór fram án þess að nægar upplýsingar lægju fyrir um hvað tæki við. Útgöngusinnar lugu þjóðina fulla og gengust við því strax að kvöldi kjördags. Þetta var lygilega ljótur leikur sem margt hófsamt fólk varaði við með góðum rökum – ekki síst ábyrg flokkssystkin Theresu May, sem nú situr í súpunni. Nú er að koma í ljóst hvað felst í Brexit. Alger ringulreið að því er virðist. Er ekki kominn tími til að Bretar fái aftur að segja álit sitt á málinu þegar helstu forsendur liggja fyrir? Það er eina sjáanlega leiðin til að höggva á þann óleysanlega hnút sem stjórnmálamönnunum hefur tekist að hnýta.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun