Hraðasektirnar standa ekki lengur í vegi Audriusar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. desember 2018 16:09 Audrius Sakalauskas er orðinn íslenskur ríkisborgari. Skjáskot úr frétt Audrius Sakalauskas er orðinn íslenskur ríkisborgari en tillaga allsherjar- og menntamálanefndar þess efnis var samþykkt rétt í þessu. Audrius, sem er 23 ára og hefur búið á Íslandi frá fimm ára aldri, er með sveinspróf í rafvirkjun og er í meistaranámi í faginu. Hann fékk synjun á umsókn sinni um ríkisborgararétt hjá Útlendingastofnun í sumar af þeim sökum að hann var með dóma á bakinu vegna umferðarlagabrota.Fjallað var um stöðu Audriusar í fréttum Stöðvar 2 í sumar þar sem hann taldi hraðasektir sem hann fékk á táningsaldri ástæðuna fyrir synjun ríkisborgararéttar.Á heimasíðu Útlendingastofnunar kemur fram að stofnunin hafi ekki heimild til að veita ríkisborgararétt þegar brot eru endurtekin. Sviðsstjóri hjá stofnuninni sagði að endurtekin brot hefðu áhrif á umsókn og eðli brota hefðu þar engin áhrif. Öll brot féllu undir sama hatt. Audrius segist hafa fengið sektirnar þegar hann var 17 til 19 ára, hans fyrstu ár með bílpróf. Hann hafi verið ungur og vitlaus. „Ég held að flestar sektir hjá mörgum séu þannig. Það er ekki eins og maður sé að gera eitthvað af ásetningi. Fremja eitthvað svakalegt brot,“ sagði Audrius í fréttum Stöðar 2 í ágúst. Hann ætti að geta tekið gleði sína í kvöld eða fljótlega. Audrius er á meðal þeirra 26 sem allsherjar- og menntamálanefnd leggur til að fái ríkisborgararétt. 220 umsóknir bárust á haustþingi. Síðasti þingfundur á haustþingi stendur yfir en síðasta mál á dagskrá er veiting ríkisborgararéttar. Fólkið er á aldrinum 12 til 82 ára og frá sextán löndum. Fjórir eru frá Sýrlandi, þrír frá Afganistan og tveir frá Víetnam, Póllandi, Þýskalandi, Eþíópíu og Tékklandi. Alþingi Tengdar fréttir Synjað um íslenskan ríkisborgararétt vegna hraðasekta 27. ágúst 2018 19:30 Þessi 26 fá ríkisborgararétt Alls bárust nefndinni 220 umsóknir um ríkisborgararétt á haustþingi. 14. desember 2018 06:53 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Sjá meira
Audrius Sakalauskas er orðinn íslenskur ríkisborgari en tillaga allsherjar- og menntamálanefndar þess efnis var samþykkt rétt í þessu. Audrius, sem er 23 ára og hefur búið á Íslandi frá fimm ára aldri, er með sveinspróf í rafvirkjun og er í meistaranámi í faginu. Hann fékk synjun á umsókn sinni um ríkisborgararétt hjá Útlendingastofnun í sumar af þeim sökum að hann var með dóma á bakinu vegna umferðarlagabrota.Fjallað var um stöðu Audriusar í fréttum Stöðvar 2 í sumar þar sem hann taldi hraðasektir sem hann fékk á táningsaldri ástæðuna fyrir synjun ríkisborgararéttar.Á heimasíðu Útlendingastofnunar kemur fram að stofnunin hafi ekki heimild til að veita ríkisborgararétt þegar brot eru endurtekin. Sviðsstjóri hjá stofnuninni sagði að endurtekin brot hefðu áhrif á umsókn og eðli brota hefðu þar engin áhrif. Öll brot féllu undir sama hatt. Audrius segist hafa fengið sektirnar þegar hann var 17 til 19 ára, hans fyrstu ár með bílpróf. Hann hafi verið ungur og vitlaus. „Ég held að flestar sektir hjá mörgum séu þannig. Það er ekki eins og maður sé að gera eitthvað af ásetningi. Fremja eitthvað svakalegt brot,“ sagði Audrius í fréttum Stöðar 2 í ágúst. Hann ætti að geta tekið gleði sína í kvöld eða fljótlega. Audrius er á meðal þeirra 26 sem allsherjar- og menntamálanefnd leggur til að fái ríkisborgararétt. 220 umsóknir bárust á haustþingi. Síðasti þingfundur á haustþingi stendur yfir en síðasta mál á dagskrá er veiting ríkisborgararéttar. Fólkið er á aldrinum 12 til 82 ára og frá sextán löndum. Fjórir eru frá Sýrlandi, þrír frá Afganistan og tveir frá Víetnam, Póllandi, Þýskalandi, Eþíópíu og Tékklandi.
Alþingi Tengdar fréttir Synjað um íslenskan ríkisborgararétt vegna hraðasekta 27. ágúst 2018 19:30 Þessi 26 fá ríkisborgararétt Alls bárust nefndinni 220 umsóknir um ríkisborgararétt á haustþingi. 14. desember 2018 06:53 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Sjá meira
Þessi 26 fá ríkisborgararétt Alls bárust nefndinni 220 umsóknir um ríkisborgararétt á haustþingi. 14. desember 2018 06:53