Rússneskur útsendari játaði njósnir í Bandaríkjunum Kjartan Kjartansson skrifar 14. desember 2018 08:21 Butina (fremst) stundaði nám í Bandaríkjunum og reyndi á sama tíma að vinna sér traust leiðtoga íhaldsmanna. Vísir/EPA Stjórnendur samtaka byssueigenda, þingmenn og forsetaframbjóðendur repúblikana voru á meðal þeirra sem Maria Butina umgekkst og reyndi að hafa áhrif á fyrir rússnesk stjórnvöld. Butina játaði sig seka um samsæri um að starfa sem útsendari erlends ríkis í gær. Butina var handtekin í júlí og sökuð um að hafa myndað tengsl við leiðtoga bandarískra íhaldsmanna með það fyrir augum að fá þá til líta Rússland hýrari augum og opna samskiptaleið við þá fyrir Rússa. Bandarísk yfirvöld eru nú sögð rannsaka hvort og hversu mikið íhaldsmennirnir sem hjálpuðu henni hafi vitað um tengsl hennar við rússnesk stjórnvöld.New York Times segir að í Bandaríkjunum hafi Butina gerst mikill stuðningsmaður Donalds Trump og Samtaka byssueigenda (NRA), vingast við stjórnendur samtakanna og umgengist forsetaframbjóðendur og þingmenn úr röðum repúblikana. Hún er meðal annars sögð hafa átt í ástarsambandi við Paul Erickson, repúblikana sem skipulagði meðal annars forsetaframboð Pats Buchanan árið 1992. Erickson gæti einnig átt ákæru yfir höfði sér. Í ákærunni gegn Butina kom fram að hún hefði unnið náið með Aleksandr Torsjin, rússneskum embættismanni, til að hafa áhrif á bandaríska íhaldsmenn. Þau Erickson hafi lagt á ráðinn um að koma sér innan í Repúblikanaflokkinn og NRA til að styðja vinsamlegri stefnu í garð Rússlands. „Á meðan á samsærinu stóð skrifaði Butina rússneska embættismanninum minnisblöð um tilraunir hennar og mat hennar á pólitíska landslaginu í Bandaríkjunum fyrir forsetakosningarnar árið 2016,“ sögðu saksóknararnir. Hún hafi jafnframt leitað ráða um hvort hún ætti að funda með ákveðnum einstaklingum. Líklegt er að Butina fái mildan dóm á grundvelli samkomulags sem hún gerði við saksóknara þegar refsing hennar verður ákvörðuð í febrúar. Henni verður að líkindum vísað úr landi þegar hún losnar úr fangelsi. Bandaríkin Donald Trump Rússland Tengdar fréttir Rússnesk kona handtekin fyrir að ganga erinda Rússa í Bandaríkjunum Í ákæru dag segir að Mariia Butina hafi myndað tengsl við bandaríska stjórnmálamenn og hagsmunasamtök byssueigenda og hennar markmið hafi verið að opna hulda samskiptaleið til Bandaríkjanna fyrir rússneska embættismenn. 16. júlí 2018 22:00 Rússar vilja Butina lausa Sergei Lavron, utanríkisráðherra Rússlands, segir ásakanirnar gegn henni vera tilbúning. 21. júlí 2018 18:00 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira
Stjórnendur samtaka byssueigenda, þingmenn og forsetaframbjóðendur repúblikana voru á meðal þeirra sem Maria Butina umgekkst og reyndi að hafa áhrif á fyrir rússnesk stjórnvöld. Butina játaði sig seka um samsæri um að starfa sem útsendari erlends ríkis í gær. Butina var handtekin í júlí og sökuð um að hafa myndað tengsl við leiðtoga bandarískra íhaldsmanna með það fyrir augum að fá þá til líta Rússland hýrari augum og opna samskiptaleið við þá fyrir Rússa. Bandarísk yfirvöld eru nú sögð rannsaka hvort og hversu mikið íhaldsmennirnir sem hjálpuðu henni hafi vitað um tengsl hennar við rússnesk stjórnvöld.New York Times segir að í Bandaríkjunum hafi Butina gerst mikill stuðningsmaður Donalds Trump og Samtaka byssueigenda (NRA), vingast við stjórnendur samtakanna og umgengist forsetaframbjóðendur og þingmenn úr röðum repúblikana. Hún er meðal annars sögð hafa átt í ástarsambandi við Paul Erickson, repúblikana sem skipulagði meðal annars forsetaframboð Pats Buchanan árið 1992. Erickson gæti einnig átt ákæru yfir höfði sér. Í ákærunni gegn Butina kom fram að hún hefði unnið náið með Aleksandr Torsjin, rússneskum embættismanni, til að hafa áhrif á bandaríska íhaldsmenn. Þau Erickson hafi lagt á ráðinn um að koma sér innan í Repúblikanaflokkinn og NRA til að styðja vinsamlegri stefnu í garð Rússlands. „Á meðan á samsærinu stóð skrifaði Butina rússneska embættismanninum minnisblöð um tilraunir hennar og mat hennar á pólitíska landslaginu í Bandaríkjunum fyrir forsetakosningarnar árið 2016,“ sögðu saksóknararnir. Hún hafi jafnframt leitað ráða um hvort hún ætti að funda með ákveðnum einstaklingum. Líklegt er að Butina fái mildan dóm á grundvelli samkomulags sem hún gerði við saksóknara þegar refsing hennar verður ákvörðuð í febrúar. Henni verður að líkindum vísað úr landi þegar hún losnar úr fangelsi.
Bandaríkin Donald Trump Rússland Tengdar fréttir Rússnesk kona handtekin fyrir að ganga erinda Rússa í Bandaríkjunum Í ákæru dag segir að Mariia Butina hafi myndað tengsl við bandaríska stjórnmálamenn og hagsmunasamtök byssueigenda og hennar markmið hafi verið að opna hulda samskiptaleið til Bandaríkjanna fyrir rússneska embættismenn. 16. júlí 2018 22:00 Rússar vilja Butina lausa Sergei Lavron, utanríkisráðherra Rússlands, segir ásakanirnar gegn henni vera tilbúning. 21. júlí 2018 18:00 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira
Rússnesk kona handtekin fyrir að ganga erinda Rússa í Bandaríkjunum Í ákæru dag segir að Mariia Butina hafi myndað tengsl við bandaríska stjórnmálamenn og hagsmunasamtök byssueigenda og hennar markmið hafi verið að opna hulda samskiptaleið til Bandaríkjanna fyrir rússneska embættismenn. 16. júlí 2018 22:00
Rússar vilja Butina lausa Sergei Lavron, utanríkisráðherra Rússlands, segir ásakanirnar gegn henni vera tilbúning. 21. júlí 2018 18:00