Ellert segir aldraða ekki hafa tíma til að bíða Heimir Már Pétursson skrifar 13. desember 2018 20:15 Ellert sló á létta strengi með Viðreisnarmanninum Þorsteini Víglundssyni yfir veiðigjaldaumræðunni. FBL/SAJ Elsti þingmaðurinn á Alþingi segir brýnt að koma til móts við þann hóp eldri borgara sem hafi á ekkert að treysta nema bætur almannatrygginga. Eðli málsins samkvæmt geti þessi hópur ekki beðið lengi. Fjármálaráðherra segir það hafa verið og það verði í forgangi að bæta stöðu þessa hóps. Elsti maðurinn á Alþingi, Ellert B. Schram varaþingmaður Samfylkingarinnar, minnti á bág kjör þeirra eldri borgara sem einungis njóta lífeyris frá Tryggingastofnun sem væri 239.500 kr á mánuði fyrir skatta í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Í fjárlagafrumvarpi væri gert ráð fyrir 3,6 prósenta hækkun þessa grunnlífeyris á næsta ári sem væri hungurlús. Ellert sagðist hvorki kominn á þing á fótboltaskóm til að sparka í einhvern né á inniskóm til að slappa af. „Erindi mitt hér í þingsal er að gera mitt besta til að minna þingmenn á aldrað fólk sem býr við fátækt, veikindi, einangrun og tómleika,” sagði Ellert tog beindi orðum sínum til Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra.“Ég bið um svar og yfirlýsingu um að tekið verði tillit til eldri kynslóðarinnar. Enn sé ráðrúm að hálfu stjórnvalda að taka mark á gömlum karli sem hér hefur dottið inn og á hingað erindi í þágu elstu kynslóðarinnar,” sagði Ellert. Fjármálaráðherra sagði að á Íslandi væri gott kerfi lífeyrisréttinda. Mikil atvinnuþátttaka og lítið atvinnuleysi og fullfjármögnuð lífeyrisréttindi. „Vandi okkar snýr að þeim sem eru komnir á lífeyrisaldur en náðu ekki, eins og háttvirtur þingmaður er hér að fara yfir, að nýta starfsævina til að tryggja sér góð eftirlaun,” sagði Bjarni. Engu að síður hefði kaupmáttur bóta þessa hóps aukist þótt gera mætti betur. Fjármálaráðherra tók hins vegar undir með Ellerti að það væri í forgangi að bæta kjör þeirra sem einungis treystu á bætur almannatrygginga. Tekist væri á um fjárveitingar og margir vildu afnema allar skerðingar hjá þeim sem gætu verið í fullu starfi. „Við höfum hækkað frítekjumörkin vegna atvinnutekna. En ef menn afnema þau með öllu væri það mjög kostnaðarsamt fyrir ríkissjóð á sama tíma og það myndi í engu gagnast þessum hópi,” sagði Bjarni. Ellert sagðist vona að fjármálaráðherra finndi leið til að bæta hag þessa verst seta hóp bráðlega. “Þetta fólk er komið á þann aldur að það getur ekki beðið lengi. Þetta er spurningin um hvort við viljum hjálpa þeim að njóta lífsgæða áður en yfir lýkur,” sagði Ellert B. Schram. Alþingi Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fleiri fréttir Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sjá meira
Elsti þingmaðurinn á Alþingi segir brýnt að koma til móts við þann hóp eldri borgara sem hafi á ekkert að treysta nema bætur almannatrygginga. Eðli málsins samkvæmt geti þessi hópur ekki beðið lengi. Fjármálaráðherra segir það hafa verið og það verði í forgangi að bæta stöðu þessa hóps. Elsti maðurinn á Alþingi, Ellert B. Schram varaþingmaður Samfylkingarinnar, minnti á bág kjör þeirra eldri borgara sem einungis njóta lífeyris frá Tryggingastofnun sem væri 239.500 kr á mánuði fyrir skatta í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Í fjárlagafrumvarpi væri gert ráð fyrir 3,6 prósenta hækkun þessa grunnlífeyris á næsta ári sem væri hungurlús. Ellert sagðist hvorki kominn á þing á fótboltaskóm til að sparka í einhvern né á inniskóm til að slappa af. „Erindi mitt hér í þingsal er að gera mitt besta til að minna þingmenn á aldrað fólk sem býr við fátækt, veikindi, einangrun og tómleika,” sagði Ellert tog beindi orðum sínum til Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra.“Ég bið um svar og yfirlýsingu um að tekið verði tillit til eldri kynslóðarinnar. Enn sé ráðrúm að hálfu stjórnvalda að taka mark á gömlum karli sem hér hefur dottið inn og á hingað erindi í þágu elstu kynslóðarinnar,” sagði Ellert. Fjármálaráðherra sagði að á Íslandi væri gott kerfi lífeyrisréttinda. Mikil atvinnuþátttaka og lítið atvinnuleysi og fullfjármögnuð lífeyrisréttindi. „Vandi okkar snýr að þeim sem eru komnir á lífeyrisaldur en náðu ekki, eins og háttvirtur þingmaður er hér að fara yfir, að nýta starfsævina til að tryggja sér góð eftirlaun,” sagði Bjarni. Engu að síður hefði kaupmáttur bóta þessa hóps aukist þótt gera mætti betur. Fjármálaráðherra tók hins vegar undir með Ellerti að það væri í forgangi að bæta kjör þeirra sem einungis treystu á bætur almannatrygginga. Tekist væri á um fjárveitingar og margir vildu afnema allar skerðingar hjá þeim sem gætu verið í fullu starfi. „Við höfum hækkað frítekjumörkin vegna atvinnutekna. En ef menn afnema þau með öllu væri það mjög kostnaðarsamt fyrir ríkissjóð á sama tíma og það myndi í engu gagnast þessum hópi,” sagði Bjarni. Ellert sagðist vona að fjármálaráðherra finndi leið til að bæta hag þessa verst seta hóp bráðlega. “Þetta fólk er komið á þann aldur að það getur ekki beðið lengi. Þetta er spurningin um hvort við viljum hjálpa þeim að njóta lífsgæða áður en yfir lýkur,” sagði Ellert B. Schram.
Alþingi Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fleiri fréttir Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sjá meira