Arnór með Sané og Lewandowski í Fantasy-liði Meistaradeildarinnar Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. desember 2018 14:15 Arnór Sigurðsson átti stórleik í spænsku höfuðborginni í gær. vísir/getty Arnór Sigurðsson, leikmaður CSKA Moskvu, er í Fantasy-liði vikunnar á opinberri heimasíðu Meistaradeildar Evrópu í fótbolta en hann átti stórleik á móti Real Madrid á Santiago Bernabéu í gærkvöldi.Sjá einnig: Tilfinningin var ólýsanleg Skagamaðurinn ungi lagði upp fyrra mark rússneska liðsins og skoraði þriðja markið í 3-0 sigri með hnitmiðuðu skoti úr teignum en hann fékk ellefu stig fyrir frammistöðu sína og er á miðjunni í Fantasy-liði sjöttu og síðustu leikvikunnar. Hann er þar á ásamt stórstjörnum á borð við Leroy Sané, leikmanns Manchester City, og pólska markahróknum Robert Lewandowski hjá Bayern München sem fær stigi minna en íslenski landsliðsmaðurinn.Introducing the #UCLfantasy Team of the Week *Based on top point scorers pic.twitter.com/MBoR143Arm— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) December 13, 2018 Tveir aðrir leikmenn CSKA komast í Fantasy-liðið að þessu sinni þar sem að menn fá stig fyrir sigra, mörk, stoðsendingar, að halda hreinu og fleira. Það eru markvörðurinn Igor Akinfeev og varnarmaðurinn Georgi Schennikov. Arnór varð aðeins annar íslenski leikmaðurinn í sögunni sem skorar og leggur upp mark í Meistaradeildinni í þessum magnaða sigri á Bernabéu en hann var fjögurra ára gamall þegar að Eiður Smári Guðjohnsen gerði það fyrir Chelsea í Rómarborg árið 2003. Þrátt fyrir að leggja Real Madrid að velli tvívegis í riðlakeppni Meistaradeildarinnar er CSKA Moskva úr leik í Evrópu í ár. Viktor Plzen náði Evrópudeildarsætinu í riðlinum á meðan Arnór, Hörður Björgvin og félagar sátu eftir með sárt ennið. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Arnór skoraði og gaf stoðsendingu í sigri á Real Madrid │Sjáðu markið Magnaður sigur hjá CSKA Moskvu á Spáni í kvöld og ekki var hann síðri leikurinn hjá Skagamanninum unga. 12. desember 2018 19:45 Tilfinningin var ólýsanleg Arnór Sigurðsson var að vonum hæstánægður með að skora í 0-3 sigri CSKA Moskvu á Real Madrid á heimavelli Evrópumeistaranna. Skagamaðurinn ungi hefði þó viljað komast í Evrópudeildina eftir áramót. 13. desember 2018 06:00 Faðir Arnórs: Hélt sýningu fyrir alla fjölskylduna Pabbinn var eðlilega stoltur af stráknum. 12. desember 2018 20:40 Arnór fimmti leikjahæsti og annar markahæsti Íslendingurinn Arnór Sigurðsson er orðinn fimmti leikjahæsti Íslendingurinn í Meistaradeild Evrópu þrátt fyrir að hafa þreytt frumraun sína í keppninni fyrir tæpum þremur mánuðum síðan. 13. desember 2018 09:00 Arnór var fjögurra ára gamall þegar Íslendingur náði þessu síðast í Meistaradeildinni Skagamaðurinn Arnór Sigurðsson varð í gær aðeins annar Íslendingurinn í sögu Meistaradeildarinnar sem bæði skorar mark og gefur stoðsendingu í sama leik í Meistaradeildinni. 13. desember 2018 12:00 Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Sjá meira
Arnór Sigurðsson, leikmaður CSKA Moskvu, er í Fantasy-liði vikunnar á opinberri heimasíðu Meistaradeildar Evrópu í fótbolta en hann átti stórleik á móti Real Madrid á Santiago Bernabéu í gærkvöldi.Sjá einnig: Tilfinningin var ólýsanleg Skagamaðurinn ungi lagði upp fyrra mark rússneska liðsins og skoraði þriðja markið í 3-0 sigri með hnitmiðuðu skoti úr teignum en hann fékk ellefu stig fyrir frammistöðu sína og er á miðjunni í Fantasy-liði sjöttu og síðustu leikvikunnar. Hann er þar á ásamt stórstjörnum á borð við Leroy Sané, leikmanns Manchester City, og pólska markahróknum Robert Lewandowski hjá Bayern München sem fær stigi minna en íslenski landsliðsmaðurinn.Introducing the #UCLfantasy Team of the Week *Based on top point scorers pic.twitter.com/MBoR143Arm— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) December 13, 2018 Tveir aðrir leikmenn CSKA komast í Fantasy-liðið að þessu sinni þar sem að menn fá stig fyrir sigra, mörk, stoðsendingar, að halda hreinu og fleira. Það eru markvörðurinn Igor Akinfeev og varnarmaðurinn Georgi Schennikov. Arnór varð aðeins annar íslenski leikmaðurinn í sögunni sem skorar og leggur upp mark í Meistaradeildinni í þessum magnaða sigri á Bernabéu en hann var fjögurra ára gamall þegar að Eiður Smári Guðjohnsen gerði það fyrir Chelsea í Rómarborg árið 2003. Þrátt fyrir að leggja Real Madrid að velli tvívegis í riðlakeppni Meistaradeildarinnar er CSKA Moskva úr leik í Evrópu í ár. Viktor Plzen náði Evrópudeildarsætinu í riðlinum á meðan Arnór, Hörður Björgvin og félagar sátu eftir með sárt ennið.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Arnór skoraði og gaf stoðsendingu í sigri á Real Madrid │Sjáðu markið Magnaður sigur hjá CSKA Moskvu á Spáni í kvöld og ekki var hann síðri leikurinn hjá Skagamanninum unga. 12. desember 2018 19:45 Tilfinningin var ólýsanleg Arnór Sigurðsson var að vonum hæstánægður með að skora í 0-3 sigri CSKA Moskvu á Real Madrid á heimavelli Evrópumeistaranna. Skagamaðurinn ungi hefði þó viljað komast í Evrópudeildina eftir áramót. 13. desember 2018 06:00 Faðir Arnórs: Hélt sýningu fyrir alla fjölskylduna Pabbinn var eðlilega stoltur af stráknum. 12. desember 2018 20:40 Arnór fimmti leikjahæsti og annar markahæsti Íslendingurinn Arnór Sigurðsson er orðinn fimmti leikjahæsti Íslendingurinn í Meistaradeild Evrópu þrátt fyrir að hafa þreytt frumraun sína í keppninni fyrir tæpum þremur mánuðum síðan. 13. desember 2018 09:00 Arnór var fjögurra ára gamall þegar Íslendingur náði þessu síðast í Meistaradeildinni Skagamaðurinn Arnór Sigurðsson varð í gær aðeins annar Íslendingurinn í sögu Meistaradeildarinnar sem bæði skorar mark og gefur stoðsendingu í sama leik í Meistaradeildinni. 13. desember 2018 12:00 Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Sjá meira
Arnór skoraði og gaf stoðsendingu í sigri á Real Madrid │Sjáðu markið Magnaður sigur hjá CSKA Moskvu á Spáni í kvöld og ekki var hann síðri leikurinn hjá Skagamanninum unga. 12. desember 2018 19:45
Tilfinningin var ólýsanleg Arnór Sigurðsson var að vonum hæstánægður með að skora í 0-3 sigri CSKA Moskvu á Real Madrid á heimavelli Evrópumeistaranna. Skagamaðurinn ungi hefði þó viljað komast í Evrópudeildina eftir áramót. 13. desember 2018 06:00
Faðir Arnórs: Hélt sýningu fyrir alla fjölskylduna Pabbinn var eðlilega stoltur af stráknum. 12. desember 2018 20:40
Arnór fimmti leikjahæsti og annar markahæsti Íslendingurinn Arnór Sigurðsson er orðinn fimmti leikjahæsti Íslendingurinn í Meistaradeild Evrópu þrátt fyrir að hafa þreytt frumraun sína í keppninni fyrir tæpum þremur mánuðum síðan. 13. desember 2018 09:00
Arnór var fjögurra ára gamall þegar Íslendingur náði þessu síðast í Meistaradeildinni Skagamaðurinn Arnór Sigurðsson varð í gær aðeins annar Íslendingurinn í sögu Meistaradeildarinnar sem bæði skorar mark og gefur stoðsendingu í sama leik í Meistaradeildinni. 13. desember 2018 12:00