Sigmundur Davíð segir vogunarsjóði verðlaunaða fyrir að ganga ekki til samninga Heimir Már Pétursson skrifar 13. desember 2018 13:37 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Vísir/vilhelm Formaður Miðflokksins segir ekki hafa verið staðið við að kröfuhafar myndu ekki njóta þess að fara ekki eftir stefnu stjórnvalda um losun fjármagnshafta og losun aflandskróna úr kerfinu. Fjármálaráðherra segir þvert á móti að áætlanir stjórnvalda hafi allar gengið eftir. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra út í losun aflandskróna í tengslum við losun gjaldeyrishafta eftir hrunið á Alþingi í dag. En í vikunni tilkynnti Seðlabankinn að allar hömlur á losun um 80 milljarða aflandskróna hefðu verið afnumdar. Vildi Sigmundur Davíð meina að ekki hafi verið farið eftir áætlunum stjórnvalda að því leyti að vogunarsjóðir og aðrir gætu ekki fengið betri kjör ef þeir biðu af sér fyrri aðgerðir stjórnvalda. „Og nú hefur komið fram að stjórnvöld hyggist losa um restina af þessum aflandskrónueignum. Með öðrum orðum; þeir sem tóku ekkert mark á stefnu íslenskra stjórnvalda, þeir sem hlustuðu ekki á áformin, þeir sem trúðu því ekki að stjórnvöld myndu standa við það sem þau sögðust myndu gera ef menn væru ekki tilbúnir til samninga, þeir hagnast mest,” sagði Sigmundur Davíð.Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.Vísir/vilhelmFjármálaráðherra sagði áætlanir stjórnvalda um losun hafta og þar með aflandskróna hefðu gengið fullkomlega eftir sem birtist í vaxandi trausti á íslenska ríkið og efnahagsmál. Þær aðgerðir sem nú væru hafnar væru eins konar lokaaðgerðir í eðlilegu framhaldi af fyrri aðgerðum stjórnvalda. „Þegar háttvirtur þingmaður segir að það sem hafi átt að gerast ef menn hlustuðu ekki á stjórnvöld hafi verið eitthvað allt annað en þetta spyr ég hvað er háttvirtur þingmaður að tala um? Er háttvirtur þingmaður að tala um þjóðnýtingu eignanna? Er háttvirtur þingmaður að tala um að halda hér restunum af höftunum út í hið óendanlega af því bara,” spurði Bjarni. Nú hafi ríkið ekki bara getu til að stíga lokaskrefið heldur megi færa fyrir því rök að ríkið þurfi að stíga það skref. Formaður Miðflokksins tók undir með ráðherra að á heildina litið hefðu aðgerðir stjórnvalda gengið vonum framar. Hins vegar hafi skilaboðin til vogunarsjóða verið að þeir gætu ekki vænst betri kjara ef þeir gengju ekki til samninga við ríkið. „Skilaboðin voru þau að ef menn væru ekki tilbúnir að taka þátt í því sem þyrfti að gerast til að hægt væri að losa höftin, færu þeir ekki betur út úr því en aðrir. En nú er niðurstaðan sú að veðmál vogunarsjóðanna gekk upp. Þeir keyptu þessar eignir á umtalsverðum afslætti og stjórnvöld á endanum gáfust upp. Það var ekkert að marka það að menn yrðu læstir hér inni ef þeir létu ekki undan,” sagði Sigmundur Davíð. Bjarni sagði skilaboðin hafa verið að eigendur aflandskróna myndu mæta afgangi gengju þeir ekki til samninga. „Í því fólst engin hótun um að menn myndu koma miklu ver frá því. Enda ekki í sjálfu sér lögmætt að stilla mönnum þannig upp við vegg. Að stjórnvöld ætluðu að ganga þannig frá hnútunum að hirða af mönnum eignir,” sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Innlent Fleiri fréttir Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Sjá meira
Formaður Miðflokksins segir ekki hafa verið staðið við að kröfuhafar myndu ekki njóta þess að fara ekki eftir stefnu stjórnvalda um losun fjármagnshafta og losun aflandskróna úr kerfinu. Fjármálaráðherra segir þvert á móti að áætlanir stjórnvalda hafi allar gengið eftir. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra út í losun aflandskróna í tengslum við losun gjaldeyrishafta eftir hrunið á Alþingi í dag. En í vikunni tilkynnti Seðlabankinn að allar hömlur á losun um 80 milljarða aflandskróna hefðu verið afnumdar. Vildi Sigmundur Davíð meina að ekki hafi verið farið eftir áætlunum stjórnvalda að því leyti að vogunarsjóðir og aðrir gætu ekki fengið betri kjör ef þeir biðu af sér fyrri aðgerðir stjórnvalda. „Og nú hefur komið fram að stjórnvöld hyggist losa um restina af þessum aflandskrónueignum. Með öðrum orðum; þeir sem tóku ekkert mark á stefnu íslenskra stjórnvalda, þeir sem hlustuðu ekki á áformin, þeir sem trúðu því ekki að stjórnvöld myndu standa við það sem þau sögðust myndu gera ef menn væru ekki tilbúnir til samninga, þeir hagnast mest,” sagði Sigmundur Davíð.Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.Vísir/vilhelmFjármálaráðherra sagði áætlanir stjórnvalda um losun hafta og þar með aflandskróna hefðu gengið fullkomlega eftir sem birtist í vaxandi trausti á íslenska ríkið og efnahagsmál. Þær aðgerðir sem nú væru hafnar væru eins konar lokaaðgerðir í eðlilegu framhaldi af fyrri aðgerðum stjórnvalda. „Þegar háttvirtur þingmaður segir að það sem hafi átt að gerast ef menn hlustuðu ekki á stjórnvöld hafi verið eitthvað allt annað en þetta spyr ég hvað er háttvirtur þingmaður að tala um? Er háttvirtur þingmaður að tala um þjóðnýtingu eignanna? Er háttvirtur þingmaður að tala um að halda hér restunum af höftunum út í hið óendanlega af því bara,” spurði Bjarni. Nú hafi ríkið ekki bara getu til að stíga lokaskrefið heldur megi færa fyrir því rök að ríkið þurfi að stíga það skref. Formaður Miðflokksins tók undir með ráðherra að á heildina litið hefðu aðgerðir stjórnvalda gengið vonum framar. Hins vegar hafi skilaboðin til vogunarsjóða verið að þeir gætu ekki vænst betri kjara ef þeir gengju ekki til samninga við ríkið. „Skilaboðin voru þau að ef menn væru ekki tilbúnir að taka þátt í því sem þyrfti að gerast til að hægt væri að losa höftin, færu þeir ekki betur út úr því en aðrir. En nú er niðurstaðan sú að veðmál vogunarsjóðanna gekk upp. Þeir keyptu þessar eignir á umtalsverðum afslætti og stjórnvöld á endanum gáfust upp. Það var ekkert að marka það að menn yrðu læstir hér inni ef þeir létu ekki undan,” sagði Sigmundur Davíð. Bjarni sagði skilaboðin hafa verið að eigendur aflandskróna myndu mæta afgangi gengju þeir ekki til samninga. „Í því fólst engin hótun um að menn myndu koma miklu ver frá því. Enda ekki í sjálfu sér lögmætt að stilla mönnum þannig upp við vegg. Að stjórnvöld ætluðu að ganga þannig frá hnútunum að hirða af mönnum eignir,” sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Innlent Fleiri fréttir Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Sjá meira