Arnór fimmti leikjahæsti og annar markahæsti Íslendingurinn Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 13. desember 2018 09:00 Arnór í leiknum í gær vísir/getty Arnór Sigurðsson er orðinn fimmti leikjahæsti Íslendingurinn í Meistaradeild Evrópu þrátt fyrir að hafa þreytt frumraun sína í keppninni fyrir tæpum þremur mánuðum síðan. Arnór kom inn á í seinni hálfleik í fyrsta leik CSKA Moskvu í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í ár gegn Viktoria Plzen 19. september. Hann kom einnig inn sem varamaður í sigrinum á Real Madrid í Moskvu tveimur vikum seinna. Síðustu fjóra leikina í riðlakeppninni byrjaði Arnór alla. Hann skoraði sitt fyrsta Meistaradeildarmark í tapinu fyrir Roma á heimavelli í nóvember og bætti öðru við í sigri á Real Madrid í gærkvöld. Víðir Sigurðsson tók saman í Morgunblaðinu í morgun lista yfir þá Íslendinga sem flesta leiki hafa spilað í Meistaradeild Evrópu. Eiður Smári Guðjohnsen, Ári Gautur Arason, Kolbeinn Sigþórsson og Eyjólfur Sverrisson eru þeir einu sem hafa spilað fleiri leiki en Arnór í Meistaradeildinni. Arnór deilir fimmta til sjöunda sæti listans með þeim Ragnari Sigurðssyni og Rúrik Gíslasyni sem báðir hafa spilað sex leiki eins og Arnór. Mark Arnórs í gær gerði hann að öðrum Íslendingnum í sögunni sem hefur skorað fleiri en eitt mark í riðlakeppni Meistaradeildarinnar, Eiður Smári er sá eini sem hafði áður gert það. Eiður skoraði sjö mörk fyrir Chelsea og Barcelona. Alfreð Finnbogason er þriðji Íslendingurinn sem skorað hefur í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu, fleiri hafa ekki náð því.Íslendingar í Meistaradeild Evrópu: Eiður Smári Guðjohnsen, 45 leikir og 7 mörk Árni Gautur Arason, 21 leikur Kolbeinn Sigþórsson, 11 leikir Eyjólfur Sverrisson, 11 leikir Arnór Sigurðsson, 6 leikir og 2 mörk Rúrik Gíslason, 6 leikir Ragnar Sigurðsson, 6 leikir Birkir Bjarnason, 5 leikir Kári Árnason, 5 leikir Alfreð Finnbogason, 3 leikir og 1 mark Helgi Sigurðsson, 3 leikir Hörður Björgvin Magnússon, 3 leikir Sölvi Geir Ottesen, 3 leikir Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Arnór skoraði og gaf stoðsendingu í sigri á Real Madrid │Sjáðu markið Magnaður sigur hjá CSKA Moskvu á Spáni í kvöld og ekki var hann síðri leikurinn hjá Skagamanninum unga. 12. desember 2018 19:45 Tilfinningin var ólýsanleg Arnór Sigurðsson var að vonum hæstánægður með að skora í 0-3 sigri CSKA Moskvu á Real Madrid á heimavelli Evrópumeistaranna. Skagamaðurinn ungi hefði þó viljað komast í Evrópudeildina eftir áramót. 13. desember 2018 06:00 Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fleiri fréttir Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Sjá meira
Arnór Sigurðsson er orðinn fimmti leikjahæsti Íslendingurinn í Meistaradeild Evrópu þrátt fyrir að hafa þreytt frumraun sína í keppninni fyrir tæpum þremur mánuðum síðan. Arnór kom inn á í seinni hálfleik í fyrsta leik CSKA Moskvu í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í ár gegn Viktoria Plzen 19. september. Hann kom einnig inn sem varamaður í sigrinum á Real Madrid í Moskvu tveimur vikum seinna. Síðustu fjóra leikina í riðlakeppninni byrjaði Arnór alla. Hann skoraði sitt fyrsta Meistaradeildarmark í tapinu fyrir Roma á heimavelli í nóvember og bætti öðru við í sigri á Real Madrid í gærkvöld. Víðir Sigurðsson tók saman í Morgunblaðinu í morgun lista yfir þá Íslendinga sem flesta leiki hafa spilað í Meistaradeild Evrópu. Eiður Smári Guðjohnsen, Ári Gautur Arason, Kolbeinn Sigþórsson og Eyjólfur Sverrisson eru þeir einu sem hafa spilað fleiri leiki en Arnór í Meistaradeildinni. Arnór deilir fimmta til sjöunda sæti listans með þeim Ragnari Sigurðssyni og Rúrik Gíslasyni sem báðir hafa spilað sex leiki eins og Arnór. Mark Arnórs í gær gerði hann að öðrum Íslendingnum í sögunni sem hefur skorað fleiri en eitt mark í riðlakeppni Meistaradeildarinnar, Eiður Smári er sá eini sem hafði áður gert það. Eiður skoraði sjö mörk fyrir Chelsea og Barcelona. Alfreð Finnbogason er þriðji Íslendingurinn sem skorað hefur í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu, fleiri hafa ekki náð því.Íslendingar í Meistaradeild Evrópu: Eiður Smári Guðjohnsen, 45 leikir og 7 mörk Árni Gautur Arason, 21 leikur Kolbeinn Sigþórsson, 11 leikir Eyjólfur Sverrisson, 11 leikir Arnór Sigurðsson, 6 leikir og 2 mörk Rúrik Gíslason, 6 leikir Ragnar Sigurðsson, 6 leikir Birkir Bjarnason, 5 leikir Kári Árnason, 5 leikir Alfreð Finnbogason, 3 leikir og 1 mark Helgi Sigurðsson, 3 leikir Hörður Björgvin Magnússon, 3 leikir Sölvi Geir Ottesen, 3 leikir
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Arnór skoraði og gaf stoðsendingu í sigri á Real Madrid │Sjáðu markið Magnaður sigur hjá CSKA Moskvu á Spáni í kvöld og ekki var hann síðri leikurinn hjá Skagamanninum unga. 12. desember 2018 19:45 Tilfinningin var ólýsanleg Arnór Sigurðsson var að vonum hæstánægður með að skora í 0-3 sigri CSKA Moskvu á Real Madrid á heimavelli Evrópumeistaranna. Skagamaðurinn ungi hefði þó viljað komast í Evrópudeildina eftir áramót. 13. desember 2018 06:00 Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fleiri fréttir Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Sjá meira
Arnór skoraði og gaf stoðsendingu í sigri á Real Madrid │Sjáðu markið Magnaður sigur hjá CSKA Moskvu á Spáni í kvöld og ekki var hann síðri leikurinn hjá Skagamanninum unga. 12. desember 2018 19:45
Tilfinningin var ólýsanleg Arnór Sigurðsson var að vonum hæstánægður með að skora í 0-3 sigri CSKA Moskvu á Real Madrid á heimavelli Evrópumeistaranna. Skagamaðurinn ungi hefði þó viljað komast í Evrópudeildina eftir áramót. 13. desember 2018 06:00