Laxeldisfyrirtæki sýknað af kröfu málsóknarfélags Birgir Olgeirsson skrifar 12. desember 2018 22:35 Laxar fiskeldi fékk leyfið í mars árið 2012 til að reka sjókvíaeldi á laxi í Reyðarfirði, allt að sex þúsund tonnum árlega. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir. Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað Laxa fiskeldi ehf. og Matvælastofnun af kröfu Náttúruverndar 2 málsóknarfélags um að ógilt verði rekstrarleyfi sem Fiskistofa veitti. Laxar fiskeldi fékk leyfið í mars árið 2012 til að reka sjókvíaeldi á laxi í Reyðarfirði, allt að sex þúsund tonnum árlega. Stofnfélagar málsóknarfélagsins eru Veiðifélag Hofsár og Sunnudalsár, Árhvammi, Vopnafirði, sem fer með veiðirétt landeigenda við Hofsá og Sunnudalsás, Veiðifélag Selár, Fremri-Nýpum, Vopnafirði sem fer með veiðirétt landeigenda við Selá, Veiðifélag Breiðdælinga, Heydölum, Breiðdalsvík, sem fer með veiðirétt landeigenda við Breiðdalsá, og Veiðifélag Vesturdalsár, Hamrahlíð 24, Vopnafirði, sem fer með veiðirétt landeigenda við Vesturdalsá. Félagið heldur því fram að ef starfsemi Laxa fiskeldis ehf. byggð á rekstarleyfinu, laxeldi í sjókvíum, nái fram að ganga sé innan fárra ára svo gott sem vissa fyrir eyðingu villtra laxastofna í ám á Íslandi, þar með töldum þeim laxveiðiám sem eru í eigu aðila sem stofnuðu félagið.Ríkið hafi heimild til að setja lög og reglur um auðlindanýtingu Héraðsdómur Reykjaness féllst ekki á rök málsóknarfélagsins, þar með talið að annmarkar á leyfinu leiði til þess að það verði ógilt eða að fella bera það úr gildi því það var útrunnið. Þá taldi dómurinn að ekki hafi verið sýnt fram á neina annmarka á ákvörðun Skipulagsstofnunar sem geta leitt til þess að rekstrarleyfið verði ógilt. Málsóknarfélagið hélt því fram að lagaheimild skorti til að afhenda Löxum fiskeldi afnot af því hafsvæði þar sem starfsemin fari fram. Um er að ræða hafsvæði utan netlaga en innan landhelgi Íslands. Héraðsdómur Reykjaness benti á að samkvæmt lögum um eignarétt íslenska ríkisins að auðlindum hafsbotnsins er íslenska ríkið eigandi svæðisins. Svæðið sé á forráðasvæði íslenska ríkisins samkvæmt lögum um landhelgi, efnahagslögsögu og hefur ríkið því heimild til að setja lög og reglur um nýtingu auðlinda, eins og gert hefur verið með lögum um fiskeldi. Var því þessari málsástæðu málsóknarfélagsins hafnað.Ekkert sýndi fram á verulega fjárhagslega hagsmuni starfsmanns Þá vildi málsóknarfélagið meina að starfsmaður Matvælastofnunar hafi verið vanhæfur til meðferðar á rekstrarleyfi Laxa fiskeldis og það valdi ógildingu rekstrarleyfisins. Vildi málsóknarfélagið meina að starfsmaðurinn hafi átt persónulegra fjárhagslegra hagsmuna að gæta af málinu þar sem hann hafi starfað að hluta sjálfstætt vegna þjónustu á laxeldisfyrirtæki, það er með því að selja bóluefni til eldisfyrirtækja. Héraðsdómur Reykjaness sagði starfsmanninn ekki hafa komið að útgáfu rekstrarleyfisins, heldur veitti fyrir hönd Matvælastofnunar umsögn til Skipulagsstofnunar og var umsögnin aðeins ein af mörgum. Þá taldi Héraðsdómur Reykjaness að ekkert lægi fyrir um að fjárhagslegir hagsmunir starfsmannsins hafi verið svo verulegir að aðkoma hans að undirbúningi málsins geti leitt til þess að rekstrarleyfið yrði ógilt. Var kröfu málsóknarfélagsins því hafnað en dóminn í heild má lesa hér. Dómsmál Fiskeldi Fjarðabyggð Tengdar fréttir Umhverfisáhrif og byggðasjónarmið í hatrammri umræðu um fiskeldi Rýnt í þau gögn sem liggja fyrir frá opinberum stofnunum um umhverfisáhrif stækkunar laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði, sem og skýrslur Hafrannsóknastofnunar um erfðablöndun eldisfiska við íslenska laxastofna. 11. október 2018 13:00 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað Laxa fiskeldi ehf. og Matvælastofnun af kröfu Náttúruverndar 2 málsóknarfélags um að ógilt verði rekstrarleyfi sem Fiskistofa veitti. Laxar fiskeldi fékk leyfið í mars árið 2012 til að reka sjókvíaeldi á laxi í Reyðarfirði, allt að sex þúsund tonnum árlega. Stofnfélagar málsóknarfélagsins eru Veiðifélag Hofsár og Sunnudalsár, Árhvammi, Vopnafirði, sem fer með veiðirétt landeigenda við Hofsá og Sunnudalsás, Veiðifélag Selár, Fremri-Nýpum, Vopnafirði sem fer með veiðirétt landeigenda við Selá, Veiðifélag Breiðdælinga, Heydölum, Breiðdalsvík, sem fer með veiðirétt landeigenda við Breiðdalsá, og Veiðifélag Vesturdalsár, Hamrahlíð 24, Vopnafirði, sem fer með veiðirétt landeigenda við Vesturdalsá. Félagið heldur því fram að ef starfsemi Laxa fiskeldis ehf. byggð á rekstarleyfinu, laxeldi í sjókvíum, nái fram að ganga sé innan fárra ára svo gott sem vissa fyrir eyðingu villtra laxastofna í ám á Íslandi, þar með töldum þeim laxveiðiám sem eru í eigu aðila sem stofnuðu félagið.Ríkið hafi heimild til að setja lög og reglur um auðlindanýtingu Héraðsdómur Reykjaness féllst ekki á rök málsóknarfélagsins, þar með talið að annmarkar á leyfinu leiði til þess að það verði ógilt eða að fella bera það úr gildi því það var útrunnið. Þá taldi dómurinn að ekki hafi verið sýnt fram á neina annmarka á ákvörðun Skipulagsstofnunar sem geta leitt til þess að rekstrarleyfið verði ógilt. Málsóknarfélagið hélt því fram að lagaheimild skorti til að afhenda Löxum fiskeldi afnot af því hafsvæði þar sem starfsemin fari fram. Um er að ræða hafsvæði utan netlaga en innan landhelgi Íslands. Héraðsdómur Reykjaness benti á að samkvæmt lögum um eignarétt íslenska ríkisins að auðlindum hafsbotnsins er íslenska ríkið eigandi svæðisins. Svæðið sé á forráðasvæði íslenska ríkisins samkvæmt lögum um landhelgi, efnahagslögsögu og hefur ríkið því heimild til að setja lög og reglur um nýtingu auðlinda, eins og gert hefur verið með lögum um fiskeldi. Var því þessari málsástæðu málsóknarfélagsins hafnað.Ekkert sýndi fram á verulega fjárhagslega hagsmuni starfsmanns Þá vildi málsóknarfélagið meina að starfsmaður Matvælastofnunar hafi verið vanhæfur til meðferðar á rekstrarleyfi Laxa fiskeldis og það valdi ógildingu rekstrarleyfisins. Vildi málsóknarfélagið meina að starfsmaðurinn hafi átt persónulegra fjárhagslegra hagsmuna að gæta af málinu þar sem hann hafi starfað að hluta sjálfstætt vegna þjónustu á laxeldisfyrirtæki, það er með því að selja bóluefni til eldisfyrirtækja. Héraðsdómur Reykjaness sagði starfsmanninn ekki hafa komið að útgáfu rekstrarleyfisins, heldur veitti fyrir hönd Matvælastofnunar umsögn til Skipulagsstofnunar og var umsögnin aðeins ein af mörgum. Þá taldi Héraðsdómur Reykjaness að ekkert lægi fyrir um að fjárhagslegir hagsmunir starfsmannsins hafi verið svo verulegir að aðkoma hans að undirbúningi málsins geti leitt til þess að rekstrarleyfið yrði ógilt. Var kröfu málsóknarfélagsins því hafnað en dóminn í heild má lesa hér.
Dómsmál Fiskeldi Fjarðabyggð Tengdar fréttir Umhverfisáhrif og byggðasjónarmið í hatrammri umræðu um fiskeldi Rýnt í þau gögn sem liggja fyrir frá opinberum stofnunum um umhverfisáhrif stækkunar laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði, sem og skýrslur Hafrannsóknastofnunar um erfðablöndun eldisfiska við íslenska laxastofna. 11. október 2018 13:00 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Sjá meira
Umhverfisáhrif og byggðasjónarmið í hatrammri umræðu um fiskeldi Rýnt í þau gögn sem liggja fyrir frá opinberum stofnunum um umhverfisáhrif stækkunar laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði, sem og skýrslur Hafrannsóknastofnunar um erfðablöndun eldisfiska við íslenska laxastofna. 11. október 2018 13:00