Brú yfir mynni Þorskafjarðar sögð vænlegri en vegur um Teigsskóg Kristján Már Unnarsson skrifar 12. desember 2018 22:00 Brú þvert yfir mynni Þorskafjarðar, eins og hún er sýnd í skýrslu Vegagerðarinnar frá því í haust. Grafík/Vegagerðin. Deilurnar um Teigsskóg flæktust enn í dag þegar Reykhólahreppur kynnti nýja valkostagreiningu, með þeirri niðurstöðu að brú þvert yfir mynni Þorskafjarðar sé vænlegasti kosturinn. Þetta er þvert á álit Vegagerðarinnar um að Teigsskógarleiðin sé best. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Hafi einhver gert sér vonir um að það styttist í að Vestfirðingar losni við að aka um hina illræmdu fjallvegi Hjallaháls og Ódrjúgsháls, þá hurfu þær vonir í dag. Nýjasta útspilið gæti seinkað endurbótum Vestfjarðavegar um Gufudalssveit, hugsanlega um mörg ár, en samgönguáætlun gerir ráð fyrir að framkvæmdir gætu hafist á næsta ári.Ekið niður Ódrjúgsháls í Gufudalssveit.Vísir/Egill AðalsteinssonHreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti fyrir aðeins níu mánuðum að setja svokallaða Þ-H leið um Teigsskóg inn á aðalskipulag en skipti óvænt um kúrs í sumar. Til varð nýr valkostur, svokölluð R-leið, með stórbrú þvert yfir mynni Þorskafjarðar. Þessi stefnubreyting varð eftir að Hagkaupsbræður styrktu hreppinn til að fá norska verkfræðinga að málinu.Leið Þ-H færi um Teigsskóg. Leið R færi um Stað og Reykhóla.Grafík/Hlynur Magnússon.Vegagerðin hafnaði Þorskafjarðarbrú í haust eftir að sérfræðingar hennar komust að þeirri niðurstöðu að hún yrði fjórum milljörðum króna dýrari og með minna umferðaröryggi. Hreppsnefnd Reykhólahrepps, með ráðgjöf Skipulagsstofnunar, ákvað hins vegar að fá nýjan aðila að málinu, Lilju Guðríði Karlsdóttur hjá verkfræðistofunni Viaplan. Niðurstaða hennar núna er að R-leiðin með stórbrú yfir Þorskafjörð sé vænlegust og kosti álíka mikið og ÞH-leiðin um Teigsskóg.Brúarsporðurinn að austanverðu yrði við jörðina Stað í Reykhólasveit.Mynd/Úr skýrslu Multiconsult.Hreppsnefnd Reykhólahrepps á næsta leik, að ákveða hvor leiðin fari inn á aðalskipulag. Velji hún R-leið blasa við innansveitarátök við bændur, sem lýst hafa harðri andstöðu, auk þess sem líklegt er að hún þurfi umhverfismat. Þá er óvíst hvort Vegagerðin og samgönguyfirvöld fallist á R-leiðina. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Reykhólahreppur Tengdar fréttir Oddvitinn telur sterkari rök fyrir stórbrú yfir mynni Þorskafjarðar Oddviti Reykhólahrepps telur sterkari rök fyrir því að brúa mynni Þorskafjarðar fremur en að leggja Vestfjarðaveg um Teigsskóg. 4. október 2018 21:00 Telja hagstæðast og fljótlegast að leggja veginn um Teigsskóg Vegagerðin stendur við fyrri tillögu um að Vestfjarðavegur verði lagður um Teigsskóg. Sérfræðingar hennar telja brú yfir mynni Þorskafjarðar nærri fjórum milljörðum króna dýrari. 16. október 2018 21:00 Vestfirðingar sagðir mosavaxnir á biðinni eftir vegi um Teigsskóg Samgönguráðherra vonast til að vegarlagning um Teigsskóg geti hafist sumarið 2019, eftir rúmt ár, og að verklok verði haustið 2022. 5. júní 2018 20:30 Bændur gegn brú yfir Þorskafjörð og segja að bújörðum yrði fórnað Stórbrú þvert yfir mynni Þorskafjarðar í stað vegar um Teigsskóg mætir harðri andstöðu eigenda fjögurra bújarða í Reykhólasveit. Þeir segja sorglegt að orðið sáttaleið sé notað um þessa tillögu. 3. október 2018 22:15 Skora á Alþingi að lögfesta veglínu í gegnum Teigsskóg Hópur íbúa í Reykhólahreppi, sem kallar sig Velunnara Þ.H.-leiðar, hvetur íbúa til að senda áskorun til Alþingis um að veglína Vestfjarðavegar um Teigsskóg verði lögfest. 11. október 2018 14:00 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Deilurnar um Teigsskóg flæktust enn í dag þegar Reykhólahreppur kynnti nýja valkostagreiningu, með þeirri niðurstöðu að brú þvert yfir mynni Þorskafjarðar sé vænlegasti kosturinn. Þetta er þvert á álit Vegagerðarinnar um að Teigsskógarleiðin sé best. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Hafi einhver gert sér vonir um að það styttist í að Vestfirðingar losni við að aka um hina illræmdu fjallvegi Hjallaháls og Ódrjúgsháls, þá hurfu þær vonir í dag. Nýjasta útspilið gæti seinkað endurbótum Vestfjarðavegar um Gufudalssveit, hugsanlega um mörg ár, en samgönguáætlun gerir ráð fyrir að framkvæmdir gætu hafist á næsta ári.Ekið niður Ódrjúgsháls í Gufudalssveit.Vísir/Egill AðalsteinssonHreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti fyrir aðeins níu mánuðum að setja svokallaða Þ-H leið um Teigsskóg inn á aðalskipulag en skipti óvænt um kúrs í sumar. Til varð nýr valkostur, svokölluð R-leið, með stórbrú þvert yfir mynni Þorskafjarðar. Þessi stefnubreyting varð eftir að Hagkaupsbræður styrktu hreppinn til að fá norska verkfræðinga að málinu.Leið Þ-H færi um Teigsskóg. Leið R færi um Stað og Reykhóla.Grafík/Hlynur Magnússon.Vegagerðin hafnaði Þorskafjarðarbrú í haust eftir að sérfræðingar hennar komust að þeirri niðurstöðu að hún yrði fjórum milljörðum króna dýrari og með minna umferðaröryggi. Hreppsnefnd Reykhólahrepps, með ráðgjöf Skipulagsstofnunar, ákvað hins vegar að fá nýjan aðila að málinu, Lilju Guðríði Karlsdóttur hjá verkfræðistofunni Viaplan. Niðurstaða hennar núna er að R-leiðin með stórbrú yfir Þorskafjörð sé vænlegust og kosti álíka mikið og ÞH-leiðin um Teigsskóg.Brúarsporðurinn að austanverðu yrði við jörðina Stað í Reykhólasveit.Mynd/Úr skýrslu Multiconsult.Hreppsnefnd Reykhólahrepps á næsta leik, að ákveða hvor leiðin fari inn á aðalskipulag. Velji hún R-leið blasa við innansveitarátök við bændur, sem lýst hafa harðri andstöðu, auk þess sem líklegt er að hún þurfi umhverfismat. Þá er óvíst hvort Vegagerðin og samgönguyfirvöld fallist á R-leiðina. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Reykhólahreppur Tengdar fréttir Oddvitinn telur sterkari rök fyrir stórbrú yfir mynni Þorskafjarðar Oddviti Reykhólahrepps telur sterkari rök fyrir því að brúa mynni Þorskafjarðar fremur en að leggja Vestfjarðaveg um Teigsskóg. 4. október 2018 21:00 Telja hagstæðast og fljótlegast að leggja veginn um Teigsskóg Vegagerðin stendur við fyrri tillögu um að Vestfjarðavegur verði lagður um Teigsskóg. Sérfræðingar hennar telja brú yfir mynni Þorskafjarðar nærri fjórum milljörðum króna dýrari. 16. október 2018 21:00 Vestfirðingar sagðir mosavaxnir á biðinni eftir vegi um Teigsskóg Samgönguráðherra vonast til að vegarlagning um Teigsskóg geti hafist sumarið 2019, eftir rúmt ár, og að verklok verði haustið 2022. 5. júní 2018 20:30 Bændur gegn brú yfir Þorskafjörð og segja að bújörðum yrði fórnað Stórbrú þvert yfir mynni Þorskafjarðar í stað vegar um Teigsskóg mætir harðri andstöðu eigenda fjögurra bújarða í Reykhólasveit. Þeir segja sorglegt að orðið sáttaleið sé notað um þessa tillögu. 3. október 2018 22:15 Skora á Alþingi að lögfesta veglínu í gegnum Teigsskóg Hópur íbúa í Reykhólahreppi, sem kallar sig Velunnara Þ.H.-leiðar, hvetur íbúa til að senda áskorun til Alþingis um að veglína Vestfjarðavegar um Teigsskóg verði lögfest. 11. október 2018 14:00 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Oddvitinn telur sterkari rök fyrir stórbrú yfir mynni Þorskafjarðar Oddviti Reykhólahrepps telur sterkari rök fyrir því að brúa mynni Þorskafjarðar fremur en að leggja Vestfjarðaveg um Teigsskóg. 4. október 2018 21:00
Telja hagstæðast og fljótlegast að leggja veginn um Teigsskóg Vegagerðin stendur við fyrri tillögu um að Vestfjarðavegur verði lagður um Teigsskóg. Sérfræðingar hennar telja brú yfir mynni Þorskafjarðar nærri fjórum milljörðum króna dýrari. 16. október 2018 21:00
Vestfirðingar sagðir mosavaxnir á biðinni eftir vegi um Teigsskóg Samgönguráðherra vonast til að vegarlagning um Teigsskóg geti hafist sumarið 2019, eftir rúmt ár, og að verklok verði haustið 2022. 5. júní 2018 20:30
Bændur gegn brú yfir Þorskafjörð og segja að bújörðum yrði fórnað Stórbrú þvert yfir mynni Þorskafjarðar í stað vegar um Teigsskóg mætir harðri andstöðu eigenda fjögurra bújarða í Reykhólasveit. Þeir segja sorglegt að orðið sáttaleið sé notað um þessa tillögu. 3. október 2018 22:15
Skora á Alþingi að lögfesta veglínu í gegnum Teigsskóg Hópur íbúa í Reykhólahreppi, sem kallar sig Velunnara Þ.H.-leiðar, hvetur íbúa til að senda áskorun til Alþingis um að veglína Vestfjarðavegar um Teigsskóg verði lögfest. 11. október 2018 14:00