Líklegt að May standist vantraust: Hyggst ekki leiða flokkinn í gegn um næstu kosningar Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 12. desember 2018 18:00 Atkvæðagreiðsla um vantraust á hendur May stendur nú yfir. AP/Tim Ireland Þingflokksfundur Íhaldsflokksins hófst klukkan sex og reikna má með að úrslit atkvæðagreiðslu um vantraust verði ljós rétt eftir klukkan átta. Í morgun varð það gert ljóst að meira en 48 þingmenn íhaldsflokksins höfðu óskað þess að vantraust yrði tekið á dagskrá innan þingflokksins og hefur þingflokksformaður Íhaldsmanna orðið við því. Kornið sem fyllti mælinn fyrir harðlínumenn í Íhaldsflokknum var ákvörðun Theresu May að fresta atkvæðagreiðslu í breska þinginu um útgöngusáttmála Bretlands og Evrópusambandins. Almenn óánægja hefur ríkt með sáttmálann og nær öruggt að hann yrði felldur yrði greitt um hann atkvæði. May hefur áður mætt miklum mótbyr og hefur heitið því að berjast gegn áskoruninni með kjafti og klóm. Hún hefur þó tilkynnt að hún muni hætta sem leiðtogi fyrir næstu þingkosningar en margir andstæðinga hennar óttast gengi flokksins ef hún myndi leiða hann í gegn um kosningar.Fjölmargir þingmenn hafa lýst yfir stuðningi við May og spáir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, því að hún nái að standast þetta áhlaup. „Menn hafa verið að telja þetta saman í allan dag og eins og þetta lítur út núna þá er líklegt að hún standi þetta af sér að það dugi ekki til fyrir áskorendurnar að koma henni frá núna,“ segir Eiríkur. Samkvæmt talningu The Guardian hafa 160 þingmenn Íhaldsflokksins lýst yfir stuðningi við May, 28 ætla að greiða atkvæði með vantrausti en 128 hafa ekki gefið upp afstöðu sína. May þarf atkvæði 158 til að standast vantraust. Gerist það má ekki leggja fram vantraust innan Íhaldsflokksins í 12 mánuði. Eiríkur segir að þannig muni hún hljóta ákveðið skjól frá eigin flokksfélögum en enn geti stjórnarandstaðan gripið til vopna. „Ef að stór hluti þingflokks Íhaldsmanna greiðir atkvæði gegn henni skapast færi fyrir Verkamannaflokkinn að bera fram vantraustsyfirlýsingu á hana sem forsætisráðherra,“ segir hann. Þrátt fyrir að May muni standa af sér öll áhlaup er enn ekki fyrirséð hvernig hún muni ná útgöngusáttmálanum í gegn um breska þingið. Mikil andstaða er við sáttmálann og leiðtogar Evrópusambandsins segja að ekki sé mögulegt að endursemja um efni hans. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Íhaldsmenn lýsa vantrausti á Theresu May Breski forsætisráðherrann þarf að berjast fyrir pólitísku lífi sínu í formannskjöri Íhaldsflokksins í kvöld. 12. desember 2018 07:55 May sat fyrir svörum í þinginu Brexit var til harðrar umræðu í fyrirspurnatíma forsætirsáðherra í breska þinginu. 12. desember 2018 12:08 Corbyn ekki til í vantraust strax Leiðtogi Verkamannaflokksins leggur ekki fram vantrauststillögu fyrr en hann getur verið viss um meirihluta. Æ fleiri Íhaldsmenn snúast gegn Theresu May. Hún fór til Brussel í gær og ræddi við toppa ESB. 12. desember 2018 07:00 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Fleiri fréttir Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Sjá meira
Þingflokksfundur Íhaldsflokksins hófst klukkan sex og reikna má með að úrslit atkvæðagreiðslu um vantraust verði ljós rétt eftir klukkan átta. Í morgun varð það gert ljóst að meira en 48 þingmenn íhaldsflokksins höfðu óskað þess að vantraust yrði tekið á dagskrá innan þingflokksins og hefur þingflokksformaður Íhaldsmanna orðið við því. Kornið sem fyllti mælinn fyrir harðlínumenn í Íhaldsflokknum var ákvörðun Theresu May að fresta atkvæðagreiðslu í breska þinginu um útgöngusáttmála Bretlands og Evrópusambandins. Almenn óánægja hefur ríkt með sáttmálann og nær öruggt að hann yrði felldur yrði greitt um hann atkvæði. May hefur áður mætt miklum mótbyr og hefur heitið því að berjast gegn áskoruninni með kjafti og klóm. Hún hefur þó tilkynnt að hún muni hætta sem leiðtogi fyrir næstu þingkosningar en margir andstæðinga hennar óttast gengi flokksins ef hún myndi leiða hann í gegn um kosningar.Fjölmargir þingmenn hafa lýst yfir stuðningi við May og spáir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, því að hún nái að standast þetta áhlaup. „Menn hafa verið að telja þetta saman í allan dag og eins og þetta lítur út núna þá er líklegt að hún standi þetta af sér að það dugi ekki til fyrir áskorendurnar að koma henni frá núna,“ segir Eiríkur. Samkvæmt talningu The Guardian hafa 160 þingmenn Íhaldsflokksins lýst yfir stuðningi við May, 28 ætla að greiða atkvæði með vantrausti en 128 hafa ekki gefið upp afstöðu sína. May þarf atkvæði 158 til að standast vantraust. Gerist það má ekki leggja fram vantraust innan Íhaldsflokksins í 12 mánuði. Eiríkur segir að þannig muni hún hljóta ákveðið skjól frá eigin flokksfélögum en enn geti stjórnarandstaðan gripið til vopna. „Ef að stór hluti þingflokks Íhaldsmanna greiðir atkvæði gegn henni skapast færi fyrir Verkamannaflokkinn að bera fram vantraustsyfirlýsingu á hana sem forsætisráðherra,“ segir hann. Þrátt fyrir að May muni standa af sér öll áhlaup er enn ekki fyrirséð hvernig hún muni ná útgöngusáttmálanum í gegn um breska þingið. Mikil andstaða er við sáttmálann og leiðtogar Evrópusambandsins segja að ekki sé mögulegt að endursemja um efni hans.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Íhaldsmenn lýsa vantrausti á Theresu May Breski forsætisráðherrann þarf að berjast fyrir pólitísku lífi sínu í formannskjöri Íhaldsflokksins í kvöld. 12. desember 2018 07:55 May sat fyrir svörum í þinginu Brexit var til harðrar umræðu í fyrirspurnatíma forsætirsáðherra í breska þinginu. 12. desember 2018 12:08 Corbyn ekki til í vantraust strax Leiðtogi Verkamannaflokksins leggur ekki fram vantrauststillögu fyrr en hann getur verið viss um meirihluta. Æ fleiri Íhaldsmenn snúast gegn Theresu May. Hún fór til Brussel í gær og ræddi við toppa ESB. 12. desember 2018 07:00 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Fleiri fréttir Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Sjá meira
Íhaldsmenn lýsa vantrausti á Theresu May Breski forsætisráðherrann þarf að berjast fyrir pólitísku lífi sínu í formannskjöri Íhaldsflokksins í kvöld. 12. desember 2018 07:55
May sat fyrir svörum í þinginu Brexit var til harðrar umræðu í fyrirspurnatíma forsætirsáðherra í breska þinginu. 12. desember 2018 12:08
Corbyn ekki til í vantraust strax Leiðtogi Verkamannaflokksins leggur ekki fram vantrauststillögu fyrr en hann getur verið viss um meirihluta. Æ fleiri Íhaldsmenn snúast gegn Theresu May. Hún fór til Brussel í gær og ræddi við toppa ESB. 12. desember 2018 07:00