Áætlun um gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu undirrituð Jóhann K. Jóhannsson skrifar 12. desember 2018 12:15 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra og Alma D. Möller, landlæknir undirrita Áætlun um gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu 2019-2030 Vísir/JóhannK Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Alma Möller landlæknir kynntu nú fyrir hádegið áætlun um gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu til næstu ellefu ára. Ráðherra segir áætlunina lið í að ná utan um vanda heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi. Áætlunin um gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu 2019–2030 var samþykkt og undirrituð af heilbrigðisráðherra og landlækni í morgun en með henni eru sett fram mikilvæg viðmið og leiðbeiningar um grundvallarþætti heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi. Áætlunin mun ásamt Heilbrigðisstefnu ráðherra, sem nú er í umsagnarferli, verða einn af hornsteinum heilbrigðisþjónustunnar. Svandís segir áætlunina fyrst og fremst ná til öryggis- og gæðamála. „Við erum í rauninni að tala um að það sé farið sérstaklega yfir þá þjónustu sem verið er að veita og að hún sé þannig að öryggi sjúklinga sé í fyrirrúmi í öllum þáttum þjónustunnar. Alveg sama hvort við erum að tala um heilsugæsluna eða flóknar aðgerðir á Landspítalanum og svo framvegis,“ segir ráðherra.Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherravísir/vilhelmVandi heilbrigðisþjónustunnar mikill Vandi heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi er margþættur og undanfarna daga höfum við heyrt af miklu álagi sem er á Landspítalanum. Forstjóri spítalans sagði í vikulegum pistli sínum á föstudag að rúmanýting hefði keyrt um þverbak en nýtingin var 117 prósent. Hann bætti við að við þær aðstæður væri augljóst að öryggi sjúklinga sé ekki tryggt. Erum við búin að ná utan um vandann sem er í heilbrigðisþjónustunni á Íslandi?„Nei við erum engan veginn búin að því. Við erum að setja saman heilbrigðisstefnu. Hún er í drögum á Samráðasgátt Stjórnarráðsins en heilbrigðisstefna er grundvöllur þess að við sjáum heildarmyndina og getum komið í veg fyrir það að við séum annars vegar í tvíverknaði og hins vegar séum við að hlaða upp biðlistum þannig að við séum í raun og veru með heildarsýnina og stefnan sé heildræn og samfelld og öryggi sjúklinga sé í fyrirrúmi alls staðar,“ sagði Svandís.Alma D. Möller, landlæknirStöð 2/AðsendÞannig mun áætlunin fylgja heilbrigðisstefnu ráðuneytisins sem nú er í umsagnarferli. Alma D. Möller landlæknir segir áætlunina til þess að takast á við vandamálin innan heilbrigðisþjónustunnar. „Þetta einmitt hjálpar okkur að taka á þeim og þetta er eitt af því sem að við höfum ekki efni á að gera ekki,“ segir Alma. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Raunhæfa og markvissa heilbrigðisstefnu fyrir alla Eitt markmiða í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er að fullvinna heildstæða heilbrigðisstefnu fyrir Ísland með hliðsjón af þörfum allra landsmanna og skilgreina betur hlutverk einstakra þátta innan heilbrigðisþjónustunnar og samspil þeirra. 6. desember 2018 07:00 Yfirfullt og ekki öruggt á spítala Þetta segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í pistli á vefsíðu sjúkrahússins. 10. desember 2018 06:30 Öldrunarþjónustan á Íslandi - brettum upp ermar! Í grein sem kom út í hinu virta breska læknatímariti Lancet í maí 2017 var birtur samanburður á aðgengi og gæðum heilbrigðisþjónustu meðal 195 landa og svæða í heiminum árin 1990 til 2015. Hafnaði Ísland þar í öðru sæti rétt á eftir smáríkinu Andorra með næstbestu vísitölu aðgengis og gæða. 16. nóvember 2018 06:30 „Því miður kemur þó fyrir við sérstakar aðstæður að grípa verður til óyndisúrræða“ Forstjóri Landspítalans nefndi mál 92 ára konu sem gisti nótt inni á salerni í vikulegum forstjórapistli sínum. 23. nóvember 2018 21:02 Alvarlegt ástand á Landspítalanum Alvarlegt ástand skapaðist á Landspítalanum í síðustu viku og fór nýting rúma á bráðalegudeild upp í 117 prósent. Læknaráð bendir á að partur af vandanum sé vegna lakrar þjónustu við aldraða. 10. desember 2018 22:00 Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Alma Möller landlæknir kynntu nú fyrir hádegið áætlun um gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu til næstu ellefu ára. Ráðherra segir áætlunina lið í að ná utan um vanda heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi. Áætlunin um gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu 2019–2030 var samþykkt og undirrituð af heilbrigðisráðherra og landlækni í morgun en með henni eru sett fram mikilvæg viðmið og leiðbeiningar um grundvallarþætti heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi. Áætlunin mun ásamt Heilbrigðisstefnu ráðherra, sem nú er í umsagnarferli, verða einn af hornsteinum heilbrigðisþjónustunnar. Svandís segir áætlunina fyrst og fremst ná til öryggis- og gæðamála. „Við erum í rauninni að tala um að það sé farið sérstaklega yfir þá þjónustu sem verið er að veita og að hún sé þannig að öryggi sjúklinga sé í fyrirrúmi í öllum þáttum þjónustunnar. Alveg sama hvort við erum að tala um heilsugæsluna eða flóknar aðgerðir á Landspítalanum og svo framvegis,“ segir ráðherra.Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherravísir/vilhelmVandi heilbrigðisþjónustunnar mikill Vandi heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi er margþættur og undanfarna daga höfum við heyrt af miklu álagi sem er á Landspítalanum. Forstjóri spítalans sagði í vikulegum pistli sínum á föstudag að rúmanýting hefði keyrt um þverbak en nýtingin var 117 prósent. Hann bætti við að við þær aðstæður væri augljóst að öryggi sjúklinga sé ekki tryggt. Erum við búin að ná utan um vandann sem er í heilbrigðisþjónustunni á Íslandi?„Nei við erum engan veginn búin að því. Við erum að setja saman heilbrigðisstefnu. Hún er í drögum á Samráðasgátt Stjórnarráðsins en heilbrigðisstefna er grundvöllur þess að við sjáum heildarmyndina og getum komið í veg fyrir það að við séum annars vegar í tvíverknaði og hins vegar séum við að hlaða upp biðlistum þannig að við séum í raun og veru með heildarsýnina og stefnan sé heildræn og samfelld og öryggi sjúklinga sé í fyrirrúmi alls staðar,“ sagði Svandís.Alma D. Möller, landlæknirStöð 2/AðsendÞannig mun áætlunin fylgja heilbrigðisstefnu ráðuneytisins sem nú er í umsagnarferli. Alma D. Möller landlæknir segir áætlunina til þess að takast á við vandamálin innan heilbrigðisþjónustunnar. „Þetta einmitt hjálpar okkur að taka á þeim og þetta er eitt af því sem að við höfum ekki efni á að gera ekki,“ segir Alma.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Raunhæfa og markvissa heilbrigðisstefnu fyrir alla Eitt markmiða í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er að fullvinna heildstæða heilbrigðisstefnu fyrir Ísland með hliðsjón af þörfum allra landsmanna og skilgreina betur hlutverk einstakra þátta innan heilbrigðisþjónustunnar og samspil þeirra. 6. desember 2018 07:00 Yfirfullt og ekki öruggt á spítala Þetta segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í pistli á vefsíðu sjúkrahússins. 10. desember 2018 06:30 Öldrunarþjónustan á Íslandi - brettum upp ermar! Í grein sem kom út í hinu virta breska læknatímariti Lancet í maí 2017 var birtur samanburður á aðgengi og gæðum heilbrigðisþjónustu meðal 195 landa og svæða í heiminum árin 1990 til 2015. Hafnaði Ísland þar í öðru sæti rétt á eftir smáríkinu Andorra með næstbestu vísitölu aðgengis og gæða. 16. nóvember 2018 06:30 „Því miður kemur þó fyrir við sérstakar aðstæður að grípa verður til óyndisúrræða“ Forstjóri Landspítalans nefndi mál 92 ára konu sem gisti nótt inni á salerni í vikulegum forstjórapistli sínum. 23. nóvember 2018 21:02 Alvarlegt ástand á Landspítalanum Alvarlegt ástand skapaðist á Landspítalanum í síðustu viku og fór nýting rúma á bráðalegudeild upp í 117 prósent. Læknaráð bendir á að partur af vandanum sé vegna lakrar þjónustu við aldraða. 10. desember 2018 22:00 Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira
Raunhæfa og markvissa heilbrigðisstefnu fyrir alla Eitt markmiða í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er að fullvinna heildstæða heilbrigðisstefnu fyrir Ísland með hliðsjón af þörfum allra landsmanna og skilgreina betur hlutverk einstakra þátta innan heilbrigðisþjónustunnar og samspil þeirra. 6. desember 2018 07:00
Yfirfullt og ekki öruggt á spítala Þetta segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í pistli á vefsíðu sjúkrahússins. 10. desember 2018 06:30
Öldrunarþjónustan á Íslandi - brettum upp ermar! Í grein sem kom út í hinu virta breska læknatímariti Lancet í maí 2017 var birtur samanburður á aðgengi og gæðum heilbrigðisþjónustu meðal 195 landa og svæða í heiminum árin 1990 til 2015. Hafnaði Ísland þar í öðru sæti rétt á eftir smáríkinu Andorra með næstbestu vísitölu aðgengis og gæða. 16. nóvember 2018 06:30
„Því miður kemur þó fyrir við sérstakar aðstæður að grípa verður til óyndisúrræða“ Forstjóri Landspítalans nefndi mál 92 ára konu sem gisti nótt inni á salerni í vikulegum forstjórapistli sínum. 23. nóvember 2018 21:02
Alvarlegt ástand á Landspítalanum Alvarlegt ástand skapaðist á Landspítalanum í síðustu viku og fór nýting rúma á bráðalegudeild upp í 117 prósent. Læknaráð bendir á að partur af vandanum sé vegna lakrar þjónustu við aldraða. 10. desember 2018 22:00