Engin viðurlög en gengið út frá því að hlutverk Alþingis sé virt Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 12. desember 2018 11:56 Steingrímur J. Sigfússon þingforseti segir mikilvægt að þeir sem boðaðir séu fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis svari kallinu. Vísir/Vilhelm Forseti Alþingis segir að almennt sé treyst á að menn bregðist vel við fundarboði hjá stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd Alþingis. Sjaldgæft sé að það sé ekki gert. Formaður og þingmaður Miðflokksins svöruðu ekki ítrekuðum fundarboðum nefndarinnar. Ekkert verður af opnum fundi stjórnskipunar og eftirlitsnefndar sem hefjast átti klukkan tíu í morgun vegna þess að hvortki Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins né Gunnar Bragi Sveinssson þingmaður flokksins svöruðu ítekuðum fundarboðum nefndarinnar. Á opna fundinum átti að ræða fund þeirra Sigmundar Davíðs, Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og Bjarna Benediktssonar um áhuga Gunnars Braga á því að gegna sendiherrastöðu. Á upptökunum af samræðum þingmanna á Klaustur Bar heyrast Gunnar Bragi og Sigmundur halda því fram að Gunnar Bragi hafi fengið vilyrði fyrir því að hann fengi sendiherrastöðu í skiptum fyrir að hafa skipað Geir H. Haarde sendiherra í Bandaríkjunum í utanríkisráðherratíð sinni. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis segir sjaldgæft að fundarboð nefnda sé ekki virt. Hann minnir á að Gunnar Bragi og Sigmundur Davíð eru kallaðir fyrir nefndina sem fyrrverandi ráðherrar.Gunnar Bragi skipaði Árna Þór Sigurðsson og Geir Haarde sendiherra og tjáði þingmönnum á Klausturbar að hann teldi sig eiga inni greiða á móti. Síðan hefur hann sagt þau orð sína hafa verið lygi.Vísir„Það er alveg ljóst að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd er sá aðili sem er samkvæmt lögum lykilaðili í eftirlitshlutverki Alþingis með framkvæmdavaldinu. Það er sérstaklega kveðið á um að nefndin skuli hafa frumkvæði að því að kanna ákvarðanir einstakra ráðherra eða verklag þeirra sem ástæða þykir til að athuga á grundvelli þess eftirlitshlutverks sem Alþingi hefur með framkvæmdavaldinu. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd er í mjög sterkri stöðu,“ segir Steingrímur. Það sé alveg ljóst að það taki bæði til starfandi ráðherra og fyrrverandi ráðherra vegna þeirra embættisathafna sem nefndin hefur ákveðið að skoða. Í þessu samhengi skipti ekki máli að um þingmenn sé að ræða. „Við göngum almennt út frá því að menn bregðist vel við og verði við slíku þegar nefndin óskar eftir að fá þá á sinn fund. Vonandi tekst að koma á þessum fundi í framhaldinu þótt það hafi ekki gengið í fyrstu atrennu,“ segir Steingrímur. Auðvitað geti einhverjar aðstæður hindrað einstaka fundi.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.Vísir/vilhelm„En við göngum almennt út frá því að menn taki þetta hlutverk Alþingis alvarlega og virði það. Þessi ákvæði voru öll sömul styrkt mikið í framhaldi af rannsóknarskýrslu Alþingis, talsvert lagt í það að styrkja Alþingi hvað varðar þennan eftirlitssþátt.“ Auðvitað sé mikilvægur hluti af því að menn mæti fyrir nefndina óski hún eftir því og hafi gilt tilefni til. Hann reiknar með því að nefndin haldi áfram að reyna að ná í Gunnar Braga og Sigmund Davíð, það sé þó ekki í hans höndum enda nefndin óháð í sínum störfum. Hann segir engin viðurlög við því að mæta ekki, ekki í beinum skilningi. „En það er auðvitað alveg ljóst að það má beita þrýstingi í þeim efnum ef þess þarf. En það eru ekki bein viðurlög eða refsiákvæði, enda almennt ekki þörf fyrir slíkt.“ Alþingi Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
Forseti Alþingis segir að almennt sé treyst á að menn bregðist vel við fundarboði hjá stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd Alþingis. Sjaldgæft sé að það sé ekki gert. Formaður og þingmaður Miðflokksins svöruðu ekki ítrekuðum fundarboðum nefndarinnar. Ekkert verður af opnum fundi stjórnskipunar og eftirlitsnefndar sem hefjast átti klukkan tíu í morgun vegna þess að hvortki Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins né Gunnar Bragi Sveinssson þingmaður flokksins svöruðu ítekuðum fundarboðum nefndarinnar. Á opna fundinum átti að ræða fund þeirra Sigmundar Davíðs, Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og Bjarna Benediktssonar um áhuga Gunnars Braga á því að gegna sendiherrastöðu. Á upptökunum af samræðum þingmanna á Klaustur Bar heyrast Gunnar Bragi og Sigmundur halda því fram að Gunnar Bragi hafi fengið vilyrði fyrir því að hann fengi sendiherrastöðu í skiptum fyrir að hafa skipað Geir H. Haarde sendiherra í Bandaríkjunum í utanríkisráðherratíð sinni. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis segir sjaldgæft að fundarboð nefnda sé ekki virt. Hann minnir á að Gunnar Bragi og Sigmundur Davíð eru kallaðir fyrir nefndina sem fyrrverandi ráðherrar.Gunnar Bragi skipaði Árna Þór Sigurðsson og Geir Haarde sendiherra og tjáði þingmönnum á Klausturbar að hann teldi sig eiga inni greiða á móti. Síðan hefur hann sagt þau orð sína hafa verið lygi.Vísir„Það er alveg ljóst að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd er sá aðili sem er samkvæmt lögum lykilaðili í eftirlitshlutverki Alþingis með framkvæmdavaldinu. Það er sérstaklega kveðið á um að nefndin skuli hafa frumkvæði að því að kanna ákvarðanir einstakra ráðherra eða verklag þeirra sem ástæða þykir til að athuga á grundvelli þess eftirlitshlutverks sem Alþingi hefur með framkvæmdavaldinu. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd er í mjög sterkri stöðu,“ segir Steingrímur. Það sé alveg ljóst að það taki bæði til starfandi ráðherra og fyrrverandi ráðherra vegna þeirra embættisathafna sem nefndin hefur ákveðið að skoða. Í þessu samhengi skipti ekki máli að um þingmenn sé að ræða. „Við göngum almennt út frá því að menn bregðist vel við og verði við slíku þegar nefndin óskar eftir að fá þá á sinn fund. Vonandi tekst að koma á þessum fundi í framhaldinu þótt það hafi ekki gengið í fyrstu atrennu,“ segir Steingrímur. Auðvitað geti einhverjar aðstæður hindrað einstaka fundi.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.Vísir/vilhelm„En við göngum almennt út frá því að menn taki þetta hlutverk Alþingis alvarlega og virði það. Þessi ákvæði voru öll sömul styrkt mikið í framhaldi af rannsóknarskýrslu Alþingis, talsvert lagt í það að styrkja Alþingi hvað varðar þennan eftirlitssþátt.“ Auðvitað sé mikilvægur hluti af því að menn mæti fyrir nefndina óski hún eftir því og hafi gilt tilefni til. Hann reiknar með því að nefndin haldi áfram að reyna að ná í Gunnar Braga og Sigmund Davíð, það sé þó ekki í hans höndum enda nefndin óháð í sínum störfum. Hann segir engin viðurlög við því að mæta ekki, ekki í beinum skilningi. „En það er auðvitað alveg ljóst að það má beita þrýstingi í þeim efnum ef þess þarf. En það eru ekki bein viðurlög eða refsiákvæði, enda almennt ekki þörf fyrir slíkt.“
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira