Morðinginn í Charlottesville dæmdur í lífstíðarfangelsi Kjartan Kjartansson skrifar 12. desember 2018 07:44 Mynd af Heather Heyer, konunni sem lést þegar maðurinn ók bíl sínum inn í hópinn, umkringd blómum og kertum. Vísir/EPA Rúmlega tvítugur nýnasisti sem drap konu á fertugsaldri þegar hann ók bíl sínum inn í hóp mótmælenda í borginni Charlottesville í Bandaríkjunum í fyrra var dæmdur í lífstíðarfangelsi í gær. Hann gæti enn átt dauðadóm yfir höfði sér í máli alríkisstjórnarinnar gegn honum. James A. Fields yngri var á meðal þátttakenda í stærstu samkomu hvítra þjóðernissinna í Bandaríkjunum um árabil sem haldin var í borginni í ágúst í fyrra. Samkoman bar yfirskriftina „Sameinum hægrið“ og beindist að nafninu til gegn því að borgaryfirvöld fjarlægðu styttu af Robert E. Lee, herforingja Suðurríkjanna. Í brýnu sló á milli hvítu þjóðernissinnanna og fólks sem mótmælti þeim. Slógust fylkingarnar á götum úti á meðan lögreglan hafði sig lítið frammi til að stöðva átökin. Í miðri ringulreiðinni ók Fields bíl sínum niður þrönga götu og inn í hóp mótmælenda. Heather Hayer, 32 ára gömul kona, lét lífið og 35 aðrir særðust, sumir þeirra alvarlega. Kviðdómur dæmdi Fields í alls 419 ára fangelsi fyrir glæpi sína og til að greiða tæplega hálfa milljón dollara í sektir í gær. Dómari kveður upp endanlegan dóm yfir honum í lok mars. Hann gæti mildað dóminn en samkvæmt lögum er ekki hægt að þyngja hann, að sögn Washington Post. Alríkisstjórn Bandaríkjanna hefur einnig ákært Fields fyrir hatursglæpi. Við einu brotanna sem hann er ákærður fyrir liggur dauðarefsing. Dómsmálaráðuneytið hefur ekki gefið út hvort það sækist eftir dauðadómi yfir Fields og ekki hefur verið ákveðið hvenær málið verður tekið fyrir. Hvítir þjóðernissinnar, nýnasistar og Kú Klúx Klan-liðar voru á meðal þeirra sem komu saman í „Sameinum hægrið“ í Charlottesville. Hópurinn fór meðal annars í blysför þar sem hrópuð voru rasísk slagorð eins og „gyðingar munu ekki koma í staðinn fyrir okkur“. Donald Trump Bandaríkjaforseti vakti mikla hneykslun og reiði þegar hann þráaðist við að fordæma hvítu þjóðernissinnanna sérstaklega og sagði á endanum að „mjög fínt fólk“ hafi verið í röðum bæði hvítu þjóðernissinnanna og mótmælenda þeirra. Bandaríkin Donald Trump Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Nýnasisti dæmdur fyrir morð vegna bílárásarinnar í Charlottesville Kviðdómendur töldu manninn hafa ekið inn í hóp mótmælenda að yfirlögðu ráði. 8. desember 2018 09:04 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Rúmlega tvítugur nýnasisti sem drap konu á fertugsaldri þegar hann ók bíl sínum inn í hóp mótmælenda í borginni Charlottesville í Bandaríkjunum í fyrra var dæmdur í lífstíðarfangelsi í gær. Hann gæti enn átt dauðadóm yfir höfði sér í máli alríkisstjórnarinnar gegn honum. James A. Fields yngri var á meðal þátttakenda í stærstu samkomu hvítra þjóðernissinna í Bandaríkjunum um árabil sem haldin var í borginni í ágúst í fyrra. Samkoman bar yfirskriftina „Sameinum hægrið“ og beindist að nafninu til gegn því að borgaryfirvöld fjarlægðu styttu af Robert E. Lee, herforingja Suðurríkjanna. Í brýnu sló á milli hvítu þjóðernissinnanna og fólks sem mótmælti þeim. Slógust fylkingarnar á götum úti á meðan lögreglan hafði sig lítið frammi til að stöðva átökin. Í miðri ringulreiðinni ók Fields bíl sínum niður þrönga götu og inn í hóp mótmælenda. Heather Hayer, 32 ára gömul kona, lét lífið og 35 aðrir særðust, sumir þeirra alvarlega. Kviðdómur dæmdi Fields í alls 419 ára fangelsi fyrir glæpi sína og til að greiða tæplega hálfa milljón dollara í sektir í gær. Dómari kveður upp endanlegan dóm yfir honum í lok mars. Hann gæti mildað dóminn en samkvæmt lögum er ekki hægt að þyngja hann, að sögn Washington Post. Alríkisstjórn Bandaríkjanna hefur einnig ákært Fields fyrir hatursglæpi. Við einu brotanna sem hann er ákærður fyrir liggur dauðarefsing. Dómsmálaráðuneytið hefur ekki gefið út hvort það sækist eftir dauðadómi yfir Fields og ekki hefur verið ákveðið hvenær málið verður tekið fyrir. Hvítir þjóðernissinnar, nýnasistar og Kú Klúx Klan-liðar voru á meðal þeirra sem komu saman í „Sameinum hægrið“ í Charlottesville. Hópurinn fór meðal annars í blysför þar sem hrópuð voru rasísk slagorð eins og „gyðingar munu ekki koma í staðinn fyrir okkur“. Donald Trump Bandaríkjaforseti vakti mikla hneykslun og reiði þegar hann þráaðist við að fordæma hvítu þjóðernissinnanna sérstaklega og sagði á endanum að „mjög fínt fólk“ hafi verið í röðum bæði hvítu þjóðernissinnanna og mótmælenda þeirra.
Bandaríkin Donald Trump Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Nýnasisti dæmdur fyrir morð vegna bílárásarinnar í Charlottesville Kviðdómendur töldu manninn hafa ekið inn í hóp mótmælenda að yfirlögðu ráði. 8. desember 2018 09:04 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Nýnasisti dæmdur fyrir morð vegna bílárásarinnar í Charlottesville Kviðdómendur töldu manninn hafa ekið inn í hóp mótmælenda að yfirlögðu ráði. 8. desember 2018 09:04