Enn til umræðu hvort UJ krefjist afsagnar Ágústs Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. desember 2018 13:30 Ágúst Ólafur Ágústsson hefur tekið sér tveggja mánaða leyfi vegna málsins. Fréttablaðið/Stefán Ungir Jafnaðarmenn (UJ), ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, líta áreitnismál Ágústar Ólafs Ágústssonar þingmanns flokksins grafalvarlegum augum, að sögn Nikólínu Hildar Sveinsdóttur, formanns hreyfingarinnar. Hún segist vera þakklát Báru Huld Beck fyrir að greina frá sinni hlið málsins, rétt eins og stofnunum flokksins sem höfðu málið til meðferðar. Nikólína segir UJ þó ekki kalla eftir afsögn Ágústs á þessari stundu, eins og þeir gerðu í tifelli Klaustursþingmannanna sex. Málið sé enn til umræðu og hreyfingunni hafi ekki gefist færi á að ræða nýjustu vendingar til hlítar. Ágúst Ólafur sendi frá sér yfirlýsingu á föstudagskvöld þar sem hann greindi frá því að hann væri farinn í tveggja mánaða leyfi frá þingstörfum. Ástæðan væri sú að hann hefði fengið áminningu frá trúnaðarnefnd flokksins vegna samskipta við konu í upphafi sumars. Umrædd kona er Bára Huld sem í dag sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hún greinir í ítarlegu máli frá sinni upplifun af áreitni Ágústs.Sjá einnig: Bára Huld segir Ágúst gera minna úr atvikinu en efni standa til Mál Ágústs hefur verið borið saman við framgöngu Klaustursþingmannanna sex sem staðnir voru að því að úthúða konum, hinsegin fólki og fötluðum yfir ölglasi í lok nóvember. Kallað hefur verið eftir afsögn þingmannanna úr ýmsum áttum, til að mynda af Ungum Jafnaðarmönnum. „Traust ungs fólks og almennings til Alþingis er þegar orðið rýrt, einmitt vegna þess að mál sem þetta hafa hingað til verið tekin vettlingatökum og þingmenn ekki látnir axla ábyrgð á gjörðum sínum,“ sagði meðal annars í yfirlýsingu UJ sem send var út tveimur dögum eftir að fyrstu fréttir bárust af Klaustursmálinu. Nikólína Hildur Sveinsdóttir, formaður Ungra Jafnaðarmanna, segir í samtali við Vísi að mögulegt ákall um afsögn Ágústs sé enn til umræðu innan hreyfingarinnar. Stutt sé að málið kom upp á yfirborðið og yfirlýsing Báru Huldar í dag hafi sett málið í nýtt ljós. „Það eru allir í frekar miklu uppnámi yfir þessu og ég get ekki svarað fyrir það hvort að við ætlum að aðhafast eitthvað strax,“ segir Nikólína. Fátt sé í hendi á þessari stundu, málið sé einfaldlega til umræðu í UJ og ekki liggi fyrir hvenær von sé á afstöðu hreyfingarinnar. Málið sé þó litið grafalvarlegum augum.Nikólína Hildur Sveinsdóttir er formaður Ungra Jafnaðarmanna.aðsendAðspurð um hvað henni finnist persónulega um málið segist Nikólína vera þakklát Báru Huld fyrir að greina frá sinni hlið á málinu. Það valdi henni jafnframt vonbrigðum að Ágúst Ólafur hafi gert minna úr málinu en tilefni stóð til. „En hann tók líka skref lengra en trúnaðarnefndin krafðist og hann segist vera að vinna í sínum málum. Hvað tekur við af hans hálfu mun svo ekki liggja fyrir en í febrúar,“ segir Nikólína og vísar til þess að þá lýkur leyfinu sem Ágúst Ólafur tók sér vegna málsins. Nikólina vill þó ekki segja af eða á með afsagnarkröfu af hennar hálfu. Hún sé enn að melta nýjustu vendingar í málinu. Nikólína þakkar trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar, sem hafði áreitnismálið til meðferðar, fyrir vel unnin störf og segist hún ánægð með þá verkferla sem stuðst var við í ferlinu. Þetta sé erfitt og fordæmalaust mál. „Það hefur aldrei komið fyrir að gerandi í máli sem þessu stigur fram á undan þolanda. Þetta er skelfilegt mál og ég finn rosalega til með þolanda, ekki síst eftir að hún deildi sinni yfirlýsingu sem setti hlutina í ákveðið ljós,“ segir Nikólína. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Bára Huld segir Ágúst gera minna úr atvikinu en efni standa til Bára Huld Beck, blaðamaður á Kjarnanum, segist tilneidd til að greina frá rangfærslum í máli Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar. 11. desember 2018 11:17 Samfylkingin tilkynnir mál Ágústar Ólafs ekki til siðanefndar Alþingis Mál Ágústar Ólafs Ágústssonar þingmanns verður ekki tilkynnt til siðanefndar Alþingis af hálfu Samylkingarinnar. 10. desember 2018 18:30 Í launalaust leyfi eftir að hafa orðið sér til „háborinnar skammar“ í samskiptum við konu Þetta gerir Ágúst eftir meðferð trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar á málinu em konan tilkynnti það til nefndarinnar. 7. desember 2018 20:39 Vill ekki svara því hvort Ágúst Ólafur eigi að segja af sér Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, vill ekki tjá sig um þann mun á sem er á yfirlýsingum Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns flokksins, og Báru Huldar Beck, blaðamanns á Kjarnanum, á því hvað gerðist á skrifstofu Kjarnans þann 20. júní síðastliðinn. 11. desember 2018 12:28 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Ungir Jafnaðarmenn (UJ), ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, líta áreitnismál Ágústar Ólafs Ágústssonar þingmanns flokksins grafalvarlegum augum, að sögn Nikólínu Hildar Sveinsdóttur, formanns hreyfingarinnar. Hún segist vera þakklát Báru Huld Beck fyrir að greina frá sinni hlið málsins, rétt eins og stofnunum flokksins sem höfðu málið til meðferðar. Nikólína segir UJ þó ekki kalla eftir afsögn Ágústs á þessari stundu, eins og þeir gerðu í tifelli Klaustursþingmannanna sex. Málið sé enn til umræðu og hreyfingunni hafi ekki gefist færi á að ræða nýjustu vendingar til hlítar. Ágúst Ólafur sendi frá sér yfirlýsingu á föstudagskvöld þar sem hann greindi frá því að hann væri farinn í tveggja mánaða leyfi frá þingstörfum. Ástæðan væri sú að hann hefði fengið áminningu frá trúnaðarnefnd flokksins vegna samskipta við konu í upphafi sumars. Umrædd kona er Bára Huld sem í dag sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hún greinir í ítarlegu máli frá sinni upplifun af áreitni Ágústs.Sjá einnig: Bára Huld segir Ágúst gera minna úr atvikinu en efni standa til Mál Ágústs hefur verið borið saman við framgöngu Klaustursþingmannanna sex sem staðnir voru að því að úthúða konum, hinsegin fólki og fötluðum yfir ölglasi í lok nóvember. Kallað hefur verið eftir afsögn þingmannanna úr ýmsum áttum, til að mynda af Ungum Jafnaðarmönnum. „Traust ungs fólks og almennings til Alþingis er þegar orðið rýrt, einmitt vegna þess að mál sem þetta hafa hingað til verið tekin vettlingatökum og þingmenn ekki látnir axla ábyrgð á gjörðum sínum,“ sagði meðal annars í yfirlýsingu UJ sem send var út tveimur dögum eftir að fyrstu fréttir bárust af Klaustursmálinu. Nikólína Hildur Sveinsdóttir, formaður Ungra Jafnaðarmanna, segir í samtali við Vísi að mögulegt ákall um afsögn Ágústs sé enn til umræðu innan hreyfingarinnar. Stutt sé að málið kom upp á yfirborðið og yfirlýsing Báru Huldar í dag hafi sett málið í nýtt ljós. „Það eru allir í frekar miklu uppnámi yfir þessu og ég get ekki svarað fyrir það hvort að við ætlum að aðhafast eitthvað strax,“ segir Nikólína. Fátt sé í hendi á þessari stundu, málið sé einfaldlega til umræðu í UJ og ekki liggi fyrir hvenær von sé á afstöðu hreyfingarinnar. Málið sé þó litið grafalvarlegum augum.Nikólína Hildur Sveinsdóttir er formaður Ungra Jafnaðarmanna.aðsendAðspurð um hvað henni finnist persónulega um málið segist Nikólína vera þakklát Báru Huld fyrir að greina frá sinni hlið á málinu. Það valdi henni jafnframt vonbrigðum að Ágúst Ólafur hafi gert minna úr málinu en tilefni stóð til. „En hann tók líka skref lengra en trúnaðarnefndin krafðist og hann segist vera að vinna í sínum málum. Hvað tekur við af hans hálfu mun svo ekki liggja fyrir en í febrúar,“ segir Nikólína og vísar til þess að þá lýkur leyfinu sem Ágúst Ólafur tók sér vegna málsins. Nikólina vill þó ekki segja af eða á með afsagnarkröfu af hennar hálfu. Hún sé enn að melta nýjustu vendingar í málinu. Nikólína þakkar trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar, sem hafði áreitnismálið til meðferðar, fyrir vel unnin störf og segist hún ánægð með þá verkferla sem stuðst var við í ferlinu. Þetta sé erfitt og fordæmalaust mál. „Það hefur aldrei komið fyrir að gerandi í máli sem þessu stigur fram á undan þolanda. Þetta er skelfilegt mál og ég finn rosalega til með þolanda, ekki síst eftir að hún deildi sinni yfirlýsingu sem setti hlutina í ákveðið ljós,“ segir Nikólína.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Bára Huld segir Ágúst gera minna úr atvikinu en efni standa til Bára Huld Beck, blaðamaður á Kjarnanum, segist tilneidd til að greina frá rangfærslum í máli Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar. 11. desember 2018 11:17 Samfylkingin tilkynnir mál Ágústar Ólafs ekki til siðanefndar Alþingis Mál Ágústar Ólafs Ágústssonar þingmanns verður ekki tilkynnt til siðanefndar Alþingis af hálfu Samylkingarinnar. 10. desember 2018 18:30 Í launalaust leyfi eftir að hafa orðið sér til „háborinnar skammar“ í samskiptum við konu Þetta gerir Ágúst eftir meðferð trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar á málinu em konan tilkynnti það til nefndarinnar. 7. desember 2018 20:39 Vill ekki svara því hvort Ágúst Ólafur eigi að segja af sér Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, vill ekki tjá sig um þann mun á sem er á yfirlýsingum Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns flokksins, og Báru Huldar Beck, blaðamanns á Kjarnanum, á því hvað gerðist á skrifstofu Kjarnans þann 20. júní síðastliðinn. 11. desember 2018 12:28 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Bára Huld segir Ágúst gera minna úr atvikinu en efni standa til Bára Huld Beck, blaðamaður á Kjarnanum, segist tilneidd til að greina frá rangfærslum í máli Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar. 11. desember 2018 11:17
Samfylkingin tilkynnir mál Ágústar Ólafs ekki til siðanefndar Alþingis Mál Ágústar Ólafs Ágústssonar þingmanns verður ekki tilkynnt til siðanefndar Alþingis af hálfu Samylkingarinnar. 10. desember 2018 18:30
Í launalaust leyfi eftir að hafa orðið sér til „háborinnar skammar“ í samskiptum við konu Þetta gerir Ágúst eftir meðferð trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar á málinu em konan tilkynnti það til nefndarinnar. 7. desember 2018 20:39
Vill ekki svara því hvort Ágúst Ólafur eigi að segja af sér Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, vill ekki tjá sig um þann mun á sem er á yfirlýsingum Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns flokksins, og Báru Huldar Beck, blaðamanns á Kjarnanum, á því hvað gerðist á skrifstofu Kjarnans þann 20. júní síðastliðinn. 11. desember 2018 12:28
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent