Hjálpar ekkert að detta út úr Meistaradeildinni Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 11. desember 2018 14:00 Virgil van Dijk hefur verið frábær í liði Liverpool vísir/getty Detti Liverpool út úr Meistaradeild Evrópu mun það ekki hjálpa liðinu í titilbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni. Þetta segir varnarmaðurinn Virgil van Dijk. Hollendingurinn segir hóp Liverpool nógu sterkan til þess að berjast á báðum vígstöðvum og skorar á samherja sína að mæta með kassann út í leikinn gegn Napólí á Anfield í kvöld. Liverpool verður að vinna leikinn, annað hvort 1-0 eða ef Napólí nær að skora þá þarf munurinn að vera að minnsta kosti tvö mörk, til þess að komast áfram upp úr riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Um helgina komst Liverpool á toppinn á ensku úrvalsdeildinni, eina liðið sem er ósigrað eftir að Manchester City tapaði fyrir Chelsea. Stuðningsmenn Liverpool þrá að vinna Englandsmeistaratitilinn að nýju, í fyrsta skipti síðan 1990, og hefur skapast umræða um að kannski sé betra fyrir liðið að detta út úr Meistaradeildinni og geta einbeitt sér að úrvalsdeildinni. „Ég held að þeir sem segi það séu ekki stuðningsmenn Liverpool,“ sagði van Dijk við The Times. „Við viljum berjast á meðal þeirra bestu. Við erum efstir í deildinni núna en það gæti breyst í næstu viku.“ „Við verðum að halda áfram að spila eins vel og við getum og gefa allt í það að komast upp úr riðlinum.“ „Þegar ég horfi á hópinn er ég viss um að liðið geti barist á tveimur vígstöðvum. Við eigum enn eftir að sanna það, en vonandi fáum við tækifæri til þess.“ Leikur Liverpool og Napólí hefst klukkan 20:00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Víkingur | Fram getur blandað sér í toppbaráttuna Í beinni: Valur - FH | Sjóðheitir Valsmenn taka á móti slakasta útivallaliðinu Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Sjá meira
Detti Liverpool út úr Meistaradeild Evrópu mun það ekki hjálpa liðinu í titilbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni. Þetta segir varnarmaðurinn Virgil van Dijk. Hollendingurinn segir hóp Liverpool nógu sterkan til þess að berjast á báðum vígstöðvum og skorar á samherja sína að mæta með kassann út í leikinn gegn Napólí á Anfield í kvöld. Liverpool verður að vinna leikinn, annað hvort 1-0 eða ef Napólí nær að skora þá þarf munurinn að vera að minnsta kosti tvö mörk, til þess að komast áfram upp úr riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Um helgina komst Liverpool á toppinn á ensku úrvalsdeildinni, eina liðið sem er ósigrað eftir að Manchester City tapaði fyrir Chelsea. Stuðningsmenn Liverpool þrá að vinna Englandsmeistaratitilinn að nýju, í fyrsta skipti síðan 1990, og hefur skapast umræða um að kannski sé betra fyrir liðið að detta út úr Meistaradeildinni og geta einbeitt sér að úrvalsdeildinni. „Ég held að þeir sem segi það séu ekki stuðningsmenn Liverpool,“ sagði van Dijk við The Times. „Við viljum berjast á meðal þeirra bestu. Við erum efstir í deildinni núna en það gæti breyst í næstu viku.“ „Við verðum að halda áfram að spila eins vel og við getum og gefa allt í það að komast upp úr riðlinum.“ „Þegar ég horfi á hópinn er ég viss um að liðið geti barist á tveimur vígstöðvum. Við eigum enn eftir að sanna það, en vonandi fáum við tækifæri til þess.“ Leikur Liverpool og Napólí hefst klukkan 20:00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Víkingur | Fram getur blandað sér í toppbaráttuna Í beinni: Valur - FH | Sjóðheitir Valsmenn taka á móti slakasta útivallaliðinu Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti