Hjálpar ekkert að detta út úr Meistaradeildinni Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 11. desember 2018 14:00 Virgil van Dijk hefur verið frábær í liði Liverpool vísir/getty Detti Liverpool út úr Meistaradeild Evrópu mun það ekki hjálpa liðinu í titilbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni. Þetta segir varnarmaðurinn Virgil van Dijk. Hollendingurinn segir hóp Liverpool nógu sterkan til þess að berjast á báðum vígstöðvum og skorar á samherja sína að mæta með kassann út í leikinn gegn Napólí á Anfield í kvöld. Liverpool verður að vinna leikinn, annað hvort 1-0 eða ef Napólí nær að skora þá þarf munurinn að vera að minnsta kosti tvö mörk, til þess að komast áfram upp úr riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Um helgina komst Liverpool á toppinn á ensku úrvalsdeildinni, eina liðið sem er ósigrað eftir að Manchester City tapaði fyrir Chelsea. Stuðningsmenn Liverpool þrá að vinna Englandsmeistaratitilinn að nýju, í fyrsta skipti síðan 1990, og hefur skapast umræða um að kannski sé betra fyrir liðið að detta út úr Meistaradeildinni og geta einbeitt sér að úrvalsdeildinni. „Ég held að þeir sem segi það séu ekki stuðningsmenn Liverpool,“ sagði van Dijk við The Times. „Við viljum berjast á meðal þeirra bestu. Við erum efstir í deildinni núna en það gæti breyst í næstu viku.“ „Við verðum að halda áfram að spila eins vel og við getum og gefa allt í það að komast upp úr riðlinum.“ „Þegar ég horfi á hópinn er ég viss um að liðið geti barist á tveimur vígstöðvum. Við eigum enn eftir að sanna það, en vonandi fáum við tækifæri til þess.“ Leikur Liverpool og Napólí hefst klukkan 20:00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Sjá meira
Detti Liverpool út úr Meistaradeild Evrópu mun það ekki hjálpa liðinu í titilbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni. Þetta segir varnarmaðurinn Virgil van Dijk. Hollendingurinn segir hóp Liverpool nógu sterkan til þess að berjast á báðum vígstöðvum og skorar á samherja sína að mæta með kassann út í leikinn gegn Napólí á Anfield í kvöld. Liverpool verður að vinna leikinn, annað hvort 1-0 eða ef Napólí nær að skora þá þarf munurinn að vera að minnsta kosti tvö mörk, til þess að komast áfram upp úr riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Um helgina komst Liverpool á toppinn á ensku úrvalsdeildinni, eina liðið sem er ósigrað eftir að Manchester City tapaði fyrir Chelsea. Stuðningsmenn Liverpool þrá að vinna Englandsmeistaratitilinn að nýju, í fyrsta skipti síðan 1990, og hefur skapast umræða um að kannski sé betra fyrir liðið að detta út úr Meistaradeildinni og geta einbeitt sér að úrvalsdeildinni. „Ég held að þeir sem segi það séu ekki stuðningsmenn Liverpool,“ sagði van Dijk við The Times. „Við viljum berjast á meðal þeirra bestu. Við erum efstir í deildinni núna en það gæti breyst í næstu viku.“ „Við verðum að halda áfram að spila eins vel og við getum og gefa allt í það að komast upp úr riðlinum.“ „Þegar ég horfi á hópinn er ég viss um að liðið geti barist á tveimur vígstöðvum. Við eigum enn eftir að sanna það, en vonandi fáum við tækifæri til þess.“ Leikur Liverpool og Napólí hefst klukkan 20:00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Sjá meira