Íbúar á Akureyri hugi að niðurföllum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 10. desember 2018 11:47 Snjó kyngdi niður á Akureyri um síðustu helgi. Lítið verður væntanlega eftir af honum um miðja vikuna. Vísir/Tryggvi Páll Versnandi veður er í kortunum með lægð sem gengur þessa stundina inn á landið. Búist er við því að veðrið verði hvað verst hér á suðvesturhorninu og nái hámarki um kvöldmatarleitið. Íbúar á Akureyri eru beðnir um að losa vel frá holræsum því búist er við tíu stiga hita á morgun og því mun snjó leysa mjög hratt. Suðaustan hvassviðri gengur inn á sunnan og vestanvert landið síðdegis með allt að 25 metrum á sekúndu og rigningu á láglendi. Til fjalla er líklegt að úrkoman verði í formi slyddu eða snjókomu. Teitur Arason, vakthafandi veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands búast megi við hríðarveðri á heiðum og fjallvegum um tíma. „Þetta er heiðarlegur stormur sem þýðir það að meðalvindur er vel yfir 20 metra á sekúndu og verður hviðótt undir Eyjafjöllum, á Kjalarnesi og við Hafnarfjall,“ sagði Teitur Arason, vakthafandi veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í samtali við fréttastofu nú fyrir hádegi. Veðrið nær hámarki á Suðvesturhorninu milli klukkan sex og sjö í kvöld þar sem veðrið verður hvað verst. Teitur segir að veðrir gangi svo hratt niður í kvöld þegar skilin verða komin yfir. „Það á aftur á móti enn eftir að versna á norðan- og austanverðu landinu. þar hvessir einnig og verður einhver úrkoma um tíma,“ segir Teitur. Teitur segir að það verði kröftugur lægðagangur alla vikuna, en eftir að lægðin gengur niður í kvöld mun lítil lægðarbylgja ganga yfir. „Hún færir okkur aðra gusu af hvassviðri og hlýrra loft, þannig að við búumst við því að á morgun verði hvöss sunnan átt. Þó ekki það hvöss að það þurfi að vara við henni, sérstaklega þar sem vegir verða orðnir auðir,“ segir Teitur. Eins fram hefur komið hefur snjódýpt á Akureyri verið með mesta móti síðustu dag en líkur á að þar verði breyting á. „Hitinn Norðanlands fer allvíða yfir tíu stigin og þá verður ör snjóbráðnun og þá þarf að athuga það í þéttbýli þar sem það er mikill snjór að passa að leysingavatnið komist sína leið og valdi ekki tjóni, segir Teitur. Teitur segir veðrabrigðin nú í desember ekki óvenjuleg. "Í rauninni eru þetta bara einkenni á íslenska vetrinum, það eru þessar sveiflur. Í nótt var fyrir norðan svona tíu til fimmtán stiga frost en á morgun er búist við tíu til fimmtán stiga hita. Í rauninni má bara segja að þetta sé einkenni á íslenska vetrinum, það eru þessar sveiflur og umhleypingar,“ segir Teitur. Veður Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Versnandi veður er í kortunum með lægð sem gengur þessa stundina inn á landið. Búist er við því að veðrið verði hvað verst hér á suðvesturhorninu og nái hámarki um kvöldmatarleitið. Íbúar á Akureyri eru beðnir um að losa vel frá holræsum því búist er við tíu stiga hita á morgun og því mun snjó leysa mjög hratt. Suðaustan hvassviðri gengur inn á sunnan og vestanvert landið síðdegis með allt að 25 metrum á sekúndu og rigningu á láglendi. Til fjalla er líklegt að úrkoman verði í formi slyddu eða snjókomu. Teitur Arason, vakthafandi veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands búast megi við hríðarveðri á heiðum og fjallvegum um tíma. „Þetta er heiðarlegur stormur sem þýðir það að meðalvindur er vel yfir 20 metra á sekúndu og verður hviðótt undir Eyjafjöllum, á Kjalarnesi og við Hafnarfjall,“ sagði Teitur Arason, vakthafandi veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í samtali við fréttastofu nú fyrir hádegi. Veðrið nær hámarki á Suðvesturhorninu milli klukkan sex og sjö í kvöld þar sem veðrið verður hvað verst. Teitur segir að veðrir gangi svo hratt niður í kvöld þegar skilin verða komin yfir. „Það á aftur á móti enn eftir að versna á norðan- og austanverðu landinu. þar hvessir einnig og verður einhver úrkoma um tíma,“ segir Teitur. Teitur segir að það verði kröftugur lægðagangur alla vikuna, en eftir að lægðin gengur niður í kvöld mun lítil lægðarbylgja ganga yfir. „Hún færir okkur aðra gusu af hvassviðri og hlýrra loft, þannig að við búumst við því að á morgun verði hvöss sunnan átt. Þó ekki það hvöss að það þurfi að vara við henni, sérstaklega þar sem vegir verða orðnir auðir,“ segir Teitur. Eins fram hefur komið hefur snjódýpt á Akureyri verið með mesta móti síðustu dag en líkur á að þar verði breyting á. „Hitinn Norðanlands fer allvíða yfir tíu stigin og þá verður ör snjóbráðnun og þá þarf að athuga það í þéttbýli þar sem það er mikill snjór að passa að leysingavatnið komist sína leið og valdi ekki tjóni, segir Teitur. Teitur segir veðrabrigðin nú í desember ekki óvenjuleg. "Í rauninni eru þetta bara einkenni á íslenska vetrinum, það eru þessar sveiflur. Í nótt var fyrir norðan svona tíu til fimmtán stiga frost en á morgun er búist við tíu til fimmtán stiga hita. Í rauninni má bara segja að þetta sé einkenni á íslenska vetrinum, það eru þessar sveiflur og umhleypingar,“ segir Teitur.
Veður Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira