Innlent

Bein útsending: Alþjóðlegur dagur mannréttinda í Iðnó

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Auður Jónsdóttir rithöfundur er á meðal þeirra sem heldur erindi á fundinum.
Auður Jónsdóttir rithöfundur er á meðal þeirra sem heldur erindi á fundinum. Fréttablaðið/GVA
Opinn fundur mannréttinda- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar á Alþjóðlegum degi mannréttinda hefst klukkan 11:30 í Iðnó. Hægt er að fylgjast með beinu streymi af fundinum hér á Vísi.

Dóra Björt Guðjónsdóttir formaður mannréttinda- og lýðræðisráðs setur fundinn. Erindi flytja Eva Bjarnadóttir, sérfræðingur hjá UNICEF, Eva Huld Ívarsdóttir, meistaranemi í lögfræði, og Auður Jónsdóttir, rithöfundur. Með fundarstjórn fer Gunnlaugur Bragi Björnsson.

Dagskrá fundarins:

11:30 Setning fundar:

Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður mannréttinda- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar

11:40 Hvers þarfnast barn á flótta?

Eva Bjarnadóttir, sérfræðingur hjá UNICEF á Íslandi

12:00 Mannréttindi eða kvenréttindi?

Eva Huld Ívarsdóttir, meistaranemi í lögfræði

12:20 Við getum öll gert eitthvað!

Auður jónsdóttir, rithöfundur

12:40 Umræður og fyrirspurnir



Nálgast má beint streymi af fundinum í spilaranum hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×