Útlit fyrir erfiða leit að nýjum starfsmannastjóra Samúel Karl Ólason skrifar 10. desember 2018 10:30 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Carolyn Kaster Svo virðist sem það verði ekki auðvelt fyrir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að ráða nýjan starfsmannastjóra í Hvíta húsið. John Kelly, núverandi starfsmannastjóri mun hætta um áramótin en samband hans og Trump hefur versnað gífurlega frá því hann tók við stöðunni. Þó nokkrir aðilar eru nú til skoðunar en nokkrir hafa þegar gefið í skyn að þeir vilji hana ekki. Undanfarnar vikur og jafnvel mánuði hefur Trump átt í viðræðum við Nick Ayers, starfsmannastjóra Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna. Sá vildi hins vegar ekki starfa sem starfsmannastjóri Trump lengur en til vors og vildi mikil völd með starfinu, samkvæmt heimildum Politico. Trump vill starfsmannastjóra til minnst tveggja ára.John Kelly er hér lengst til vinstri. Við hlið hans standa þau Ivanka Trump og Jared Kushner en þau tvö voru helstu stuðningsmenn þess að Nick Ayer (til hægri) tæki við Kelly.Getty/Jabin BotsfordAyers tilkynnti ákvörðun sína í gærkvöldi og virðist sem hún hafi komið flestum á óvart. Fjölmiðlar ytra hafa eftir heimildarmönnum sínum innan Hvíta hússins að þeir hefðu talið nánast öruggt að Ayers myndi taka við. Fyrst eftir að Trump tilkynnti að Kelly myndi hætta um áramótin sagði hann að staðgengill hershöfðingjans fyrrverandi yrði opinberaður á næstu tveimur dögum. Það hefur nú breyst og stendur til að opinbera viðkomandi aðila fyrir áramót.AP fréttaveitan segir nokkra koma til greina í huga Trump. Meðal þeirra eru Mick Mulvaney, sem hefur verið yfir fjárlagagerð ríkisstjórnar Trump, þingmaðurinn Mark Meadows, Steve Mnuchin, fjármálaráðherra, Robert Lighthizer, samningamaður Bandaríkjanna vegna milliríkjaviðskipta, og jafnvel Mattew Whitaker, starfandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, og David Bossi, aðstoðarframkvæmdastjóri framboðs Trump.Sjá einnig: Nýr dómsmálaráðherra Trump var stjórnarmeðlimur í fyrirtæki sem svindlaði á fólkiÞar af hafa þó nokkrir strax látið koma fram að þeir hafi ekki áhuga á starfinu. Mnuchin og Lighthizer hafa báðir sagst ánægðir í sínum stöðum. Samkvæmt heimildum AP hefur Mulvaney ekki áhuga á stöðu starfsmannastjóra Hvíta hússins. Hann er sagður hafa lýst yfir áhuga á því að taka við fjármálaráðuneytinu. Starfsmannavelta Hvíta hússins hefur verið einstaklega mikil síðan Trump tók við embætti og eru deilur algengar á milli háttsettra starfsmanna Hvíta hússins. Það hefur reynst Trump erfitt að ráða vana embættismenn og ekki bætir úr skák að næstu tvö ár verða að öllum líkindum erfið í Hvíta húsinu. Bæði þarf að huga að endurkjöri Trump og í senn að eiga við komandi rannsóknir fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sem stjórnað verður af Demókrötum. Næsti starfsmannastjóri Trump verður sá þriðji frá því hann tók við embætti þann 20. janúar 2016. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Starfsmannastjóri Trump í handalögmálum í Kína vegna kjarnorkufótboltans Útlit er fyrir nýtt kalt stríð á milli Bandaríkjanna og Kína. 13. október 2018 21:49 Starfsmannastjóri Hvíta hússins og ráðgjafi Trump tókust á John Kelly er sagður hafa tekið í kraga Coreys Lewandowski og reynt að ýta honum upp við vegg rétt fyrir utan forsetaskrifstofuna í Hvíta húsinu í febrúar. 23. október 2018 12:11 Bandaríkjaforseti kallar fyrrverandi starfsmann sinn „hund“ Donald Trump kallar fyrrverandi aðstoðarkonu sína öllum illum nöfnum á Twitter. 14. ágúst 2018 13:14 John Kelly hættir sem starfsmannastjóri Hvíta hússins fyrir áramót Donald Trump staðfesti fréttirnar í samtali við blaðamenn í dag. 8. desember 2018 18:57 Bræði og óreiða í Hvíta húsinu Síðustu dagar í Hvíta húsinu hafa einkennst af mikilli bræði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og óreiðu en von er á miklum sviptingum meðal starfsmanna forsetans. 14. nóvember 2018 12:00 Eldfimar uppljóstranir um glundroða í Hvíta húsinu í bók Watergate-blaðamanns Aðstoðarmenn forsetans eru sagðir hafa hunsað skipanir sem þeir töldu skaðlegar hagsmunum Bandaríkjanna eða forsetans sjálfs. 4. september 2018 18:45 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Sjá meira
Svo virðist sem það verði ekki auðvelt fyrir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að ráða nýjan starfsmannastjóra í Hvíta húsið. John Kelly, núverandi starfsmannastjóri mun hætta um áramótin en samband hans og Trump hefur versnað gífurlega frá því hann tók við stöðunni. Þó nokkrir aðilar eru nú til skoðunar en nokkrir hafa þegar gefið í skyn að þeir vilji hana ekki. Undanfarnar vikur og jafnvel mánuði hefur Trump átt í viðræðum við Nick Ayers, starfsmannastjóra Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna. Sá vildi hins vegar ekki starfa sem starfsmannastjóri Trump lengur en til vors og vildi mikil völd með starfinu, samkvæmt heimildum Politico. Trump vill starfsmannastjóra til minnst tveggja ára.John Kelly er hér lengst til vinstri. Við hlið hans standa þau Ivanka Trump og Jared Kushner en þau tvö voru helstu stuðningsmenn þess að Nick Ayer (til hægri) tæki við Kelly.Getty/Jabin BotsfordAyers tilkynnti ákvörðun sína í gærkvöldi og virðist sem hún hafi komið flestum á óvart. Fjölmiðlar ytra hafa eftir heimildarmönnum sínum innan Hvíta hússins að þeir hefðu talið nánast öruggt að Ayers myndi taka við. Fyrst eftir að Trump tilkynnti að Kelly myndi hætta um áramótin sagði hann að staðgengill hershöfðingjans fyrrverandi yrði opinberaður á næstu tveimur dögum. Það hefur nú breyst og stendur til að opinbera viðkomandi aðila fyrir áramót.AP fréttaveitan segir nokkra koma til greina í huga Trump. Meðal þeirra eru Mick Mulvaney, sem hefur verið yfir fjárlagagerð ríkisstjórnar Trump, þingmaðurinn Mark Meadows, Steve Mnuchin, fjármálaráðherra, Robert Lighthizer, samningamaður Bandaríkjanna vegna milliríkjaviðskipta, og jafnvel Mattew Whitaker, starfandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, og David Bossi, aðstoðarframkvæmdastjóri framboðs Trump.Sjá einnig: Nýr dómsmálaráðherra Trump var stjórnarmeðlimur í fyrirtæki sem svindlaði á fólkiÞar af hafa þó nokkrir strax látið koma fram að þeir hafi ekki áhuga á starfinu. Mnuchin og Lighthizer hafa báðir sagst ánægðir í sínum stöðum. Samkvæmt heimildum AP hefur Mulvaney ekki áhuga á stöðu starfsmannastjóra Hvíta hússins. Hann er sagður hafa lýst yfir áhuga á því að taka við fjármálaráðuneytinu. Starfsmannavelta Hvíta hússins hefur verið einstaklega mikil síðan Trump tók við embætti og eru deilur algengar á milli háttsettra starfsmanna Hvíta hússins. Það hefur reynst Trump erfitt að ráða vana embættismenn og ekki bætir úr skák að næstu tvö ár verða að öllum líkindum erfið í Hvíta húsinu. Bæði þarf að huga að endurkjöri Trump og í senn að eiga við komandi rannsóknir fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sem stjórnað verður af Demókrötum. Næsti starfsmannastjóri Trump verður sá þriðji frá því hann tók við embætti þann 20. janúar 2016.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Starfsmannastjóri Trump í handalögmálum í Kína vegna kjarnorkufótboltans Útlit er fyrir nýtt kalt stríð á milli Bandaríkjanna og Kína. 13. október 2018 21:49 Starfsmannastjóri Hvíta hússins og ráðgjafi Trump tókust á John Kelly er sagður hafa tekið í kraga Coreys Lewandowski og reynt að ýta honum upp við vegg rétt fyrir utan forsetaskrifstofuna í Hvíta húsinu í febrúar. 23. október 2018 12:11 Bandaríkjaforseti kallar fyrrverandi starfsmann sinn „hund“ Donald Trump kallar fyrrverandi aðstoðarkonu sína öllum illum nöfnum á Twitter. 14. ágúst 2018 13:14 John Kelly hættir sem starfsmannastjóri Hvíta hússins fyrir áramót Donald Trump staðfesti fréttirnar í samtali við blaðamenn í dag. 8. desember 2018 18:57 Bræði og óreiða í Hvíta húsinu Síðustu dagar í Hvíta húsinu hafa einkennst af mikilli bræði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og óreiðu en von er á miklum sviptingum meðal starfsmanna forsetans. 14. nóvember 2018 12:00 Eldfimar uppljóstranir um glundroða í Hvíta húsinu í bók Watergate-blaðamanns Aðstoðarmenn forsetans eru sagðir hafa hunsað skipanir sem þeir töldu skaðlegar hagsmunum Bandaríkjanna eða forsetans sjálfs. 4. september 2018 18:45 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Sjá meira
Starfsmannastjóri Trump í handalögmálum í Kína vegna kjarnorkufótboltans Útlit er fyrir nýtt kalt stríð á milli Bandaríkjanna og Kína. 13. október 2018 21:49
Starfsmannastjóri Hvíta hússins og ráðgjafi Trump tókust á John Kelly er sagður hafa tekið í kraga Coreys Lewandowski og reynt að ýta honum upp við vegg rétt fyrir utan forsetaskrifstofuna í Hvíta húsinu í febrúar. 23. október 2018 12:11
Bandaríkjaforseti kallar fyrrverandi starfsmann sinn „hund“ Donald Trump kallar fyrrverandi aðstoðarkonu sína öllum illum nöfnum á Twitter. 14. ágúst 2018 13:14
John Kelly hættir sem starfsmannastjóri Hvíta hússins fyrir áramót Donald Trump staðfesti fréttirnar í samtali við blaðamenn í dag. 8. desember 2018 18:57
Bræði og óreiða í Hvíta húsinu Síðustu dagar í Hvíta húsinu hafa einkennst af mikilli bræði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og óreiðu en von er á miklum sviptingum meðal starfsmanna forsetans. 14. nóvember 2018 12:00
Eldfimar uppljóstranir um glundroða í Hvíta húsinu í bók Watergate-blaðamanns Aðstoðarmenn forsetans eru sagðir hafa hunsað skipanir sem þeir töldu skaðlegar hagsmunum Bandaríkjanna eða forsetans sjálfs. 4. september 2018 18:45