Íbúar á Hrafnistu eru of veikir fyrir sundlaug Garðar Örn Úlfarsson skrifar 10. desember 2018 06:00 Sundlaugin á Hrafnistu í Hraunvangi. Fréttablaðið/Anton Brink Sjómannadagsráð og Hrafnista vilja að Hafnarfjarðarbær komi að rekstri sundlaugar við hjúkrunarheimilið í Hraunvangi. „Hugmynd okkar er sú hvort bærinn hafi áhuga á samstarfi um reksturinn því sundlaugin er ekki að nýtast íbúum hjúkrunarheimilisins að neinu ráði,“ segir Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu. Í árslok 2016 hafi velferðarráðuneytið gefið út kröfulýsingu um það sem eigi að vera á hjúkrunarheimilum og þar sé ekki gert ráð fyrir sundlaugum. Því sé ekkert fjármagn ætlað til þeirra sérstaklega.Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu.„Á síðustu árum þurfa íbúar á hjúkrunarheimilum alltaf meiri og meiri þjónustu því þeir eru alltaf veikari og veikari þegar þeir koma inn. Þarf af leiðandi hefur fækkað hratt íbúum sem geta nýtt sér sundlaugina,“ útskýrir Pétur. Laugin á Hrafnistu í Hraunvangi er sextán metrar að lengd og var tekin í notkun á níunda áratug síðustu aldar að því er kemur fram í bréfi Hrafnistu til bæjarins. Við hana eru einnig heitir pottar. Reksturinn er sagður kosta 10 milljónir króna á ári. Pétur sér fyrir sér að laugin geti nýst fyrir aldraða sem búa í nágrenni Hrafnistu, sem reyndar nota laugina nú þegar, eins og gestir í dagdvöl á hjúkrunarheimilinu. Einnig fyrir sérhópa. „Þessi sundlaug er heitari en aðrar laugar og hentar til dæmis fyrir vatnsleikfimi eldri borgara. Við vorum að reka sundlaug við hjúkrunarheimilið í Boðaþingi fyrir Kópavogsbæ sem þeir tóku yfir um síðustu áramót. Þar er skólasund og ýmislegt fleira,“ segir Pétur. Í erindinu til Hafnarfjarðarbæjar er óskað eftir viðræðum við bæjaryfirvöld um hugsanlega aðkomu bæjarins að rekstrinum „svo sundlaugin geti áfram þjónað sínum tilgangi sem er að bæta lífsgæði aldraðra.“ Pétur segir samstarfið geta orðið spennandi. Hrafnista sé opin fyrir ýmsum möguleikum í notkun laugarinnar. „Það er erfitt fyrir hjúkrunarheimilið að halda úti þessum rekstri þegar sá fjöldi íbúa á hjúkrunarheimilinu sem notar laugina er teljandi á fingrum annarrar handar,“ undirstrikar forstjórinn. Eitthvað þurfi því að koma til. „Ef svo fer sem horfir að ríkið haldi áfram að skera niður framlög til hjúkrunarheimila þá munum við hætta rekstri laugarinnar á einhverjum tímapunkti.“ Hafnarfjörður Heilbrigðismál Sundlaugar Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Sjómannadagsráð og Hrafnista vilja að Hafnarfjarðarbær komi að rekstri sundlaugar við hjúkrunarheimilið í Hraunvangi. „Hugmynd okkar er sú hvort bærinn hafi áhuga á samstarfi um reksturinn því sundlaugin er ekki að nýtast íbúum hjúkrunarheimilisins að neinu ráði,“ segir Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu. Í árslok 2016 hafi velferðarráðuneytið gefið út kröfulýsingu um það sem eigi að vera á hjúkrunarheimilum og þar sé ekki gert ráð fyrir sundlaugum. Því sé ekkert fjármagn ætlað til þeirra sérstaklega.Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu.„Á síðustu árum þurfa íbúar á hjúkrunarheimilum alltaf meiri og meiri þjónustu því þeir eru alltaf veikari og veikari þegar þeir koma inn. Þarf af leiðandi hefur fækkað hratt íbúum sem geta nýtt sér sundlaugina,“ útskýrir Pétur. Laugin á Hrafnistu í Hraunvangi er sextán metrar að lengd og var tekin í notkun á níunda áratug síðustu aldar að því er kemur fram í bréfi Hrafnistu til bæjarins. Við hana eru einnig heitir pottar. Reksturinn er sagður kosta 10 milljónir króna á ári. Pétur sér fyrir sér að laugin geti nýst fyrir aldraða sem búa í nágrenni Hrafnistu, sem reyndar nota laugina nú þegar, eins og gestir í dagdvöl á hjúkrunarheimilinu. Einnig fyrir sérhópa. „Þessi sundlaug er heitari en aðrar laugar og hentar til dæmis fyrir vatnsleikfimi eldri borgara. Við vorum að reka sundlaug við hjúkrunarheimilið í Boðaþingi fyrir Kópavogsbæ sem þeir tóku yfir um síðustu áramót. Þar er skólasund og ýmislegt fleira,“ segir Pétur. Í erindinu til Hafnarfjarðarbæjar er óskað eftir viðræðum við bæjaryfirvöld um hugsanlega aðkomu bæjarins að rekstrinum „svo sundlaugin geti áfram þjónað sínum tilgangi sem er að bæta lífsgæði aldraðra.“ Pétur segir samstarfið geta orðið spennandi. Hrafnista sé opin fyrir ýmsum möguleikum í notkun laugarinnar. „Það er erfitt fyrir hjúkrunarheimilið að halda úti þessum rekstri þegar sá fjöldi íbúa á hjúkrunarheimilinu sem notar laugina er teljandi á fingrum annarrar handar,“ undirstrikar forstjórinn. Eitthvað þurfi því að koma til. „Ef svo fer sem horfir að ríkið haldi áfram að skera niður framlög til hjúkrunarheimila þá munum við hætta rekstri laugarinnar á einhverjum tímapunkti.“
Hafnarfjörður Heilbrigðismál Sundlaugar Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira