Tíminn Guðmundur Brynjólfsson skrifar 10. desember 2018 07:00 Það er óþarfi að flýta sér. Tíminn er ekki til. Hann er ekki annað en minningar okkar og svo væntingar, spádómar. Orð yfir dásamlega loftkennd hugtök sem þýða eitt í þínum huga en annað í mínum. Tíminn er ekki! Því er óþarfi að hlaupa í búðir og fá andarteppu í hægfara rúllustigum. Ástæðulaust að grenja í biðröðum. Tilgangslaust að keyra yfir á rauðu ljósi til þess að ná að sýna börnunum risavaxið piparkökuhúsaþorp á stærð við Grenivík í reðurlaga verslunarmiðstöð, eða til þess að ná að kaupa stærsta grenitréð í Alaska við Miklatorg sem er þar ekki lengur og því óþarfi að bíða eftir því að heyra: „Hvar fáum við jólatré og skreytingar? Í Alaska. Hvar fáum við blóm og gjafavöru? Í Alaska, gróðrarstöðinni við Miklatorg.“ Þetta er farið. Búið. Þú nærð þessu aldrei og því viturlegra að stoppa á rauðu og slökkva á auglýsingunum í útvarpinu og gjafaleikjunum. Hlustaðu frekar á suðið í krakkanum sem er njörvaður niður í evrópusambandsvottaðan barnabílstól svo barnið geti lifað öll högg tímakapphlaupsins sem þú kennir því samviskusamlega, óaflátanlega. Suðið um eiturslímið sem freyðir eins og keyta þegar drekinn með svörtu augun ælir því ofan í gjótuna ógurlegu og brennir þannig upp börn djöfulsins sem fylgja í sérstakri plastpakkningu og notast við AAA-rafhlöður sem þarf að kaupa aukalega. Tíminn er ekki til og því óþarfi að kaupa rándýr námskeið um núvitund. Núið myndi fylgja tímanum væri hann til, líkt og þáið og sennið. Skrýtin orð um undursamlega loftkennd hugtök sem kaupmennska, kapítalismi og vélvæðing hafa komið inn hjá þrælum sínum. Tíminn er ekki til og hefur aldrei verið til. Þú bara heldur það, þú bara heldur það á hlaupum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Brynjólfsson Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Það er óþarfi að flýta sér. Tíminn er ekki til. Hann er ekki annað en minningar okkar og svo væntingar, spádómar. Orð yfir dásamlega loftkennd hugtök sem þýða eitt í þínum huga en annað í mínum. Tíminn er ekki! Því er óþarfi að hlaupa í búðir og fá andarteppu í hægfara rúllustigum. Ástæðulaust að grenja í biðröðum. Tilgangslaust að keyra yfir á rauðu ljósi til þess að ná að sýna börnunum risavaxið piparkökuhúsaþorp á stærð við Grenivík í reðurlaga verslunarmiðstöð, eða til þess að ná að kaupa stærsta grenitréð í Alaska við Miklatorg sem er þar ekki lengur og því óþarfi að bíða eftir því að heyra: „Hvar fáum við jólatré og skreytingar? Í Alaska. Hvar fáum við blóm og gjafavöru? Í Alaska, gróðrarstöðinni við Miklatorg.“ Þetta er farið. Búið. Þú nærð þessu aldrei og því viturlegra að stoppa á rauðu og slökkva á auglýsingunum í útvarpinu og gjafaleikjunum. Hlustaðu frekar á suðið í krakkanum sem er njörvaður niður í evrópusambandsvottaðan barnabílstól svo barnið geti lifað öll högg tímakapphlaupsins sem þú kennir því samviskusamlega, óaflátanlega. Suðið um eiturslímið sem freyðir eins og keyta þegar drekinn með svörtu augun ælir því ofan í gjótuna ógurlegu og brennir þannig upp börn djöfulsins sem fylgja í sérstakri plastpakkningu og notast við AAA-rafhlöður sem þarf að kaupa aukalega. Tíminn er ekki til og því óþarfi að kaupa rándýr námskeið um núvitund. Núið myndi fylgja tímanum væri hann til, líkt og þáið og sennið. Skrýtin orð um undursamlega loftkennd hugtök sem kaupmennska, kapítalismi og vélvæðing hafa komið inn hjá þrælum sínum. Tíminn er ekki til og hefur aldrei verið til. Þú bara heldur það, þú bara heldur það á hlaupum.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun