Betri tíð Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 29. desember 2018 07:45 Árið 2018 var líkt og önnur ár á undan sérstakt og viðburðaríkt. Fyrir ári síðan boðaði það nýja tíma, fullt af fyrirheitum og óorðnum atburðum. Nú gerum við þetta ár upp og horfum til næsta árs, sem ber með sér ófyrirséða atburði, tímamót og sviptingar. Á þessu ári náði ójafnvægi og hamagangur nýjum hæðum í þjóðmálaumræðunni. Þróunin hefur staðið yfir í nokkur ár og jafnt og þétt hefur bætt í æsinginn. Mál koma og fara, allt fer á hvolf á netinu, Facebook logar og fréttamennirnir dansa með í örvæntingarfullu kapphlaupi um smelli og áhorf. Þessi þróun er farin að minna á galdrabrennur, dómar felldir án tafar, án raka og án umhugsunar. Dómarinn, saksóknarinn og böðullinn einn og hinn sami. Það eru ekki bara einstaklingar sem fyrir þessu verða, samfélagsumræðan öll lætur á sjá. Á þessu ári sáum við það hins vegar gerast oftar en einu sinni að þeir sem harðast hafa gengið fram í fordæmingu á þeim sem orðið hefur á hafa þagnað þegar einstaklingar sem tengjast þeim vina- eða flokksböndum hafa misstigið sig. Þögn þeirra var hávær og bendir til þess að framganga þeirra hafi áður fremur stýrst af ofstopa og flokkspólitík en hugsjónum og réttsýni. Kannski er árið 2018 árið sem við vöknuðum upp við það að við þurfum að fara gætilega í umræðunni, árið sem við áttuðum okkur á því að það er ekki í lagi segja hvað sem er á netinu. Ef það er raunin þá var árið 2018 gott ár og ástæða til að horfa bjartsýn til ársins 2019. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2018 var líkt og önnur ár á undan sérstakt og viðburðaríkt. Fyrir ári síðan boðaði það nýja tíma, fullt af fyrirheitum og óorðnum atburðum. Nú gerum við þetta ár upp og horfum til næsta árs, sem ber með sér ófyrirséða atburði, tímamót og sviptingar. Á þessu ári náði ójafnvægi og hamagangur nýjum hæðum í þjóðmálaumræðunni. Þróunin hefur staðið yfir í nokkur ár og jafnt og þétt hefur bætt í æsinginn. Mál koma og fara, allt fer á hvolf á netinu, Facebook logar og fréttamennirnir dansa með í örvæntingarfullu kapphlaupi um smelli og áhorf. Þessi þróun er farin að minna á galdrabrennur, dómar felldir án tafar, án raka og án umhugsunar. Dómarinn, saksóknarinn og böðullinn einn og hinn sami. Það eru ekki bara einstaklingar sem fyrir þessu verða, samfélagsumræðan öll lætur á sjá. Á þessu ári sáum við það hins vegar gerast oftar en einu sinni að þeir sem harðast hafa gengið fram í fordæmingu á þeim sem orðið hefur á hafa þagnað þegar einstaklingar sem tengjast þeim vina- eða flokksböndum hafa misstigið sig. Þögn þeirra var hávær og bendir til þess að framganga þeirra hafi áður fremur stýrst af ofstopa og flokkspólitík en hugsjónum og réttsýni. Kannski er árið 2018 árið sem við vöknuðum upp við það að við þurfum að fara gætilega í umræðunni, árið sem við áttuðum okkur á því að það er ekki í lagi segja hvað sem er á netinu. Ef það er raunin þá var árið 2018 gott ár og ástæða til að horfa bjartsýn til ársins 2019.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar