Leggja áherslu á að sett verði upp áætlun fyrir viðræðurnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. desember 2018 11:40 Vilhjálmur Birgisson, Ragnar Þór Ingólfsson og Sólveig Anna Jónsdóttir eru formenn félaganna þriggja sem nú eru í samfloti í kjaraviðræðunum. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, býst ekki við löngum fundi hjá ríkissáttasemjara í dag. Fundur sameiginlegrar samninganefndar VR, Eflingar og Verkalýðsfélags Akraness og Samtaka atvinnulífsins hófst í húsakynnum sáttasemjara klukkan 11 í morgun. Í samtali við Vísi segist Vilhjálmur telja að sáttasemjari muni kalla eftir gögnum og upplýsingum, hverjar kröfur verkalýðsfélaganna séu og hvar deiluaðilar eru staddir í samningaferlinu. „Við munum leggja áherslu á að það verði sett á laggirnar einhvers konar plan um að reyna að hraða þessu ferli eins og kostur er því það er mikið í húfi,“ segir Vilhjálmur. Félögin gera kröfur um afturvirkni samninga frá 1. janúar 2019 og vilja að það verði ákveðið strax í upphafi viðræðna að svo verði. Vilhjálmur segist búast við því að samninganefndin muni impra á þessu atriði. Þetta skipti miklu máli því milljarðar séu í húfi fyrir launafólk fyrir hvern mánuð. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, sagði í viðtali í kvöldfréttum RÚV í gær að ákvörðun um afturvirkni og önnur stór atriði væri vanalega tekin í lok kjaraviðræðna. Hann velti upp þeirri spurningu að ef SA myndi fallast á kröfuna um afturvirkni þá mætti spyrja hvort félögin væru á móti tilbúin að gefa frá sér skuldbindandi yfirlýsingu þess efnis að þau muni ekki gera kröfu um afturvirkni ef þau boði til verkfalla. Vilhjálmur segir spurður út í þetta að það komi ekki til greina af hálfu félaganna að gefa frá sér verkfallsvopnið. „Við höfum svo sem ekki rætt það með formlegum hætti en ég get ekki ímyndað mér að það komi til greina enda er það eina vopnið sem íslenskt lágtekjufólk hefur,“ segir Vilhjálmur. Kjaramál Tengdar fréttir Félögin þrjú gera kröfu um afturvirkni Efling, VR og Verkalýðsfélag Akraness funda með SA í húsakynnum ríkissáttasemjara á morgun. Félögin slitu sig nýverið úr samfloti með Starfsgreinasambandinu. Formaður VLFA væntir ekki stórtíðinda af fundinum en félögin muni ganga hart eftir svörum frá SA. 27. desember 2018 08:00 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Sjá meira
Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, býst ekki við löngum fundi hjá ríkissáttasemjara í dag. Fundur sameiginlegrar samninganefndar VR, Eflingar og Verkalýðsfélags Akraness og Samtaka atvinnulífsins hófst í húsakynnum sáttasemjara klukkan 11 í morgun. Í samtali við Vísi segist Vilhjálmur telja að sáttasemjari muni kalla eftir gögnum og upplýsingum, hverjar kröfur verkalýðsfélaganna séu og hvar deiluaðilar eru staddir í samningaferlinu. „Við munum leggja áherslu á að það verði sett á laggirnar einhvers konar plan um að reyna að hraða þessu ferli eins og kostur er því það er mikið í húfi,“ segir Vilhjálmur. Félögin gera kröfur um afturvirkni samninga frá 1. janúar 2019 og vilja að það verði ákveðið strax í upphafi viðræðna að svo verði. Vilhjálmur segist búast við því að samninganefndin muni impra á þessu atriði. Þetta skipti miklu máli því milljarðar séu í húfi fyrir launafólk fyrir hvern mánuð. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, sagði í viðtali í kvöldfréttum RÚV í gær að ákvörðun um afturvirkni og önnur stór atriði væri vanalega tekin í lok kjaraviðræðna. Hann velti upp þeirri spurningu að ef SA myndi fallast á kröfuna um afturvirkni þá mætti spyrja hvort félögin væru á móti tilbúin að gefa frá sér skuldbindandi yfirlýsingu þess efnis að þau muni ekki gera kröfu um afturvirkni ef þau boði til verkfalla. Vilhjálmur segir spurður út í þetta að það komi ekki til greina af hálfu félaganna að gefa frá sér verkfallsvopnið. „Við höfum svo sem ekki rætt það með formlegum hætti en ég get ekki ímyndað mér að það komi til greina enda er það eina vopnið sem íslenskt lágtekjufólk hefur,“ segir Vilhjálmur.
Kjaramál Tengdar fréttir Félögin þrjú gera kröfu um afturvirkni Efling, VR og Verkalýðsfélag Akraness funda með SA í húsakynnum ríkissáttasemjara á morgun. Félögin slitu sig nýverið úr samfloti með Starfsgreinasambandinu. Formaður VLFA væntir ekki stórtíðinda af fundinum en félögin muni ganga hart eftir svörum frá SA. 27. desember 2018 08:00 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Sjá meira
Félögin þrjú gera kröfu um afturvirkni Efling, VR og Verkalýðsfélag Akraness funda með SA í húsakynnum ríkissáttasemjara á morgun. Félögin slitu sig nýverið úr samfloti með Starfsgreinasambandinu. Formaður VLFA væntir ekki stórtíðinda af fundinum en félögin muni ganga hart eftir svörum frá SA. 27. desember 2018 08:00