Ein af nýju þotum Icelandair fauk til og skemmdist Garðar Örn Úlfarsson skrifar 28. desember 2018 07:45 Þotan er ein af nýjustu vélum Icelandair og ber einkennisstafina TF-ICY og nafnið Látrabjarg. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Það kom svolítið á óvart að það hafi verið nógu hált til þess að það hafi getað gerst,“ segir Jens Þórðarson, yfirmaður flugrekstrarsviðs Icelandair, um aðdraganda þess að ein af þotum félagsins skemmdist að kvöldi jóladags. Þotan sem um ræðir er af gerðinni Boeing 737 Max 1, framleidd á þessu ári. Hún er ein af nýjustu vélum Icelandair og ber einkennisstafina TF-ICY og nafnið Látrabjarg. „Hún stóð við rana og snerist til í vindinum,“ segir Jens sem kveður hvassviðrið ekki síður en hálkuna á jóladagskvöld hafa komið mönnum dálítið í opna skjöldu. „En svona gerist alveg og við höfum lent í þessu áður. Hún rakst utan í ranann utan við flugstöðina,“ segir Jens sem kveður framenda á væng hafa rekist utan í landganginn. „Það urðu einhverjar skemmdir, ekki óskaplega miklar en það þarf að gera við þær og koma vélinni í gagnið aftur.“ Þotan var dregin inn í flugskýli eftir óhappið og er þar enn. „Það þarf að hanna svona viðgerðir og svo eru líka jól og þá tekur þetta lengri tíma,“ segir Jens um það hvenær áætlað er að þotan verði flughæf á ný. Látrabjarg kom til landsins frá París á aðfangadag klukkan hálf fjögur. Óhappið varð hins vegar á jóladagskvöld og þá stóð þotan mannlaus við einn landganga Leifsstöðvar enda engin flug hjá Icelandair á þeim tíma. Aðspurður kveðst Jens ekki vita hversu mikið fjárhagslegt tjón Icelandair beri vegna skemmdanna. „Það fer allt í gegn um tryggingafélag en er ekkert eitthvað svakalegt,“ segir hann. Samkvæmt loftfaraskrá er TF-ICY í eigu Lagoon Leasing Co., Ltd. í Japan. Birtist í Fréttablaðinu Boeing Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Það kom svolítið á óvart að það hafi verið nógu hált til þess að það hafi getað gerst,“ segir Jens Þórðarson, yfirmaður flugrekstrarsviðs Icelandair, um aðdraganda þess að ein af þotum félagsins skemmdist að kvöldi jóladags. Þotan sem um ræðir er af gerðinni Boeing 737 Max 1, framleidd á þessu ári. Hún er ein af nýjustu vélum Icelandair og ber einkennisstafina TF-ICY og nafnið Látrabjarg. „Hún stóð við rana og snerist til í vindinum,“ segir Jens sem kveður hvassviðrið ekki síður en hálkuna á jóladagskvöld hafa komið mönnum dálítið í opna skjöldu. „En svona gerist alveg og við höfum lent í þessu áður. Hún rakst utan í ranann utan við flugstöðina,“ segir Jens sem kveður framenda á væng hafa rekist utan í landganginn. „Það urðu einhverjar skemmdir, ekki óskaplega miklar en það þarf að gera við þær og koma vélinni í gagnið aftur.“ Þotan var dregin inn í flugskýli eftir óhappið og er þar enn. „Það þarf að hanna svona viðgerðir og svo eru líka jól og þá tekur þetta lengri tíma,“ segir Jens um það hvenær áætlað er að þotan verði flughæf á ný. Látrabjarg kom til landsins frá París á aðfangadag klukkan hálf fjögur. Óhappið varð hins vegar á jóladagskvöld og þá stóð þotan mannlaus við einn landganga Leifsstöðvar enda engin flug hjá Icelandair á þeim tíma. Aðspurður kveðst Jens ekki vita hversu mikið fjárhagslegt tjón Icelandair beri vegna skemmdanna. „Það fer allt í gegn um tryggingafélag en er ekkert eitthvað svakalegt,“ segir hann. Samkvæmt loftfaraskrá er TF-ICY í eigu Lagoon Leasing Co., Ltd. í Japan.
Birtist í Fréttablaðinu Boeing Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira