Allir verða líffæragjafar eftir áramót Sunna Sæmundsdóttir og Andri Eysteinsson skrifa 26. desember 2018 21:13 Frá og með áramótum verður gert ráð fyrir að allir Íslendingar séu líffæragjafar, hafi annað ekki verið ákveðið og skráð. Yfirlæknir á Landspítalanum telur þörf á fleiri líffæragjöfum á næstu árum. Á síðustu vikum hefur embætti landlæknis staðið fyrir kynningarfundum um nýja fyrirkomulagið fyrir heilbrigðisstarfsfólk. „Ekki bara á Landsspítala og á Sjúkrahúsinu á Akureyri þar sem líffæragjafir eiga sér stað heldur líka á öðrum heilbrigðisstofnunum á landinu. Þetta varðar jú almenning allan og heilbrigðisstarfsmenn eru mikilvægur tengiliður þar að lútandi“, sagði Runólfur Pálsson, yfirlæknir á lyflækningadeild Landspítalans í viðtali við fréttastofu. Þeir sem ekki vilja gefa líffæri þurfa að skrá afstöðu en það er hægt að gera á síðu heilsuveru og hjá embætti landlæknis, þá geta þeir sem ekki eru tölvufærir haft samband við heilsugæslu. Haldnir verða kynningarfundir fyrir almenning í byrjun árs. Samkvæmt núgildandi lögum hefur fólk þurft að skrá sig sem líffæragjafa og þar sem fáir hafa gert það hafa aðstandendur oft staðið uppi með ákvörðunina á erfiðri stundu. Þegar líffæragjafir hófust hér á landi árið 1992 synjuðu aðstandendur aðgerðinni í um 40% tilfella en hlutfall synjana hefur lækkað niður í 15% á síðustu árum. Þrátt fyrir nýju lögin munu aðstandendur þó enn geta hafnað líffæragjöf. „Nýja löggjöfin vonandi auðveldar aðstandendum þar sem við höfum í raun og veru löggjöfina sem einskonar samfélagsáttmála um að allir vilji vera líffæragjafar. Engu að síður er mjög mikilvægt að þetta sé rætt innan allra fjölskyldna, að allir einstaklingar ræði þetta við sína nánustu svo að þeim sé fullkomlega ljóst hver er vilji viðkomandi,“ sagði Runólfur. Í dag þurfa um 25-30 einstaklingar líffæraígræðslu á hverju ári, þeirri eftirspurninni hefur verið annað en talið er að þörfin muni aukast á næstu árum. „Sjúkdómum sem valda líffærabilunum hefur fjölgað, tíðni fer vaxandi. Þess vegna má búast við því að á næstu árum að þörfin og eftirspurnin eftir líffæraígræðslum verði meiri. Þess vegna þurfum við fleiri gjafa, jafnvel þó að vel hafi gengið síðustu ár þá er ekkert sjálfgefið að svo verði áfram“, sagði Runólfur Pálsson, yfirlæknir á lyflækningadeild Landspítalans. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira
Frá og með áramótum verður gert ráð fyrir að allir Íslendingar séu líffæragjafar, hafi annað ekki verið ákveðið og skráð. Yfirlæknir á Landspítalanum telur þörf á fleiri líffæragjöfum á næstu árum. Á síðustu vikum hefur embætti landlæknis staðið fyrir kynningarfundum um nýja fyrirkomulagið fyrir heilbrigðisstarfsfólk. „Ekki bara á Landsspítala og á Sjúkrahúsinu á Akureyri þar sem líffæragjafir eiga sér stað heldur líka á öðrum heilbrigðisstofnunum á landinu. Þetta varðar jú almenning allan og heilbrigðisstarfsmenn eru mikilvægur tengiliður þar að lútandi“, sagði Runólfur Pálsson, yfirlæknir á lyflækningadeild Landspítalans í viðtali við fréttastofu. Þeir sem ekki vilja gefa líffæri þurfa að skrá afstöðu en það er hægt að gera á síðu heilsuveru og hjá embætti landlæknis, þá geta þeir sem ekki eru tölvufærir haft samband við heilsugæslu. Haldnir verða kynningarfundir fyrir almenning í byrjun árs. Samkvæmt núgildandi lögum hefur fólk þurft að skrá sig sem líffæragjafa og þar sem fáir hafa gert það hafa aðstandendur oft staðið uppi með ákvörðunina á erfiðri stundu. Þegar líffæragjafir hófust hér á landi árið 1992 synjuðu aðstandendur aðgerðinni í um 40% tilfella en hlutfall synjana hefur lækkað niður í 15% á síðustu árum. Þrátt fyrir nýju lögin munu aðstandendur þó enn geta hafnað líffæragjöf. „Nýja löggjöfin vonandi auðveldar aðstandendum þar sem við höfum í raun og veru löggjöfina sem einskonar samfélagsáttmála um að allir vilji vera líffæragjafar. Engu að síður er mjög mikilvægt að þetta sé rætt innan allra fjölskyldna, að allir einstaklingar ræði þetta við sína nánustu svo að þeim sé fullkomlega ljóst hver er vilji viðkomandi,“ sagði Runólfur. Í dag þurfa um 25-30 einstaklingar líffæraígræðslu á hverju ári, þeirri eftirspurninni hefur verið annað en talið er að þörfin muni aukast á næstu árum. „Sjúkdómum sem valda líffærabilunum hefur fjölgað, tíðni fer vaxandi. Þess vegna má búast við því að á næstu árum að þörfin og eftirspurnin eftir líffæraígræðslum verði meiri. Þess vegna þurfum við fleiri gjafa, jafnvel þó að vel hafi gengið síðustu ár þá er ekkert sjálfgefið að svo verði áfram“, sagði Runólfur Pálsson, yfirlæknir á lyflækningadeild Landspítalans.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira