Trump-hjónin brugðu sér óvænt til Írak Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. desember 2018 20:15 Það fór vel á með forsetahjónunum og bandaríska herliðinu. Getty/Saul Loeb Donald Trump Bandaríkjaforseti og eiginkona hans, Melania Trump, eru nú stödd í Írak meðal bandarískra hermanna sem varið hafa jólahátíðinni þar í landi. Þetta er fyrsta í sinn sem Trump heimsækir bandaríska hermenn við skyldustörf á átakasvæði. Forsetahjónin gerðu ekki boð á undan sér en í fréttatilkynningu sem Hvíta húsið sendi síðdegis kemur fram að þau hafi komið til landsins að kvöldi jóladags. Tilgangur heimsóknarinnar sé að þakka hermönnunum fyrir vel unnin störf á síðustu misserum. Trump hefur látið að sér kveða í varnarmálum að undanförnu og ber það skemmst að nefna ákvörðun hans um að draga Bandaríkjaher út úr átökunum í Sýrlandi. Ákvörðunin var umdeild og sást það kannski hvað best í afsögn varnarmálaráðherrans Jim Mattis. Hann ákvað að róa á önnur mið vegna „óyfirstíganlegs ágreinings“ þeirra um réttmæti ákvörðunarinnar. Bandaríkjaforseti tók þó fram í heimsókn sinni að ekki stæði til að herinn yfirgæfi Írak í náinni framtíð. Vera Bandaríkjahers í landinu gæti komið að góðum notum, „ef við viljum gera eitthvað í Sýrlandi,“ eins og Trump orðaði það. Ýjaði hann þar að því að Bandaríkin hefðu áfram möguleikann á því að stíga inn í átökin í Sýrlandi, snúist honum hugur. Í heimsókn sinni, sem meðal annars fór fram í herstöð flughersins í al-Asad vestan höfuðborgarinnar Baghdad, sagðist hann auk þess vera sannfærður um að fleiri myndu í fyllingu tímans átta sig á ágæti ákvörðunar sinnar. Bandaríkin Donald Trump Írak Mið-Austurlönd Sýrland Tengdar fréttir Íslenskur kúrdi kallar eftir viðbrögðum Íslendinga í mannréttindaráði Íslenskur kúrdi vill að Ísland óski eftir fundi í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna vegna ákvörðunar Donalds Trump að draga herlið Bandaríkjanna frá Sýrlandi. 26. desember 2018 18:30 Fulltrúi forsetans í baráttunni við ISIS hættir vegna ákvörðunar Trump Brett McGurk, sérlegur erindreki Bandaríkjanna í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum íslamska ríkinu eða ISIS, hefur sagt starfi sínu lausu. Þetta gerði hann í kjölfar ákvörðunar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að draga allt herlið Bandaríkjahers frá Sýrlandi. 22. desember 2018 16:49 Trump skipar nýjan varnarmálaráðherra Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur skipað aðstoðarvarnarmálaráðherrann Patrick Shanahan sem nýjan varnarmálaráðherra. 23. desember 2018 17:28 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti og eiginkona hans, Melania Trump, eru nú stödd í Írak meðal bandarískra hermanna sem varið hafa jólahátíðinni þar í landi. Þetta er fyrsta í sinn sem Trump heimsækir bandaríska hermenn við skyldustörf á átakasvæði. Forsetahjónin gerðu ekki boð á undan sér en í fréttatilkynningu sem Hvíta húsið sendi síðdegis kemur fram að þau hafi komið til landsins að kvöldi jóladags. Tilgangur heimsóknarinnar sé að þakka hermönnunum fyrir vel unnin störf á síðustu misserum. Trump hefur látið að sér kveða í varnarmálum að undanförnu og ber það skemmst að nefna ákvörðun hans um að draga Bandaríkjaher út úr átökunum í Sýrlandi. Ákvörðunin var umdeild og sást það kannski hvað best í afsögn varnarmálaráðherrans Jim Mattis. Hann ákvað að róa á önnur mið vegna „óyfirstíganlegs ágreinings“ þeirra um réttmæti ákvörðunarinnar. Bandaríkjaforseti tók þó fram í heimsókn sinni að ekki stæði til að herinn yfirgæfi Írak í náinni framtíð. Vera Bandaríkjahers í landinu gæti komið að góðum notum, „ef við viljum gera eitthvað í Sýrlandi,“ eins og Trump orðaði það. Ýjaði hann þar að því að Bandaríkin hefðu áfram möguleikann á því að stíga inn í átökin í Sýrlandi, snúist honum hugur. Í heimsókn sinni, sem meðal annars fór fram í herstöð flughersins í al-Asad vestan höfuðborgarinnar Baghdad, sagðist hann auk þess vera sannfærður um að fleiri myndu í fyllingu tímans átta sig á ágæti ákvörðunar sinnar.
Bandaríkin Donald Trump Írak Mið-Austurlönd Sýrland Tengdar fréttir Íslenskur kúrdi kallar eftir viðbrögðum Íslendinga í mannréttindaráði Íslenskur kúrdi vill að Ísland óski eftir fundi í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna vegna ákvörðunar Donalds Trump að draga herlið Bandaríkjanna frá Sýrlandi. 26. desember 2018 18:30 Fulltrúi forsetans í baráttunni við ISIS hættir vegna ákvörðunar Trump Brett McGurk, sérlegur erindreki Bandaríkjanna í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum íslamska ríkinu eða ISIS, hefur sagt starfi sínu lausu. Þetta gerði hann í kjölfar ákvörðunar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að draga allt herlið Bandaríkjahers frá Sýrlandi. 22. desember 2018 16:49 Trump skipar nýjan varnarmálaráðherra Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur skipað aðstoðarvarnarmálaráðherrann Patrick Shanahan sem nýjan varnarmálaráðherra. 23. desember 2018 17:28 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Sjá meira
Íslenskur kúrdi kallar eftir viðbrögðum Íslendinga í mannréttindaráði Íslenskur kúrdi vill að Ísland óski eftir fundi í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna vegna ákvörðunar Donalds Trump að draga herlið Bandaríkjanna frá Sýrlandi. 26. desember 2018 18:30
Fulltrúi forsetans í baráttunni við ISIS hættir vegna ákvörðunar Trump Brett McGurk, sérlegur erindreki Bandaríkjanna í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum íslamska ríkinu eða ISIS, hefur sagt starfi sínu lausu. Þetta gerði hann í kjölfar ákvörðunar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að draga allt herlið Bandaríkjahers frá Sýrlandi. 22. desember 2018 16:49
Trump skipar nýjan varnarmálaráðherra Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur skipað aðstoðarvarnarmálaráðherrann Patrick Shanahan sem nýjan varnarmálaráðherra. 23. desember 2018 17:28