Bretar koma sér upp drónavörnum Kjartan Kjartansson skrifar 25. desember 2018 10:09 Loka þurfti Gatwick-flugvelli vegna dróna sem sáust á sveimi á svæðinu. Vísir/EPA Eftirlitskerfi hafa verið sett upp á Bretlandi til þess að verjast drónum í kjölfar þess að óþekktir drónar ollu gríðarlegum röskunum á flugferðum á Gatwick-flugvelli rétt fyrir jól. Öryggismálaráðherra Bretlands segir að þeir sem beita drónum á hættulegan hátt eða í glæpsamlegum tilgangi megi eiga von á strangri refsingu. Um það bil þúsund flugferðir urðu fyrir truflunum þegar drónar stöðvuðu umferð um Gatwick-flugvöll í 36 klukkustundir í síðustu viku. Lögreglunni hefur enn ekki tekist að hafa hendur í hári þeirra sem stýrðu drónunum. Ben Wallace, öryggismálaráðherra Bretlands, segir að vöktunarkerfi hafi nú verið komið upp sem geti komið auga á dróna. Breska ríkisútvarpið BBC segir að ráðherrann hafi þó ekki skýrt frekar hvernig kerfið virkaði eða hversu hratt væri hægt að taka það í notkun. Áströlsk yfirvöld tilkynntu að þau ætluðu að setja upp skynjara sem gætu greint dróna á flugi í gær. Yfirvöld á Gatwick-flugvelli eru sögð hafa eytt fimm milljónum punda í nýjan tækjabúnað og tækni til að koma í veg fyrir frekari drónatruflanir. Par á miðjum aldri var handtekið í tengslum við rannsóknina á uppákomunni á Gatwick en þeim var síðar sleppt. Sum ensku götublaðanna birtu nöfn og myndir af fólkinu á forsíðum sínum. Fólkið segist miður sín yfir umfjölluninni. „Við biðjum fjölmiðla um að virða einkalíf okkar og leyfa okkur að reyna að komast í gegnum jólin eftir því sem við best getum,“ sagði fólkið í yfirlýsingu. Bretland Tækni Tengdar fréttir Tvennt í haldi vegna drónaflugs við Gatwick Flugmálayfirvöld á Gatwick hafa gefið út að til standi að flytja 124 þúsund farþega til og frá vellinum í dag. 22. desember 2018 08:10 Miklar raskanir á flugi frá Gatwick vegna dróna Miklar raskanir hafa orðið á flugi frá Gatwick flugvelli eftir að drónar sáust á flugi í grennd við völlinn. 20. desember 2018 07:22 Grunaðir drónaflugmenn leystir úr haldi Parið sem handtekið var grunuð um að bera ábyrgð á drónaflugi yfir Gatwick var sleppt úr haldi í dag. Lögregla telur þau ekki bera sök. 23. desember 2018 11:42 Mest lesið „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Konan er fundin Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fleiri fréttir Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Sjá meira
Eftirlitskerfi hafa verið sett upp á Bretlandi til þess að verjast drónum í kjölfar þess að óþekktir drónar ollu gríðarlegum röskunum á flugferðum á Gatwick-flugvelli rétt fyrir jól. Öryggismálaráðherra Bretlands segir að þeir sem beita drónum á hættulegan hátt eða í glæpsamlegum tilgangi megi eiga von á strangri refsingu. Um það bil þúsund flugferðir urðu fyrir truflunum þegar drónar stöðvuðu umferð um Gatwick-flugvöll í 36 klukkustundir í síðustu viku. Lögreglunni hefur enn ekki tekist að hafa hendur í hári þeirra sem stýrðu drónunum. Ben Wallace, öryggismálaráðherra Bretlands, segir að vöktunarkerfi hafi nú verið komið upp sem geti komið auga á dróna. Breska ríkisútvarpið BBC segir að ráðherrann hafi þó ekki skýrt frekar hvernig kerfið virkaði eða hversu hratt væri hægt að taka það í notkun. Áströlsk yfirvöld tilkynntu að þau ætluðu að setja upp skynjara sem gætu greint dróna á flugi í gær. Yfirvöld á Gatwick-flugvelli eru sögð hafa eytt fimm milljónum punda í nýjan tækjabúnað og tækni til að koma í veg fyrir frekari drónatruflanir. Par á miðjum aldri var handtekið í tengslum við rannsóknina á uppákomunni á Gatwick en þeim var síðar sleppt. Sum ensku götublaðanna birtu nöfn og myndir af fólkinu á forsíðum sínum. Fólkið segist miður sín yfir umfjölluninni. „Við biðjum fjölmiðla um að virða einkalíf okkar og leyfa okkur að reyna að komast í gegnum jólin eftir því sem við best getum,“ sagði fólkið í yfirlýsingu.
Bretland Tækni Tengdar fréttir Tvennt í haldi vegna drónaflugs við Gatwick Flugmálayfirvöld á Gatwick hafa gefið út að til standi að flytja 124 þúsund farþega til og frá vellinum í dag. 22. desember 2018 08:10 Miklar raskanir á flugi frá Gatwick vegna dróna Miklar raskanir hafa orðið á flugi frá Gatwick flugvelli eftir að drónar sáust á flugi í grennd við völlinn. 20. desember 2018 07:22 Grunaðir drónaflugmenn leystir úr haldi Parið sem handtekið var grunuð um að bera ábyrgð á drónaflugi yfir Gatwick var sleppt úr haldi í dag. Lögregla telur þau ekki bera sök. 23. desember 2018 11:42 Mest lesið „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Konan er fundin Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fleiri fréttir Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Sjá meira
Tvennt í haldi vegna drónaflugs við Gatwick Flugmálayfirvöld á Gatwick hafa gefið út að til standi að flytja 124 þúsund farþega til og frá vellinum í dag. 22. desember 2018 08:10
Miklar raskanir á flugi frá Gatwick vegna dróna Miklar raskanir hafa orðið á flugi frá Gatwick flugvelli eftir að drónar sáust á flugi í grennd við völlinn. 20. desember 2018 07:22
Grunaðir drónaflugmenn leystir úr haldi Parið sem handtekið var grunuð um að bera ábyrgð á drónaflugi yfir Gatwick var sleppt úr haldi í dag. Lögregla telur þau ekki bera sök. 23. desember 2018 11:42