Krefst þess að borgarstjóri víki úr starfshópi um Braggaskýrslu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. desember 2018 13:03 Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill að borgarstjóri segi sig úr vinnuhópi um skýrslu Innri endurskoðunar. Vísir Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins mun fara fram á að Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, víki úr þriggja manna hópi sem á að rýna í niðurstöður skýrslu Innri endurskoðunar um endurgerð Braggans við Nauthólsveg 100. Í Stöðuuppfærslu á Facebook segir Hildur að Dagur hafi vanrækt skyldur sínar. „Strax í upphafi gerði minnihlutinn athugasemdir við þátttöku borgarstjóra í úrvinnslu málsins. Eftir nánari lestur hef ég styrkst enn frekar í þeirri afstöðu,“ segir Hildur. Hún greinir frá því að á fimmtudaginn síðasta hafi verið skipaður þriggja manna hópur til að rýna í niðurstöðurnar og vinna tillögur að úrbótum. Hún segir að Dagur hafi tekið sæti sem og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs. „Það var auðvitað ótækt að meirihlutinn hefði einn aðkomu að þessari vinnu. Af þeim sökum tók ég sæti í hópnum sem fulltrúi minnihlutans – sem fulltrúi skattgreiðenda sem kæra sig ekki um fjálglega meðför almannafjár,“ segir Hildur. Hildur segir að forsendur fyrir trúverðugri vinnu séu brostnar. „Hefðu borgarstjóri og borgarritari brugðist við öllum ábendingum hefði braggabruðlið aldrei raungerst. Þetta staðfestir nýjasta skýrslan. Borgarstjóri vanrækti skyldur sínar. Honum bar að hafa heildarsýn yfir rekstur og verkefni SEA. Honum bar að yfirfara veruleg frávik í verkefnum skrifstofunnar. Kostnaðareftirlit var ófullnægjandi. Ábyrgð og forsvar ekki nægjanlegt. Sveitarstjórnarlög og innkaupareglur voru brotnar. Allt þetta staðfestir skýrslan,“ segir Hildur sem ætlar sjálf að segja sig úr hópnum ef Dagur verði ekki að ósk hennar.Vill að borgarstjóri segi af sér Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sagði þá í stöðuuppfærslu á Facebooksíðu sinni í gær að borgarstjóri gæti ekki vikið sér undan því að axla ábyrgð á málinu. Hún telur rétt að Dagur segi af sér.Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, vill að borgarstjóri segi af sér vegna málsins.Vísir/EgillMarta segir að „eyðslufylleríið“ megi rekja til þess að borgarstjóri hafi setið auðum höndum í stað þess að bregðast við ábendingum Innri endurskoðunar árið 2015. Sjálfur segist Dagur ætla að axla ábyrgð á málinu með því að stofna vinnuhópinn: „Ég axla mína ábyrgð með því að við förum núna í það, ég ásamt formanni borgarráðs og fulltrúa minnihlutans […] Í fyrsta lagi að upplýsa málið með því að kalla eftir þessari skýrslu og síðan taka þær ákvarðanir sem þarf með breytingum á reglum og eftirfylgni með niðurstöðum eins og þarf,“ segir Dagur í samtali við fréttastofu í fyrradag. Braggamálið Tengdar fréttir Segist ósáttur við framúrkeyrslu og finnur til ábyrgðar vegna Braggamálsins Vill nýta skýrslu Innri endurskoðunar til umbóta. 20. desember 2018 15:58 Dagur ætlar ekki að segja af sér vegna braggamálsins Borgarstjóri segir að gera verði betur og að farið hafi verið í pólitískar skotgrafir þegar málið kom upp í sumar. 20. desember 2018 20:30 Borgarfulltrúar í miklum umbótaham eftir útgáfu Braggaskýrslunnar Borgarfulltrúar sem Vísir náði tali af í dag sammælast um draga þurfi lærdóm af Braggamálinu en skýrsla Innri endurskoðunar varðandi framkvæmdirnar var birt síðdegis. 20. desember 2018 14:44 Kolsvört skýrsla um Braggann Fátt jákvætt er að finna í skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar (IER) um endurgerð Braggans við Nauthólsveg 100. 21. desember 2018 08:45 Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins mun fara fram á að Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, víki úr þriggja manna hópi sem á að rýna í niðurstöður skýrslu Innri endurskoðunar um endurgerð Braggans við Nauthólsveg 100. Í Stöðuuppfærslu á Facebook segir Hildur að Dagur hafi vanrækt skyldur sínar. „Strax í upphafi gerði minnihlutinn athugasemdir við þátttöku borgarstjóra í úrvinnslu málsins. Eftir nánari lestur hef ég styrkst enn frekar í þeirri afstöðu,“ segir Hildur. Hún greinir frá því að á fimmtudaginn síðasta hafi verið skipaður þriggja manna hópur til að rýna í niðurstöðurnar og vinna tillögur að úrbótum. Hún segir að Dagur hafi tekið sæti sem og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs. „Það var auðvitað ótækt að meirihlutinn hefði einn aðkomu að þessari vinnu. Af þeim sökum tók ég sæti í hópnum sem fulltrúi minnihlutans – sem fulltrúi skattgreiðenda sem kæra sig ekki um fjálglega meðför almannafjár,“ segir Hildur. Hildur segir að forsendur fyrir trúverðugri vinnu séu brostnar. „Hefðu borgarstjóri og borgarritari brugðist við öllum ábendingum hefði braggabruðlið aldrei raungerst. Þetta staðfestir nýjasta skýrslan. Borgarstjóri vanrækti skyldur sínar. Honum bar að hafa heildarsýn yfir rekstur og verkefni SEA. Honum bar að yfirfara veruleg frávik í verkefnum skrifstofunnar. Kostnaðareftirlit var ófullnægjandi. Ábyrgð og forsvar ekki nægjanlegt. Sveitarstjórnarlög og innkaupareglur voru brotnar. Allt þetta staðfestir skýrslan,“ segir Hildur sem ætlar sjálf að segja sig úr hópnum ef Dagur verði ekki að ósk hennar.Vill að borgarstjóri segi af sér Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sagði þá í stöðuuppfærslu á Facebooksíðu sinni í gær að borgarstjóri gæti ekki vikið sér undan því að axla ábyrgð á málinu. Hún telur rétt að Dagur segi af sér.Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, vill að borgarstjóri segi af sér vegna málsins.Vísir/EgillMarta segir að „eyðslufylleríið“ megi rekja til þess að borgarstjóri hafi setið auðum höndum í stað þess að bregðast við ábendingum Innri endurskoðunar árið 2015. Sjálfur segist Dagur ætla að axla ábyrgð á málinu með því að stofna vinnuhópinn: „Ég axla mína ábyrgð með því að við förum núna í það, ég ásamt formanni borgarráðs og fulltrúa minnihlutans […] Í fyrsta lagi að upplýsa málið með því að kalla eftir þessari skýrslu og síðan taka þær ákvarðanir sem þarf með breytingum á reglum og eftirfylgni með niðurstöðum eins og þarf,“ segir Dagur í samtali við fréttastofu í fyrradag.
Braggamálið Tengdar fréttir Segist ósáttur við framúrkeyrslu og finnur til ábyrgðar vegna Braggamálsins Vill nýta skýrslu Innri endurskoðunar til umbóta. 20. desember 2018 15:58 Dagur ætlar ekki að segja af sér vegna braggamálsins Borgarstjóri segir að gera verði betur og að farið hafi verið í pólitískar skotgrafir þegar málið kom upp í sumar. 20. desember 2018 20:30 Borgarfulltrúar í miklum umbótaham eftir útgáfu Braggaskýrslunnar Borgarfulltrúar sem Vísir náði tali af í dag sammælast um draga þurfi lærdóm af Braggamálinu en skýrsla Innri endurskoðunar varðandi framkvæmdirnar var birt síðdegis. 20. desember 2018 14:44 Kolsvört skýrsla um Braggann Fátt jákvætt er að finna í skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar (IER) um endurgerð Braggans við Nauthólsveg 100. 21. desember 2018 08:45 Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Segist ósáttur við framúrkeyrslu og finnur til ábyrgðar vegna Braggamálsins Vill nýta skýrslu Innri endurskoðunar til umbóta. 20. desember 2018 15:58
Dagur ætlar ekki að segja af sér vegna braggamálsins Borgarstjóri segir að gera verði betur og að farið hafi verið í pólitískar skotgrafir þegar málið kom upp í sumar. 20. desember 2018 20:30
Borgarfulltrúar í miklum umbótaham eftir útgáfu Braggaskýrslunnar Borgarfulltrúar sem Vísir náði tali af í dag sammælast um draga þurfi lærdóm af Braggamálinu en skýrsla Innri endurskoðunar varðandi framkvæmdirnar var birt síðdegis. 20. desember 2018 14:44
Kolsvört skýrsla um Braggann Fátt jákvætt er að finna í skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar (IER) um endurgerð Braggans við Nauthólsveg 100. 21. desember 2018 08:45