Sóknarprestur um Klaustursmálið: „Þótt enginn sé syndlaus þá er fólk upp til hópa ekki siðlaust“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. desember 2018 10:53 Davíð Þór Jónsson sóknarprestur í Laugarneskirkju er ekki skemmt þegar hugtök úr guðfræðinni eru slitin úr samhengi og merkingunni snúið á hvolf. Mynd/Anton Brink Séra Davíð Þór Jónsson sóknarprestur í Laugarneskirkju vakti athygli á því hversu áberandi lykilhugtök úr guðfræðinni hafa verið í þjóðmálaumræðunni að síðustu. Þrátt fyrir að Davíð sé hæstánægður með að orð á borð við „iðrun“, „fyrirgefning“ og „syndleysi“ séu viðhöfð að því er virðist í auknu mæli finnst honum ástæða til að rifja upp guðfræðilegt samhengi þeirra. Davíð vakti máls á þessu í aðsendri grein sem birtist í Mannlífi. „Það að vilja halda misgjörðum til streitu og láta gerendur sæta ábyrgð hefur verið úthrópað sem ókristileg langrækni og heift,“ segir Davíð sem bætir við að slík túlkun á fyrirgefningunni sem hugtaki byggist á mjög yfirborðslegum skilningi. „Þegar dæmisögur Jesú eru skoðaðar kemur nefnilega í ljós að fyrirgefningin er alltaf þrælskilyrt við játningu, iðrun og yfirbót. Án þessa getur ekki verið um neina fyrirgefningu að ræða.“ Ósannsögli, yfirklór fullyrðingar um að aðrir hafi gerst sekir um verri gjörðir sé ekki líklegt til að leiða til fyrirgefningar. Þá gerir Davíð setninguna „Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum“ að umfjöllunarefni í pistli sínum en í yfirlýsingu sem Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, sendi frá sér í kjölfar Klausturshneykslisins vitnaði hann í „bókmenntir“ guðfræðinnar með þessum hætti.Gunnar Bragi vitnaði til orða frelsarans í yfirlýsingu vegna Klausturshneykslisins.Vísir/VilhelmDavíð Þór minnir á að Jesú hafi látið þessi orð falla til að „verja forsmáða, valdalausa og varnarlausa konu fyrir grjótkasti vel stæðra karla úr stétt góðborgara.“ „Að heyra þessum orðum, sem sögð voru í þágu undirokaðra og réttlausra sem gátu ekki borið hönd yfir höfuð sér, beitt til að verja rétt vel stæðra karla úr stétt góðborgara til að kasta grjóti í þá sem minna mega sín hlýtur að nísta þá inn að beini sem gert hafa Krist að leiðtoga lífs síns og kynnt sér að einhverju leyti hvað í því felst,“ segir Davíð. Að snúa merkingunni upp í andhverfu sína sé næstum því jafn ósvífið og að snúa Faðir vorinu upp á andskotann segir Davíð. Að endingu gerir Davíð hugtakið „syndleysi“ að umfjöllunarefni í pistlinum. „Er sá syndlaus sem ekki hæðist að fötluðu baráttufólki og gerir grín að fötlun þess? Er sá syndlaus sem ekki hjólar kerfisbundið með níði og svívirðingum í hvern þjóðfélagshópinn af öðrum, koll af kolli, sem þurft hefur að heyja réttindabaráttu til að standa jafnfætis vel stæðum körlum úr stétt góðborgara gagnvart stofnunum samfélagsins? Er sá syndlaus sem ekki stærir sig af mútuþægni í opinberu embætti, hvort sem hann segir satt eða ósatt?“ spyr Davíð. Hann bendir á að þótt enginn sé syndlaus þá sé „fólk upp til hópa ekki siðlaust.“ Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Það var mér mikið áfall að sjá hvaða orðfæri ég viðhafði“ Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, hefur sent frá sér yfirlýsingu varðandi hljóðupptökur af honum og öðrum þingmönnum Miðflokksins og Flokki fólksins á Klaustur Bar. 30. nóvember 2018 22:48 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Fleiri fréttir Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Sjá meira
Séra Davíð Þór Jónsson sóknarprestur í Laugarneskirkju vakti athygli á því hversu áberandi lykilhugtök úr guðfræðinni hafa verið í þjóðmálaumræðunni að síðustu. Þrátt fyrir að Davíð sé hæstánægður með að orð á borð við „iðrun“, „fyrirgefning“ og „syndleysi“ séu viðhöfð að því er virðist í auknu mæli finnst honum ástæða til að rifja upp guðfræðilegt samhengi þeirra. Davíð vakti máls á þessu í aðsendri grein sem birtist í Mannlífi. „Það að vilja halda misgjörðum til streitu og láta gerendur sæta ábyrgð hefur verið úthrópað sem ókristileg langrækni og heift,“ segir Davíð sem bætir við að slík túlkun á fyrirgefningunni sem hugtaki byggist á mjög yfirborðslegum skilningi. „Þegar dæmisögur Jesú eru skoðaðar kemur nefnilega í ljós að fyrirgefningin er alltaf þrælskilyrt við játningu, iðrun og yfirbót. Án þessa getur ekki verið um neina fyrirgefningu að ræða.“ Ósannsögli, yfirklór fullyrðingar um að aðrir hafi gerst sekir um verri gjörðir sé ekki líklegt til að leiða til fyrirgefningar. Þá gerir Davíð setninguna „Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum“ að umfjöllunarefni í pistli sínum en í yfirlýsingu sem Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, sendi frá sér í kjölfar Klausturshneykslisins vitnaði hann í „bókmenntir“ guðfræðinnar með þessum hætti.Gunnar Bragi vitnaði til orða frelsarans í yfirlýsingu vegna Klausturshneykslisins.Vísir/VilhelmDavíð Þór minnir á að Jesú hafi látið þessi orð falla til að „verja forsmáða, valdalausa og varnarlausa konu fyrir grjótkasti vel stæðra karla úr stétt góðborgara.“ „Að heyra þessum orðum, sem sögð voru í þágu undirokaðra og réttlausra sem gátu ekki borið hönd yfir höfuð sér, beitt til að verja rétt vel stæðra karla úr stétt góðborgara til að kasta grjóti í þá sem minna mega sín hlýtur að nísta þá inn að beini sem gert hafa Krist að leiðtoga lífs síns og kynnt sér að einhverju leyti hvað í því felst,“ segir Davíð. Að snúa merkingunni upp í andhverfu sína sé næstum því jafn ósvífið og að snúa Faðir vorinu upp á andskotann segir Davíð. Að endingu gerir Davíð hugtakið „syndleysi“ að umfjöllunarefni í pistlinum. „Er sá syndlaus sem ekki hæðist að fötluðu baráttufólki og gerir grín að fötlun þess? Er sá syndlaus sem ekki hjólar kerfisbundið með níði og svívirðingum í hvern þjóðfélagshópinn af öðrum, koll af kolli, sem þurft hefur að heyja réttindabaráttu til að standa jafnfætis vel stæðum körlum úr stétt góðborgara gagnvart stofnunum samfélagsins? Er sá syndlaus sem ekki stærir sig af mútuþægni í opinberu embætti, hvort sem hann segir satt eða ósatt?“ spyr Davíð. Hann bendir á að þótt enginn sé syndlaus þá sé „fólk upp til hópa ekki siðlaust.“
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Það var mér mikið áfall að sjá hvaða orðfæri ég viðhafði“ Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, hefur sent frá sér yfirlýsingu varðandi hljóðupptökur af honum og öðrum þingmönnum Miðflokksins og Flokki fólksins á Klaustur Bar. 30. nóvember 2018 22:48 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Fleiri fréttir Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Sjá meira
„Það var mér mikið áfall að sjá hvaða orðfæri ég viðhafði“ Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, hefur sent frá sér yfirlýsingu varðandi hljóðupptökur af honum og öðrum þingmönnum Miðflokksins og Flokki fólksins á Klaustur Bar. 30. nóvember 2018 22:48