Heiðveig vann áfangasigur gegn Sjómannafélaginu í Félagsdómi Heimir Már Pétursson skrifar 21. desember 2018 19:30 Heiðveig María Einarsdóttir sjómaður hugðist bjóða sig fram til formennsku í Sjómannafélagi Íslands en mætti ýmsum hindrunum á þeirri leið. Vísir/vilhelm Félagsdómur féllst á þrjár af sex frávísunarkröfum Sjómannafélags Íslands í stefnu Heiðveigar Maríu Einarsdóttur gegn félaginu. Hún er sátt við niðurstöðuna þar sem allar helstu kröfur hennar á hendur félaginu standi, meðal annars varðandi brottrekstur hennar úr félaginu. Heiðveig María Einarsdóttir sjómaður hugðist bjóða sig fram til formennsku í Sjómannafélagi Íslands en mætti ýmsum hindrunum á þeirri leið, meðal annars að hún þyrfti að vera þrjú ár í félaginu til að bjóða sig fram og var að lokum rekin úr félaginu. Hún stefndi félaginu fyrir Félagsdóm með kröfur í sjö liðum en Sjómannafélagið krafðist frávísunar á sex þeirra. Félagsdómur hafnaði í dag þremur af sex frávísunarkröfum félagsins þannig að fjórar standa eftir. „Það eru aðalatriðin sem við viljum hafa inni. Það er að segja brottreksturinn og þessi þriggja ára regla. Hitt eru skaðabætur og miskabætur og eitthvað sem skiptir engu máli í þessu máli,“ sagði Heiðveig María eftir að niðurstaða Félagsdóms lág fyrir. Nú þegar þessi úrskurður hefur verið kveðinn upp er hægt að kæra hann til Hæstaréttar. Kolbrún Garðarsdóttir lögmaður Heiðveigar Maríu tekur undir með henni um að vel megi una við niðurstöðu Félagsdóms. „En efnislega sýnist mér við vera að fara að fjalla um brottreksturinn og kjörgengið sem er gott. Það þarf að leysa úr því. Svo hélt hann inni kröfunni eða hafnaði frávísun á kröfu um greiðslu sektar í ríkissjóð sem við gerðum. Sem er gott því ef niðurstaðan verður Heiðveigu í hag er ljóst að lög um stéttarfélög og vinnudeilur hafa verið brotin. Þá eiga aðilar að greiða sekt samkvæmt lögum,“ segir Kolbrún. Aðalmeðferð í málinu fer fram hinn 29. janúar að því gefnu að Hæstiréttur úrskurði áður ef Sjómannafélagið hugsanlega kærir niðurstöðu Félagsdóms. Heiðveigu og Kolbrúnu finnst hins vegar undarlegt að Sjómannafélagið ætli að halda aðalfund sinn hinn 27. desember, áður en aðalmeðferð málsins fer fram í Félagsdómi, þótt skorað hafi verið á félagið að bíða með fundinn. „Þannig að menn vissu þá hverjir væru kjörgengir og hvort viðkomandi væri í félaginu og svo framvegis. En þeir hafa alfarið hafnað því og ætla að halda öllu til streitu eins og ekkert sé,“ segir Kolbrún.Ertu hætt að berjast fyrir hagsmunum sjómanna? „Nei að sjálfsögðu ekki. Þetta eru einhverjir þyrnar sem búið er að strá einhvers staðar í götu okkar. Við höldum áfram ótrauð og erum að vinna á fullu,“ segir Heiðveig María Einarsdóttir. Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
Félagsdómur féllst á þrjár af sex frávísunarkröfum Sjómannafélags Íslands í stefnu Heiðveigar Maríu Einarsdóttur gegn félaginu. Hún er sátt við niðurstöðuna þar sem allar helstu kröfur hennar á hendur félaginu standi, meðal annars varðandi brottrekstur hennar úr félaginu. Heiðveig María Einarsdóttir sjómaður hugðist bjóða sig fram til formennsku í Sjómannafélagi Íslands en mætti ýmsum hindrunum á þeirri leið, meðal annars að hún þyrfti að vera þrjú ár í félaginu til að bjóða sig fram og var að lokum rekin úr félaginu. Hún stefndi félaginu fyrir Félagsdóm með kröfur í sjö liðum en Sjómannafélagið krafðist frávísunar á sex þeirra. Félagsdómur hafnaði í dag þremur af sex frávísunarkröfum félagsins þannig að fjórar standa eftir. „Það eru aðalatriðin sem við viljum hafa inni. Það er að segja brottreksturinn og þessi þriggja ára regla. Hitt eru skaðabætur og miskabætur og eitthvað sem skiptir engu máli í þessu máli,“ sagði Heiðveig María eftir að niðurstaða Félagsdóms lág fyrir. Nú þegar þessi úrskurður hefur verið kveðinn upp er hægt að kæra hann til Hæstaréttar. Kolbrún Garðarsdóttir lögmaður Heiðveigar Maríu tekur undir með henni um að vel megi una við niðurstöðu Félagsdóms. „En efnislega sýnist mér við vera að fara að fjalla um brottreksturinn og kjörgengið sem er gott. Það þarf að leysa úr því. Svo hélt hann inni kröfunni eða hafnaði frávísun á kröfu um greiðslu sektar í ríkissjóð sem við gerðum. Sem er gott því ef niðurstaðan verður Heiðveigu í hag er ljóst að lög um stéttarfélög og vinnudeilur hafa verið brotin. Þá eiga aðilar að greiða sekt samkvæmt lögum,“ segir Kolbrún. Aðalmeðferð í málinu fer fram hinn 29. janúar að því gefnu að Hæstiréttur úrskurði áður ef Sjómannafélagið hugsanlega kærir niðurstöðu Félagsdóms. Heiðveigu og Kolbrúnu finnst hins vegar undarlegt að Sjómannafélagið ætli að halda aðalfund sinn hinn 27. desember, áður en aðalmeðferð málsins fer fram í Félagsdómi, þótt skorað hafi verið á félagið að bíða með fundinn. „Þannig að menn vissu þá hverjir væru kjörgengir og hvort viðkomandi væri í félaginu og svo framvegis. En þeir hafa alfarið hafnað því og ætla að halda öllu til streitu eins og ekkert sé,“ segir Kolbrún.Ertu hætt að berjast fyrir hagsmunum sjómanna? „Nei að sjálfsögðu ekki. Þetta eru einhverjir þyrnar sem búið er að strá einhvers staðar í götu okkar. Við höldum áfram ótrauð og erum að vinna á fullu,“ segir Heiðveig María Einarsdóttir.
Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira