Boðar deiluaðila á fund milli jóla og nýárs Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. desember 2018 15:00 Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari. Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari hefur boðað fulltrúa Erlingar, VR og Verkalýðsfélags Akraness á fund með Samtökum atvinnulífsins á milli jóla og nýárs, föstudaginn 28. desember. Efling og VLFA klufu sig út úr viðræðum Starfsgreinasambandsins við SA í vikunni og fara hönd í hönd með VR í komandi kjaraviðræðum. Bryndís segist hafa ákveðið að freista þess að athuga hvort fulltrúar allra aðila kæmust á stöðumatsfund milli jóla og nýárs. „Það varð úr og það er ágætt,“ segir Bryndís í samtali við Vísi. Efling ákvað á miðvikudagskvöld að draga samningsumboð sitt hjá Starfsgreinasambandinu til baka. VLFA fylgdi í kjölfarið. Bryndís segist einfaldlega ætla að taka stöðuna á deiluaðilum, heyra hvernig samtöl þeirra hafi gengið hingað til og kalla eftir gögnum. Fá kynningu beggja aðila. Aðspurð hvort það sé sögulegt að sest sé til samningaviðræðna hjá ríkissáttasemjara áður en samningar renna út um áramótin segir Bryndís eflaust mega finna einhver dæmi þess efnis aftur í tímann. Í sjálfu sér sé ekkert óeðlilegt við að samningaviðræður hefjist áður en samningar renni út.En á hún von á hitafundi?„Maður veit aldrei fyrir fram hvort fundir verða hitafundur. Á ekkert frekar von á því.“ Félagsmenn í Eflingu, sem er langfjölmennasta félagði innan Starfsgreinasambandsins, eru 27 þúsund. Um 39 þúsund eru í VR og um þúsund í VLFA. Alls um 67 þúsund manns.Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.Yfirlýsing vegna vísunar kjaraviðræðna til ríkissáttasemjaraLágmarkslaun á íslenskum vinnumarkaði eru 300 þúsund krónur á mánuði samkvæmt kjarasamningum við Samtök atvinnulífsins. Húsnæðiskreppa og tilfærsla skattbyrði frá þeim ríku yfir á þá efnaminni gerir það að verkum að ekki er hægt að lifa af þessum launum. Efnahagsuppsveifla síðustu ára hefur ekki skilað láglaunafólki ábata og er löngu tímabært að snúa við þeirri öfugþróun.Stéttarfélög verslunarfólks og almenns launafólks standa sameinuð í þeirri kröfu að dagvinnulaun dugi fyrir mannsæmandi lífi. Krafa okkar er um krónutöluhækkanir sem leiði til sanngjarnari skiptingar kökunnar, ekki um prósentuhækkanir og launaskrið.Samtök atvinnulífsins hafa svarað kröfum okkar með gagnkröfu um uppstokkun á vinnutíma og breytingum á grundvallarréttindum launafólks – réttindum sem náðust með áralangri baráttu vinnandi fólks. Tólf tíma vinnudagur var raunveruleiki hér á landi á árum áður. Slíkt verður aldrei liðið aftur á íslenskum vinnumarkaði. Skilgreiningar á vinnutíma eru ávinningur af kjarabaráttu síðustu alda sem aldrei verður fórnað fyrir nafnlaunahækkanir sem geta brunnið upp í verðbólgu.Við höfum gert kröfu um róttækar breytingar á núverandi kerfi, sanngjarnar launaleiðréttingar og boðlegt líf en fáum lítil sem engin svör. Þeir sem vilja tryggja sanngirni og réttlæti á vinnumarkaði eru sakaðir um ábyrgðarleysi og jafnvel öfgar. Eini kosturinn sem boðinn er vinnandi fólki er kyrrstöðusamningar. Enn og aftur er til þess ætlast að láglaunafólk á Íslandi sitji eftir á meðan þeir launahæstu skammta sjálfum sér tugprósenta launahækkanir án þess að blikna.Verkalýðshreyfingin stendur sterk og mun berjast til að ná fram kröfum fólksins um mannsæmandi líf.Við undirrituð teljum að sögulegt tækifæri sé fólgið í breiðri samstöðu stéttarfélaga almenns verkafólks og verslunarfólks um krónutöluhækkanir og hækkun lægstu launa.Við undirrituð teljum að viðræður síðustu vikna við Samtök atvinnulífsins hafi verið árangurslausar. Við teljum afstöðu stjórnvalda skýra vísbendingu um að þau hyggist ekkert gera til að liðka fyrir viðræðum.Við höfum því tekið þá ákvörðun að vísa viðræðum þeirra stéttarfélaga sem við veitum forystu við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar – stéttarfélags Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA Kjaramál Tengdar fréttir Efling slítur sig frá SGS Samninganefnd Eflingar hefur dregið samningsumboð sitt frá Starfsgreinasambandinu. 19. desember 2018 21:09 Vonast til að félögin geti unnið saman þrátt fyrir niðurstöðuna Samninganefnd Eflingar samþykkti í gær að draga samningsumboð sitt til Starfsgreinasambandsins (SGS) til baka. 20. desember 2018 08:30 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Sjá meira
Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari hefur boðað fulltrúa Erlingar, VR og Verkalýðsfélags Akraness á fund með Samtökum atvinnulífsins á milli jóla og nýárs, föstudaginn 28. desember. Efling og VLFA klufu sig út úr viðræðum Starfsgreinasambandsins við SA í vikunni og fara hönd í hönd með VR í komandi kjaraviðræðum. Bryndís segist hafa ákveðið að freista þess að athuga hvort fulltrúar allra aðila kæmust á stöðumatsfund milli jóla og nýárs. „Það varð úr og það er ágætt,“ segir Bryndís í samtali við Vísi. Efling ákvað á miðvikudagskvöld að draga samningsumboð sitt hjá Starfsgreinasambandinu til baka. VLFA fylgdi í kjölfarið. Bryndís segist einfaldlega ætla að taka stöðuna á deiluaðilum, heyra hvernig samtöl þeirra hafi gengið hingað til og kalla eftir gögnum. Fá kynningu beggja aðila. Aðspurð hvort það sé sögulegt að sest sé til samningaviðræðna hjá ríkissáttasemjara áður en samningar renna út um áramótin segir Bryndís eflaust mega finna einhver dæmi þess efnis aftur í tímann. Í sjálfu sér sé ekkert óeðlilegt við að samningaviðræður hefjist áður en samningar renni út.En á hún von á hitafundi?„Maður veit aldrei fyrir fram hvort fundir verða hitafundur. Á ekkert frekar von á því.“ Félagsmenn í Eflingu, sem er langfjölmennasta félagði innan Starfsgreinasambandsins, eru 27 þúsund. Um 39 þúsund eru í VR og um þúsund í VLFA. Alls um 67 þúsund manns.Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.Yfirlýsing vegna vísunar kjaraviðræðna til ríkissáttasemjaraLágmarkslaun á íslenskum vinnumarkaði eru 300 þúsund krónur á mánuði samkvæmt kjarasamningum við Samtök atvinnulífsins. Húsnæðiskreppa og tilfærsla skattbyrði frá þeim ríku yfir á þá efnaminni gerir það að verkum að ekki er hægt að lifa af þessum launum. Efnahagsuppsveifla síðustu ára hefur ekki skilað láglaunafólki ábata og er löngu tímabært að snúa við þeirri öfugþróun.Stéttarfélög verslunarfólks og almenns launafólks standa sameinuð í þeirri kröfu að dagvinnulaun dugi fyrir mannsæmandi lífi. Krafa okkar er um krónutöluhækkanir sem leiði til sanngjarnari skiptingar kökunnar, ekki um prósentuhækkanir og launaskrið.Samtök atvinnulífsins hafa svarað kröfum okkar með gagnkröfu um uppstokkun á vinnutíma og breytingum á grundvallarréttindum launafólks – réttindum sem náðust með áralangri baráttu vinnandi fólks. Tólf tíma vinnudagur var raunveruleiki hér á landi á árum áður. Slíkt verður aldrei liðið aftur á íslenskum vinnumarkaði. Skilgreiningar á vinnutíma eru ávinningur af kjarabaráttu síðustu alda sem aldrei verður fórnað fyrir nafnlaunahækkanir sem geta brunnið upp í verðbólgu.Við höfum gert kröfu um róttækar breytingar á núverandi kerfi, sanngjarnar launaleiðréttingar og boðlegt líf en fáum lítil sem engin svör. Þeir sem vilja tryggja sanngirni og réttlæti á vinnumarkaði eru sakaðir um ábyrgðarleysi og jafnvel öfgar. Eini kosturinn sem boðinn er vinnandi fólki er kyrrstöðusamningar. Enn og aftur er til þess ætlast að láglaunafólk á Íslandi sitji eftir á meðan þeir launahæstu skammta sjálfum sér tugprósenta launahækkanir án þess að blikna.Verkalýðshreyfingin stendur sterk og mun berjast til að ná fram kröfum fólksins um mannsæmandi líf.Við undirrituð teljum að sögulegt tækifæri sé fólgið í breiðri samstöðu stéttarfélaga almenns verkafólks og verslunarfólks um krónutöluhækkanir og hækkun lægstu launa.Við undirrituð teljum að viðræður síðustu vikna við Samtök atvinnulífsins hafi verið árangurslausar. Við teljum afstöðu stjórnvalda skýra vísbendingu um að þau hyggist ekkert gera til að liðka fyrir viðræðum.Við höfum því tekið þá ákvörðun að vísa viðræðum þeirra stéttarfélaga sem við veitum forystu við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar – stéttarfélags Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA
Kjaramál Tengdar fréttir Efling slítur sig frá SGS Samninganefnd Eflingar hefur dregið samningsumboð sitt frá Starfsgreinasambandinu. 19. desember 2018 21:09 Vonast til að félögin geti unnið saman þrátt fyrir niðurstöðuna Samninganefnd Eflingar samþykkti í gær að draga samningsumboð sitt til Starfsgreinasambandsins (SGS) til baka. 20. desember 2018 08:30 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Sjá meira
Efling slítur sig frá SGS Samninganefnd Eflingar hefur dregið samningsumboð sitt frá Starfsgreinasambandinu. 19. desember 2018 21:09
Vonast til að félögin geti unnið saman þrátt fyrir niðurstöðuna Samninganefnd Eflingar samþykkti í gær að draga samningsumboð sitt til Starfsgreinasambandsins (SGS) til baka. 20. desember 2018 08:30