Telur fæsta þingmenn spillta Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. desember 2018 10:13 Guðmundur Andri setur þó þann varnagla við skoðun sína að reynsla hans af Alþingi sé enn takmörkuð. FBL/Eyþór Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir Alþingismenn upp til hópa fólk sem reyni að sinna vinnu sinni af samviskusemi. Hann kemur ekki auga á að þingmenn séu almennt spilltir og veit ekki í hverju sú spilling ætti að lýsa sér. Þetta segir Guðmundur Andri á Facebook en um er að ræða viðbrögð þingmannsins við nýrri könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands. Þar kom fram að 65 prósent landsmanna telja að margir eða nánast allir 63 þingmenn landsins séu viðriðnir spillingu. Aðeins 2 prósent landsmanna telja að nánast engir þingmenn séu spilltir. Stofnunin gerði sömu könnun fyrir tveimur árum. Þá var hlutfall þeirra sem töldu nokkra ef ekki alla þingmenn viðriðna spillingu helmingi minna eða 34 prósent.Samanburður á skoðanakönnunum Félagsvísindastofnunar árið 2016 og 2018.Félagsvísindastofnun HÍ„Reynsla mín af þingi er svo sem takmörkuð enn. Ég er kannski ekki nógu næmur á þessa hluti, en ég kem hreinlega ekki auga á það að þingmenn séu almennt spilltir og veit ekki í hverju það ætti að lýsa sér,“ segir Guðmundur Andri sem tók sæti á Alþingi fyrir Samfylkinguna árið 2017. „Þetta er upp til hópa fólk sem er að reyna að sinna sinni vinnu af samviskusemi - margt með skrýtnar skoðanir vissulega, en það eitt og sér gerir manneskju ekki spillta, svona eins og ég skil það orð. Satt að segja stendur mér stuggur af þessari rótgrónu andúð á þinginu og því fólki sem þar starfar, held að við höfum vonda reynslu af andþingræðislegum stefnum á síðustu öld.“Uppfært klukkan 14:20Fyrirsögn var breytt eftir athugasemd frá þingmanninum. Hún var Kemur ekki auga á spillingu hjá kollegum sínum. Þingmaðurinn taldi þá fyrirsögn ekki lýsa færslu hans réttilega. Hann þyrfti að vera sjóndapur ef hann kæmi ekki auga á einhverja spillingu en hún væri ekki almenn. Alþingi Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir Alþingismenn upp til hópa fólk sem reyni að sinna vinnu sinni af samviskusemi. Hann kemur ekki auga á að þingmenn séu almennt spilltir og veit ekki í hverju sú spilling ætti að lýsa sér. Þetta segir Guðmundur Andri á Facebook en um er að ræða viðbrögð þingmannsins við nýrri könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands. Þar kom fram að 65 prósent landsmanna telja að margir eða nánast allir 63 þingmenn landsins séu viðriðnir spillingu. Aðeins 2 prósent landsmanna telja að nánast engir þingmenn séu spilltir. Stofnunin gerði sömu könnun fyrir tveimur árum. Þá var hlutfall þeirra sem töldu nokkra ef ekki alla þingmenn viðriðna spillingu helmingi minna eða 34 prósent.Samanburður á skoðanakönnunum Félagsvísindastofnunar árið 2016 og 2018.Félagsvísindastofnun HÍ„Reynsla mín af þingi er svo sem takmörkuð enn. Ég er kannski ekki nógu næmur á þessa hluti, en ég kem hreinlega ekki auga á það að þingmenn séu almennt spilltir og veit ekki í hverju það ætti að lýsa sér,“ segir Guðmundur Andri sem tók sæti á Alþingi fyrir Samfylkinguna árið 2017. „Þetta er upp til hópa fólk sem er að reyna að sinna sinni vinnu af samviskusemi - margt með skrýtnar skoðanir vissulega, en það eitt og sér gerir manneskju ekki spillta, svona eins og ég skil það orð. Satt að segja stendur mér stuggur af þessari rótgrónu andúð á þinginu og því fólki sem þar starfar, held að við höfum vonda reynslu af andþingræðislegum stefnum á síðustu öld.“Uppfært klukkan 14:20Fyrirsögn var breytt eftir athugasemd frá þingmanninum. Hún var Kemur ekki auga á spillingu hjá kollegum sínum. Þingmaðurinn taldi þá fyrirsögn ekki lýsa færslu hans réttilega. Hann þyrfti að vera sjóndapur ef hann kæmi ekki auga á einhverja spillingu en hún væri ekki almenn.
Alþingi Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira