Dagur ætlar ekki að segja af sér vegna braggamálsins Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 20. desember 2018 20:30 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Vísir/Vilhelm Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist ekki ætla að af sér vegna braggamálsins svokallaða. Hann segir að gera verði betur og að farið hafi verið í pólitískar skotgrafir þegar málið kom upp í sumar. Sindri Sindrason ræddi við Dag í kvöldfréttum Stöðvar 2. Skýrsla innri endurskoðunar um endurgerð braggans í Nauthólsvík var kynnt í dag. Þar segir meðal annars að koma hefði mátt í veg fyrir framúrkeyrsluna ef gerðar hefðu verið úrbætur í samræmi við ábendingar frá árinu 2015 en það hafi ekki verið gert. Þá hafi sveitarstjórnarlög og lög um skjalasöfn verið brotin. Dagur segist ekki ætla að segja af sér vegna málsins. „Það sem við gerum um leið og þetta mál kemur upp í sumar er að ég geri borgarráði grein fyrir því og greini frá því að ég hafi kallað eftir skýringum vegna þess að við eigum þessu ekki að venjast. Það er samt brot á sveitarstjórnarlögum að efna til útgjalda án fjárheimilda og svo þegar skýringarnar koma fram þá ákveður meirihlutinn að fá málið algerlega upplýst af hendi innri endurskoðunar og það er sú skýrsla sem liggur fyrir í dag,“ segir Dagur. „Eitt af því sem hefur einkennt þetta mál reyndar frá upphafi er að þeir sem héldu á verkefninu og báru ábyrgð á því hjá borginni hafa alveg gengist við sinni ábyrgð.“Verði að gera betur Dagur segist gangast við því að vera yfirmaður borgarinnar en segir að borgarráð hafi ekki fengið upplýsingar og hann ekki heldur og það liggi fyrir í skýrslu innri endurskoðunar. „Ég axla mína ábyrgð með því að við förum núna i það, ég ásamt formanni borgarráðs og fulltrúa minnihlutans […] Í fyrsta lagi að upplýsa málið með því að kalla eftir þessari skýrslu og síðan taka þær ákvarðanir sem þarf með breytingum á reglum og eftirfylgni með niðurstöðunum eins og þarf.“ Innri endurskoðun gerði athugun á skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar Reykjavíkur árið 2015 og voru þá lagðar fram tillögur um úrbætur en því hefur ekki verið fylgt eftir. „Það var hópur settur í það strax eftir að sú niðurstaða lá fyrir og það var gerð grein fyrir því hvernig þeim verkefnum miðaði. Sumu er lokið öðru er ólokið og við munum fara yfir það núna í þessari vinnu sem framundan er.“Það er þannig sem þú ætlar að axla ábyrgð, þú ætlar að reyna að gera betur næst ekki segja af þér? „Já, við verðum að gera betur vegna þess að við eigum ekki því að venjast að verkefni fari svona framúr og fari í framkvæmd án fjárheimilda hjá borginni.“ Dagur viðurkennir þó að þetta sé ekki eina verkefnið sem hafi farið fram úr áætlun. „Það sem er sérstakt við þetta verkefni er að þarna er farið fram úr án fjárheimilda. Án þess að í raun þegar sú breytingeins og skýrslan lýsir ágætlega, við förum af stað með verkefni sem átti að felast í því að fara í lágmarksframkvæmdir við að standsetja stúdentabragga sem átti að leigjast út með lágri leigu og það sem í raun þróast er full endurgerð af mjög miklum metnaði á bragga sem kostaði meira án þess að sóttar væru til þess eðlilegar heimildir.“ „Þetta mál er þannig vaxið að það voru vissulega settar fram einhverjar hugleiðingar pólitískt, það fór svolítið í pólitískar skotgrafir þegar það kom upp i sumar. En það vakti athygli eftir að niðurstöðurnar voru kynntar og búið var að fara yfir málið að það var fólki ekki efst í huga.“ Braggamálið Tengdar fréttir Segist ósáttur við framúrkeyrslu og finnur til ábyrgðar vegna Braggamálsins Vill nýta skýrslu Innri endurskoðunar til umbóta. 20. desember 2018 15:58 Borgarfulltrúar í miklum umbótaham eftir útgáfu Braggaskýrslunnar Borgarfulltrúar sem Vísir náði tali af í dag sammælast um draga þurfi lærdóm af Braggamálinu en skýrsla Innri endurskoðunar varðandi framkvæmdirnar var birt síðdegis. 20. desember 2018 14:44 Hrólfur hlýtur harða útreið í Braggaskýrslu Innri endurskoðunar Dæmi eru um að villandi og jafnvel rangar upplýsingar varðandi framkvæmdir við Braggann í Nauthólsvík hafi farið til borgarráðs, auk þess sem borgarráð var ekki nægilega upplýst um framvindu mála. 20. desember 2018 13:33 Sjálfstæðismenn: Áfellisdómur yfir stjórnkerfi borgarinnar, Hrólf og borgarstjóra Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks segja skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um Braggamálið draga upp dekkri mynd en fulltrúum Sjálfstæðisflokks í borgarráði óraði fyrir. 20. desember 2018 14:05 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist ekki ætla að af sér vegna braggamálsins svokallaða. Hann segir að gera verði betur og að farið hafi verið í pólitískar skotgrafir þegar málið kom upp í sumar. Sindri Sindrason ræddi við Dag í kvöldfréttum Stöðvar 2. Skýrsla innri endurskoðunar um endurgerð braggans í Nauthólsvík var kynnt í dag. Þar segir meðal annars að koma hefði mátt í veg fyrir framúrkeyrsluna ef gerðar hefðu verið úrbætur í samræmi við ábendingar frá árinu 2015 en það hafi ekki verið gert. Þá hafi sveitarstjórnarlög og lög um skjalasöfn verið brotin. Dagur segist ekki ætla að segja af sér vegna málsins. „Það sem við gerum um leið og þetta mál kemur upp í sumar er að ég geri borgarráði grein fyrir því og greini frá því að ég hafi kallað eftir skýringum vegna þess að við eigum þessu ekki að venjast. Það er samt brot á sveitarstjórnarlögum að efna til útgjalda án fjárheimilda og svo þegar skýringarnar koma fram þá ákveður meirihlutinn að fá málið algerlega upplýst af hendi innri endurskoðunar og það er sú skýrsla sem liggur fyrir í dag,“ segir Dagur. „Eitt af því sem hefur einkennt þetta mál reyndar frá upphafi er að þeir sem héldu á verkefninu og báru ábyrgð á því hjá borginni hafa alveg gengist við sinni ábyrgð.“Verði að gera betur Dagur segist gangast við því að vera yfirmaður borgarinnar en segir að borgarráð hafi ekki fengið upplýsingar og hann ekki heldur og það liggi fyrir í skýrslu innri endurskoðunar. „Ég axla mína ábyrgð með því að við förum núna i það, ég ásamt formanni borgarráðs og fulltrúa minnihlutans […] Í fyrsta lagi að upplýsa málið með því að kalla eftir þessari skýrslu og síðan taka þær ákvarðanir sem þarf með breytingum á reglum og eftirfylgni með niðurstöðunum eins og þarf.“ Innri endurskoðun gerði athugun á skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar Reykjavíkur árið 2015 og voru þá lagðar fram tillögur um úrbætur en því hefur ekki verið fylgt eftir. „Það var hópur settur í það strax eftir að sú niðurstaða lá fyrir og það var gerð grein fyrir því hvernig þeim verkefnum miðaði. Sumu er lokið öðru er ólokið og við munum fara yfir það núna í þessari vinnu sem framundan er.“Það er þannig sem þú ætlar að axla ábyrgð, þú ætlar að reyna að gera betur næst ekki segja af þér? „Já, við verðum að gera betur vegna þess að við eigum ekki því að venjast að verkefni fari svona framúr og fari í framkvæmd án fjárheimilda hjá borginni.“ Dagur viðurkennir þó að þetta sé ekki eina verkefnið sem hafi farið fram úr áætlun. „Það sem er sérstakt við þetta verkefni er að þarna er farið fram úr án fjárheimilda. Án þess að í raun þegar sú breytingeins og skýrslan lýsir ágætlega, við förum af stað með verkefni sem átti að felast í því að fara í lágmarksframkvæmdir við að standsetja stúdentabragga sem átti að leigjast út með lágri leigu og það sem í raun þróast er full endurgerð af mjög miklum metnaði á bragga sem kostaði meira án þess að sóttar væru til þess eðlilegar heimildir.“ „Þetta mál er þannig vaxið að það voru vissulega settar fram einhverjar hugleiðingar pólitískt, það fór svolítið í pólitískar skotgrafir þegar það kom upp i sumar. En það vakti athygli eftir að niðurstöðurnar voru kynntar og búið var að fara yfir málið að það var fólki ekki efst í huga.“
Braggamálið Tengdar fréttir Segist ósáttur við framúrkeyrslu og finnur til ábyrgðar vegna Braggamálsins Vill nýta skýrslu Innri endurskoðunar til umbóta. 20. desember 2018 15:58 Borgarfulltrúar í miklum umbótaham eftir útgáfu Braggaskýrslunnar Borgarfulltrúar sem Vísir náði tali af í dag sammælast um draga þurfi lærdóm af Braggamálinu en skýrsla Innri endurskoðunar varðandi framkvæmdirnar var birt síðdegis. 20. desember 2018 14:44 Hrólfur hlýtur harða útreið í Braggaskýrslu Innri endurskoðunar Dæmi eru um að villandi og jafnvel rangar upplýsingar varðandi framkvæmdir við Braggann í Nauthólsvík hafi farið til borgarráðs, auk þess sem borgarráð var ekki nægilega upplýst um framvindu mála. 20. desember 2018 13:33 Sjálfstæðismenn: Áfellisdómur yfir stjórnkerfi borgarinnar, Hrólf og borgarstjóra Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks segja skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um Braggamálið draga upp dekkri mynd en fulltrúum Sjálfstæðisflokks í borgarráði óraði fyrir. 20. desember 2018 14:05 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Segist ósáttur við framúrkeyrslu og finnur til ábyrgðar vegna Braggamálsins Vill nýta skýrslu Innri endurskoðunar til umbóta. 20. desember 2018 15:58
Borgarfulltrúar í miklum umbótaham eftir útgáfu Braggaskýrslunnar Borgarfulltrúar sem Vísir náði tali af í dag sammælast um draga þurfi lærdóm af Braggamálinu en skýrsla Innri endurskoðunar varðandi framkvæmdirnar var birt síðdegis. 20. desember 2018 14:44
Hrólfur hlýtur harða útreið í Braggaskýrslu Innri endurskoðunar Dæmi eru um að villandi og jafnvel rangar upplýsingar varðandi framkvæmdir við Braggann í Nauthólsvík hafi farið til borgarráðs, auk þess sem borgarráð var ekki nægilega upplýst um framvindu mála. 20. desember 2018 13:33
Sjálfstæðismenn: Áfellisdómur yfir stjórnkerfi borgarinnar, Hrólf og borgarstjóra Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks segja skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um Braggamálið draga upp dekkri mynd en fulltrúum Sjálfstæðisflokks í borgarráði óraði fyrir. 20. desember 2018 14:05