Pressa á ráðherra vegna alvarlegs ástands á Landspítalanum Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 20. desember 2018 20:00 Í minnisblaði sem Alma D. Möller landlæknir sendi til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra kemur fram að sjúklingar bíði á bráðamóttöku í allt að 66 klukkustundir eftir innlögn. Öryggi sjúklinga sé ógnað með þessum hætti og brýnt sé að ráðherra bregðist skjótt við. Landlæknir skilaði heilbrigðisráðherra áliti sínu vegna alvarlegrar stöðu sem myndaðist á bráðamóttöku Landspítalans í byrjun mánaðar. Nýting sjúkrarýma fór upp í 117 prósent en á hefðbundnum bráðasjúkrahúsum er gert ráð fyrir 85 prósent nýtingu. Sjúklingar sem bíða eftir innlögn og eru vistaðir á bráðamóttöku bíða nú í rúmar 23 klukkustundir en fyrir ári var biðin tæpar 17 klukkustundir. Erlend viðmið gera ráð fyrir 6 klukkustunda bið. Dæmi eru til um að sjúklingar bíði í allt að 66 klukkustundir eftir innlögn. Landlæknir segir ástandið óviðunandi og hvetur heilbrigðisráðherra til að bregðast skjótt við. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir að grípa þurfi til aðgerða áður en flensutíðin mæti sem erfiðust er í febrúar og mars. „Það sem þarf að breytast til þess að við getum brugðist við þessu er að við náum að útskrifa fólk skilvirkar og hraðar af spítalanum þegar það hefur lokið virkri meðferð hér,“ segir Páll og bendir á að Landspítalinn sé mjög gott sjúkrahús fyrir bráðveikt fólk en ekki gott hjúkrunarheimili. Tvö hundruð manns leita á bráðamóttökuna á degi hverjum, þar af þurfa 20 sjúklingar innlögn. En allt að 76 sjúklingar hafa verið þar samtímis en pláss er fyrir 56. 5. Desember síðastliðinn voru 267 sjúklingar sem leituðu þangað á einum sólahring og fyrir voru 51 sjúklingur frá fyrri dögum sem ekki var hægt að útskrifa. „Ég verð að segja það að stjórnvöld og heilbrigðisráðherra hafa tekið þessu alvarlega og brugðist skjótt við. Þannig að við gerum okkur vonir um að við sjáum fljótlega árangur og fáum svör,“ segir hann. Heilbrigðisráðherra vildi bíða með að veita viðtal vegna málsins þar til hlutaúttekt landlæknis liggur fyrir. Heilbrigðismál Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira
Í minnisblaði sem Alma D. Möller landlæknir sendi til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra kemur fram að sjúklingar bíði á bráðamóttöku í allt að 66 klukkustundir eftir innlögn. Öryggi sjúklinga sé ógnað með þessum hætti og brýnt sé að ráðherra bregðist skjótt við. Landlæknir skilaði heilbrigðisráðherra áliti sínu vegna alvarlegrar stöðu sem myndaðist á bráðamóttöku Landspítalans í byrjun mánaðar. Nýting sjúkrarýma fór upp í 117 prósent en á hefðbundnum bráðasjúkrahúsum er gert ráð fyrir 85 prósent nýtingu. Sjúklingar sem bíða eftir innlögn og eru vistaðir á bráðamóttöku bíða nú í rúmar 23 klukkustundir en fyrir ári var biðin tæpar 17 klukkustundir. Erlend viðmið gera ráð fyrir 6 klukkustunda bið. Dæmi eru til um að sjúklingar bíði í allt að 66 klukkustundir eftir innlögn. Landlæknir segir ástandið óviðunandi og hvetur heilbrigðisráðherra til að bregðast skjótt við. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir að grípa þurfi til aðgerða áður en flensutíðin mæti sem erfiðust er í febrúar og mars. „Það sem þarf að breytast til þess að við getum brugðist við þessu er að við náum að útskrifa fólk skilvirkar og hraðar af spítalanum þegar það hefur lokið virkri meðferð hér,“ segir Páll og bendir á að Landspítalinn sé mjög gott sjúkrahús fyrir bráðveikt fólk en ekki gott hjúkrunarheimili. Tvö hundruð manns leita á bráðamóttökuna á degi hverjum, þar af þurfa 20 sjúklingar innlögn. En allt að 76 sjúklingar hafa verið þar samtímis en pláss er fyrir 56. 5. Desember síðastliðinn voru 267 sjúklingar sem leituðu þangað á einum sólahring og fyrir voru 51 sjúklingur frá fyrri dögum sem ekki var hægt að útskrifa. „Ég verð að segja það að stjórnvöld og heilbrigðisráðherra hafa tekið þessu alvarlega og brugðist skjótt við. Þannig að við gerum okkur vonir um að við sjáum fljótlega árangur og fáum svör,“ segir hann. Heilbrigðisráðherra vildi bíða með að veita viðtal vegna málsins þar til hlutaúttekt landlæknis liggur fyrir.
Heilbrigðismál Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira