Rússneskur ríkisfjölmiðill braut hlutleysisreglur í umfjöllun um Skrípal Kjartan Kjartansson skrifar 20. desember 2018 12:22 RT er fjármagnað af rússneska ríkinu og þykir hafa slagsíðu í umfjöllun sem tengist hagsmunum Rússlands. Vísir/Getty Fjölmiðlanefnd Bretlands (Ofcom) hefur komist að þeirri niðurstöðu að rússneska sjónvarpsstöðin RT hafi brotið hlutleysisreglur sjö sinnum á sex vikum þegar hún fjallaði um taugeiturstilræði gegn rússneskum fyrrverandi njósnara í bænum Salisbury í vor, Sýrland og Úkraínu. RT er fjármagnað af rússneska ríkinu og sendir út fréttir og umræðuþætti um heimsmál út frá rússnesku sjónarhorni. Gagnrýnendur stöðvarinnar halda því fram að hún sé lítið annað en áróðurstæki fyrir rússnesk stjórnvöld.Ofcom telur í úrskurði sínum að umfjöllun miðilsins í mars og apríl, í kjölfar taugaeiturstilræðisins gegn Sergei Skrípal og dóttur hans Júlíu, hafi verið alvarlegt brot á breskum útvarpsreglum. Markmið stöðvarinnar sé að koma með annað sjónarhorn á fréttir, ekki síst þær sem tengjast Rússlandi. Stöðin hefði viðurkennt að það þýddi ekki að hún ætti að segja frá rússneskum sjónarmiðum eins og þau væru þau einu sem til væru. Nefndin hefur tilkynnt RT að hún íhugi að beita fyrirtækið refsingu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hún hefur heimildir til að þvinga fjölmiðla til að birta úrskurði sína og jafnvel til að afturkalla útsendingaleyfi.Greindu ekki nægilega frá andstæðum sjónarmiðum Bresk stjórnvöld hafa sakað ríkisstjórn Vladímírs Pútín Rússlandsforseta um að hafa staðið að baki tilræðinu gegn Skrípal-feðginunum í Salisbury í mars. Því hafa Rússar neitað harðlega. Önnur vestræn ríki hafa stutt ásakanir Breta. Úrskurður Ofcom varðar meðal annars tvö tilfelli þar sem Skrípaltilræðið var rætt, þar á meðal í umræðuþættinum Spútnik sem George Galloway, breskur fyrrverandi þingmaður, stýrði. Þar ræddi Galloway við fyrrverandi ráðgjafa Kremlarstjórnar um hversu ólíklegt þeir teldu að Pútín forseti hefði skipað fyrir um morð á Skrípal. Í hinum tilfellunum var fjallað um afstöðu úkraínskra stjórnvalda til nasismans og meðferð hennar á rómafólki annars vegar og átökin í Sýrlandi hins vegar. Ofcom taldi að RT hefði ekki greint nægilega frá andmælum við gagnrýni á úkraínsk stjórnvöld og hefði fjallað einhliða um málefni Sýrlands. Fulltrúar RT segjast vonsviknir með niðurstöðu Ofcom og þeir ætli að ákveða næstu skref bráðlega. Gagnrýndu þeir nefndina fyrir að taka ekki nægilegt tillit til andmæla þeirra. Í andsvörum sínum til nefndarinnar færðu þeir meðal annars rök fyrir því að áhorfendur sínir fengju að heyra rússnesk sjónarmið „ósíuð af bresku útvarpi“ þegar kæmi að málum sem tengdust ágreiningi á milli breskra og rússneskra stjórnvalda.Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá einn af þáttunum sem Ofcom taldi að hefði brotið gegn reglum um hlutleysi. Bretland Rússland Taugaeitursárás í Bretlandi Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Fjölmiðlanefnd Bretlands (Ofcom) hefur komist að þeirri niðurstöðu að rússneska sjónvarpsstöðin RT hafi brotið hlutleysisreglur sjö sinnum á sex vikum þegar hún fjallaði um taugeiturstilræði gegn rússneskum fyrrverandi njósnara í bænum Salisbury í vor, Sýrland og Úkraínu. RT er fjármagnað af rússneska ríkinu og sendir út fréttir og umræðuþætti um heimsmál út frá rússnesku sjónarhorni. Gagnrýnendur stöðvarinnar halda því fram að hún sé lítið annað en áróðurstæki fyrir rússnesk stjórnvöld.Ofcom telur í úrskurði sínum að umfjöllun miðilsins í mars og apríl, í kjölfar taugaeiturstilræðisins gegn Sergei Skrípal og dóttur hans Júlíu, hafi verið alvarlegt brot á breskum útvarpsreglum. Markmið stöðvarinnar sé að koma með annað sjónarhorn á fréttir, ekki síst þær sem tengjast Rússlandi. Stöðin hefði viðurkennt að það þýddi ekki að hún ætti að segja frá rússneskum sjónarmiðum eins og þau væru þau einu sem til væru. Nefndin hefur tilkynnt RT að hún íhugi að beita fyrirtækið refsingu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hún hefur heimildir til að þvinga fjölmiðla til að birta úrskurði sína og jafnvel til að afturkalla útsendingaleyfi.Greindu ekki nægilega frá andstæðum sjónarmiðum Bresk stjórnvöld hafa sakað ríkisstjórn Vladímírs Pútín Rússlandsforseta um að hafa staðið að baki tilræðinu gegn Skrípal-feðginunum í Salisbury í mars. Því hafa Rússar neitað harðlega. Önnur vestræn ríki hafa stutt ásakanir Breta. Úrskurður Ofcom varðar meðal annars tvö tilfelli þar sem Skrípaltilræðið var rætt, þar á meðal í umræðuþættinum Spútnik sem George Galloway, breskur fyrrverandi þingmaður, stýrði. Þar ræddi Galloway við fyrrverandi ráðgjafa Kremlarstjórnar um hversu ólíklegt þeir teldu að Pútín forseti hefði skipað fyrir um morð á Skrípal. Í hinum tilfellunum var fjallað um afstöðu úkraínskra stjórnvalda til nasismans og meðferð hennar á rómafólki annars vegar og átökin í Sýrlandi hins vegar. Ofcom taldi að RT hefði ekki greint nægilega frá andmælum við gagnrýni á úkraínsk stjórnvöld og hefði fjallað einhliða um málefni Sýrlands. Fulltrúar RT segjast vonsviknir með niðurstöðu Ofcom og þeir ætli að ákveða næstu skref bráðlega. Gagnrýndu þeir nefndina fyrir að taka ekki nægilegt tillit til andmæla þeirra. Í andsvörum sínum til nefndarinnar færðu þeir meðal annars rök fyrir því að áhorfendur sínir fengju að heyra rússnesk sjónarmið „ósíuð af bresku útvarpi“ þegar kæmi að málum sem tengdust ágreiningi á milli breskra og rússneskra stjórnvalda.Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá einn af þáttunum sem Ofcom taldi að hefði brotið gegn reglum um hlutleysi.
Bretland Rússland Taugaeitursárás í Bretlandi Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira