Bretar eru nokkuð rólegir þrátt fyrir að staðan sé nú uggvænleg Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 20. desember 2018 07:00 Þessir Bretar virðast þó allt annað en rólegir yfir stöðunni. Nordicphotos/AFP Þrátt fyrir að yfirvöld í Bretlandi séu farin að undirbúa sig á fullu fyrir samningslausa útgöngu úr Evrópusambandinu er breskur almenningur nokkuð rólegur vegna málsins. Þetta segir Sif Sigmarsdóttir rithöfundur en hún er búsett í Bretlandi. Ekki er útlit fyrir að samningur ríkisstjórnar Theresu May við ESB um útgönguna verði samþykktur á breska þinginu. Atkvæðagreiðsla fer fram í janúar. Hún átti að fara fram fyrr í þessum mánuði en það var deginum ljósara að þingið hefði kolfellt plaggið. Eins og fjallað var um í Fréttablaðinu í gær felur þessi undirbúningur meðal annars í sér að á fjórða þúsund hermanna hafa verið settir í viðbragðsstöðu. Þá hefur pláss verið tekið frá í ferjum fyrir nauðsynjaflutninga svo fátt eitt sé nefnt. „Þegar kveikt er á fréttum mætti ætla að Bretar töluðu ekki um annað en Brexit. Það eru hins vegar aðallega stjórnmálamenn og fjölmiðlafólk sem er í einhvers konar móðursýkiskasti. Þótt málið virðist hálfpartinn siglt í strand og allt stefni í óefni er hinn almenni Breti furðu rólegur,“ segir Sif.Sif SigmarsdóttirEftir kosningar segir Sif að fólki hafi verið heitt í hamsi. Rifist var um niðurstöðuna úti á götu og fólk brast jafnvel í grát. Nú er hins vegar haldið í eiginleg einkunnarorð Breta: „Keep calm and carry on.“ Að mati Sifjar eru margar ástæður fyrir „þessu skeytingarleysi“. Mögulega hafa Bretar fengið sig fullsadda af þeirri miklu umfjöllun sem haldið er uppi í fjölmiðlum. „Einnig hefur dómsdagsspám rignt yfir almenning í tengslum við Brexit svo kannski má kalla ástandið „hörmunga-þreytu“. Loks held ég að fólk sé farið að tortryggja stjórnmálastéttina alveg ofsalega mikið vegna þess hvernig Brexit hefur verið meðhöndlað; stjórnmálamenn hafa ekki sparað stóru orðin og fólki finnst eins og verið sé að bera í það áróður, eins og verið sé að spila með það. Það veit enginn hverjum hann á að trúa. Hvað er satt? Hvað eru ýkjur? Enginn veit.“ Þá bendir Sif á að tvö ár eru liðin frá atkvæðagreiðslu en áhrifa Brexit sé ekki enn farið að gæta með áþreifanlegum hætti. „Þetta gæti þó breyst á næstunni, því nýlega láku út fréttir af fundi ríkisstjórnarinnar þar sem meðal annars var rætt um að hvetja fólk til að kaupa sér ekki frí í útlöndum eftir 29. mars ef engir samningar nást – ef samningar nást ekki vitum við ekki hversu auðvelt verður að fljúga frá Bretlandi til annarra landa.“ Að lokum segir hún að fólk virðist eiga erfitt með að gera upp hug sinn um samning May og ESB. „Hvort sem fólk var með eða á móti Brexit virðist það ekkert vita hvað því á að finnast um samninginn.“ May hefur ekki gefist upp á samningi sínum. Í gær biðlaði hún til stjórnvalda í Skotlandi, Wales og á Norður-Írlandi um að hlusta á atvinnulífið og lýsa yfir stuðningi við samning sinn. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Sjá meira
Þrátt fyrir að yfirvöld í Bretlandi séu farin að undirbúa sig á fullu fyrir samningslausa útgöngu úr Evrópusambandinu er breskur almenningur nokkuð rólegur vegna málsins. Þetta segir Sif Sigmarsdóttir rithöfundur en hún er búsett í Bretlandi. Ekki er útlit fyrir að samningur ríkisstjórnar Theresu May við ESB um útgönguna verði samþykktur á breska þinginu. Atkvæðagreiðsla fer fram í janúar. Hún átti að fara fram fyrr í þessum mánuði en það var deginum ljósara að þingið hefði kolfellt plaggið. Eins og fjallað var um í Fréttablaðinu í gær felur þessi undirbúningur meðal annars í sér að á fjórða þúsund hermanna hafa verið settir í viðbragðsstöðu. Þá hefur pláss verið tekið frá í ferjum fyrir nauðsynjaflutninga svo fátt eitt sé nefnt. „Þegar kveikt er á fréttum mætti ætla að Bretar töluðu ekki um annað en Brexit. Það eru hins vegar aðallega stjórnmálamenn og fjölmiðlafólk sem er í einhvers konar móðursýkiskasti. Þótt málið virðist hálfpartinn siglt í strand og allt stefni í óefni er hinn almenni Breti furðu rólegur,“ segir Sif.Sif SigmarsdóttirEftir kosningar segir Sif að fólki hafi verið heitt í hamsi. Rifist var um niðurstöðuna úti á götu og fólk brast jafnvel í grát. Nú er hins vegar haldið í eiginleg einkunnarorð Breta: „Keep calm and carry on.“ Að mati Sifjar eru margar ástæður fyrir „þessu skeytingarleysi“. Mögulega hafa Bretar fengið sig fullsadda af þeirri miklu umfjöllun sem haldið er uppi í fjölmiðlum. „Einnig hefur dómsdagsspám rignt yfir almenning í tengslum við Brexit svo kannski má kalla ástandið „hörmunga-þreytu“. Loks held ég að fólk sé farið að tortryggja stjórnmálastéttina alveg ofsalega mikið vegna þess hvernig Brexit hefur verið meðhöndlað; stjórnmálamenn hafa ekki sparað stóru orðin og fólki finnst eins og verið sé að bera í það áróður, eins og verið sé að spila með það. Það veit enginn hverjum hann á að trúa. Hvað er satt? Hvað eru ýkjur? Enginn veit.“ Þá bendir Sif á að tvö ár eru liðin frá atkvæðagreiðslu en áhrifa Brexit sé ekki enn farið að gæta með áþreifanlegum hætti. „Þetta gæti þó breyst á næstunni, því nýlega láku út fréttir af fundi ríkisstjórnarinnar þar sem meðal annars var rætt um að hvetja fólk til að kaupa sér ekki frí í útlöndum eftir 29. mars ef engir samningar nást – ef samningar nást ekki vitum við ekki hversu auðvelt verður að fljúga frá Bretlandi til annarra landa.“ Að lokum segir hún að fólk virðist eiga erfitt með að gera upp hug sinn um samning May og ESB. „Hvort sem fólk var með eða á móti Brexit virðist það ekkert vita hvað því á að finnast um samninginn.“ May hefur ekki gefist upp á samningi sínum. Í gær biðlaði hún til stjórnvalda í Skotlandi, Wales og á Norður-Írlandi um að hlusta á atvinnulífið og lýsa yfir stuðningi við samning sinn.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Sjá meira