Fækka sjúkraflutningamönnum á Suðurlandi þrátt fyrir fleiri alvarleg slys Jóhann K. Jóhannsson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 30. desember 2018 19:00 Fækka á sjúkraflutningarmönnum á Suðurlandi um fjóra frá 1. febrúar þrátt fyrir mikla fjölgun alvarlegra slysa á svæðinu. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands segir þetta nauðsynlegar breytingar í ljósi rekstrarhalla stofnunarinnar. Þetta eigi ekki að hafa áhrif á viðbragðstíma á svæðinu. Nýlega var greint frá því að Heilbrigðisstofnun Suðurlands glími við mikinn rekstrarvanda og að halli ársins 2018 stefni í 200 milljónir króna. Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri stofnunarinnar, segir að vegna þessa verði farið í breytingar á mönnun í sjúkraflutningum á svæðinu frá og með 1. febrúar næstkomandi.Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar SuðurlandsVísir/Stöð 2„Þá ætlum við á nóttunni að setja inn bakvaktir í stað staðbundinna vakta í Rangárþingi. Þetta breytir því að venjulega erum við með þrjá bíla alveg tilbúna en við ætlum að fara í það að vera með tvo bíla á svæðinu tilbúna á nóttunni en þriðji er þá mannaður með bakvakt,“ segir Herdís og bætir við að viðbragðstíminn fyrir þann bíl verði skilgreindur mjög skammur eða um tuttugu mínútur. Hann verði þó í raun um fimm til tíu mínútur. Þannig hafi breytingarnar ekki áhrif á viðbragðstíma á svæðinu. „Með þessu móti þá erum við náttúrulega að reyna stilla mönnunina þannig inn að við séum að reyna vera með vel mannað þegar álagið er hvað mest og draga þá úr mönnum þegar álagið er minna,“ segir Herdís. Hún segir að engum fastráðnum starfsmönnum verði sagt upp. Það séu starfsmenn sem hafi verið ráðnir tímabundið sem fái ekki áframhaldandi starfssamning. Sjúkraflutningarmönnum fækki úr tuttugu og sjö í tuttugu og þrjá á Suðurlandi. „Þetta eru kannski fjórir eða fimm einstaklingar.“ Aðspurð segist Herdís ekki hafa áhyggjur af stöðunni þrátt fyrir að fækka eigi stöðugildum á svæðinu á sama tíma og alvarlegum slysum fjölgar. „Mér finnst sjálfsagt að við reynum þetta. Hvort að þetta skilar okkur árangri í rekstrinum,“ segir Herdís. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Saddir og sælir sjúkraflutningamenn á Suðurlandi Sjúkraflutningamenn á Suðurlandi þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að verða svangir á vaktinni yfir jólahátíðina því félagar í bifhjólasamtökunum Postulunum komu til þeirra með fullt fangað af mat og drykk. 24. desember 2018 13:00 Slysið setur meiri þrýsting á nýja brú á svæðinu Guðmundur Valur Guðmundsson forstöðumaður hjá Vegagerðinni segir að slysið í dag þrýsti á framkvæmdir við Súlu sem fyrst. 27. desember 2018 19:48 Svo mannskæð umferðarslys afar sjaldgæf Þrír eru látnir og fjórir alvarlega slasaðir eftir að Toyota Land Cruiser jeppi fór út af brúnni yfir Núpsvötn á tíunda tímanum í morgun. 27. desember 2018 14:42 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Fækka á sjúkraflutningarmönnum á Suðurlandi um fjóra frá 1. febrúar þrátt fyrir mikla fjölgun alvarlegra slysa á svæðinu. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands segir þetta nauðsynlegar breytingar í ljósi rekstrarhalla stofnunarinnar. Þetta eigi ekki að hafa áhrif á viðbragðstíma á svæðinu. Nýlega var greint frá því að Heilbrigðisstofnun Suðurlands glími við mikinn rekstrarvanda og að halli ársins 2018 stefni í 200 milljónir króna. Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri stofnunarinnar, segir að vegna þessa verði farið í breytingar á mönnun í sjúkraflutningum á svæðinu frá og með 1. febrúar næstkomandi.Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar SuðurlandsVísir/Stöð 2„Þá ætlum við á nóttunni að setja inn bakvaktir í stað staðbundinna vakta í Rangárþingi. Þetta breytir því að venjulega erum við með þrjá bíla alveg tilbúna en við ætlum að fara í það að vera með tvo bíla á svæðinu tilbúna á nóttunni en þriðji er þá mannaður með bakvakt,“ segir Herdís og bætir við að viðbragðstíminn fyrir þann bíl verði skilgreindur mjög skammur eða um tuttugu mínútur. Hann verði þó í raun um fimm til tíu mínútur. Þannig hafi breytingarnar ekki áhrif á viðbragðstíma á svæðinu. „Með þessu móti þá erum við náttúrulega að reyna stilla mönnunina þannig inn að við séum að reyna vera með vel mannað þegar álagið er hvað mest og draga þá úr mönnum þegar álagið er minna,“ segir Herdís. Hún segir að engum fastráðnum starfsmönnum verði sagt upp. Það séu starfsmenn sem hafi verið ráðnir tímabundið sem fái ekki áframhaldandi starfssamning. Sjúkraflutningarmönnum fækki úr tuttugu og sjö í tuttugu og þrjá á Suðurlandi. „Þetta eru kannski fjórir eða fimm einstaklingar.“ Aðspurð segist Herdís ekki hafa áhyggjur af stöðunni þrátt fyrir að fækka eigi stöðugildum á svæðinu á sama tíma og alvarlegum slysum fjölgar. „Mér finnst sjálfsagt að við reynum þetta. Hvort að þetta skilar okkur árangri í rekstrinum,“ segir Herdís.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Saddir og sælir sjúkraflutningamenn á Suðurlandi Sjúkraflutningamenn á Suðurlandi þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að verða svangir á vaktinni yfir jólahátíðina því félagar í bifhjólasamtökunum Postulunum komu til þeirra með fullt fangað af mat og drykk. 24. desember 2018 13:00 Slysið setur meiri þrýsting á nýja brú á svæðinu Guðmundur Valur Guðmundsson forstöðumaður hjá Vegagerðinni segir að slysið í dag þrýsti á framkvæmdir við Súlu sem fyrst. 27. desember 2018 19:48 Svo mannskæð umferðarslys afar sjaldgæf Þrír eru látnir og fjórir alvarlega slasaðir eftir að Toyota Land Cruiser jeppi fór út af brúnni yfir Núpsvötn á tíunda tímanum í morgun. 27. desember 2018 14:42 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Saddir og sælir sjúkraflutningamenn á Suðurlandi Sjúkraflutningamenn á Suðurlandi þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að verða svangir á vaktinni yfir jólahátíðina því félagar í bifhjólasamtökunum Postulunum komu til þeirra með fullt fangað af mat og drykk. 24. desember 2018 13:00
Slysið setur meiri þrýsting á nýja brú á svæðinu Guðmundur Valur Guðmundsson forstöðumaður hjá Vegagerðinni segir að slysið í dag þrýsti á framkvæmdir við Súlu sem fyrst. 27. desember 2018 19:48
Svo mannskæð umferðarslys afar sjaldgæf Þrír eru látnir og fjórir alvarlega slasaðir eftir að Toyota Land Cruiser jeppi fór út af brúnni yfir Núpsvötn á tíunda tímanum í morgun. 27. desember 2018 14:42