Fækka sjúkraflutningamönnum á Suðurlandi þrátt fyrir fleiri alvarleg slys Jóhann K. Jóhannsson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 30. desember 2018 19:00 Fækka á sjúkraflutningarmönnum á Suðurlandi um fjóra frá 1. febrúar þrátt fyrir mikla fjölgun alvarlegra slysa á svæðinu. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands segir þetta nauðsynlegar breytingar í ljósi rekstrarhalla stofnunarinnar. Þetta eigi ekki að hafa áhrif á viðbragðstíma á svæðinu. Nýlega var greint frá því að Heilbrigðisstofnun Suðurlands glími við mikinn rekstrarvanda og að halli ársins 2018 stefni í 200 milljónir króna. Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri stofnunarinnar, segir að vegna þessa verði farið í breytingar á mönnun í sjúkraflutningum á svæðinu frá og með 1. febrúar næstkomandi.Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar SuðurlandsVísir/Stöð 2„Þá ætlum við á nóttunni að setja inn bakvaktir í stað staðbundinna vakta í Rangárþingi. Þetta breytir því að venjulega erum við með þrjá bíla alveg tilbúna en við ætlum að fara í það að vera með tvo bíla á svæðinu tilbúna á nóttunni en þriðji er þá mannaður með bakvakt,“ segir Herdís og bætir við að viðbragðstíminn fyrir þann bíl verði skilgreindur mjög skammur eða um tuttugu mínútur. Hann verði þó í raun um fimm til tíu mínútur. Þannig hafi breytingarnar ekki áhrif á viðbragðstíma á svæðinu. „Með þessu móti þá erum við náttúrulega að reyna stilla mönnunina þannig inn að við séum að reyna vera með vel mannað þegar álagið er hvað mest og draga þá úr mönnum þegar álagið er minna,“ segir Herdís. Hún segir að engum fastráðnum starfsmönnum verði sagt upp. Það séu starfsmenn sem hafi verið ráðnir tímabundið sem fái ekki áframhaldandi starfssamning. Sjúkraflutningarmönnum fækki úr tuttugu og sjö í tuttugu og þrjá á Suðurlandi. „Þetta eru kannski fjórir eða fimm einstaklingar.“ Aðspurð segist Herdís ekki hafa áhyggjur af stöðunni þrátt fyrir að fækka eigi stöðugildum á svæðinu á sama tíma og alvarlegum slysum fjölgar. „Mér finnst sjálfsagt að við reynum þetta. Hvort að þetta skilar okkur árangri í rekstrinum,“ segir Herdís. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Saddir og sælir sjúkraflutningamenn á Suðurlandi Sjúkraflutningamenn á Suðurlandi þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að verða svangir á vaktinni yfir jólahátíðina því félagar í bifhjólasamtökunum Postulunum komu til þeirra með fullt fangað af mat og drykk. 24. desember 2018 13:00 Slysið setur meiri þrýsting á nýja brú á svæðinu Guðmundur Valur Guðmundsson forstöðumaður hjá Vegagerðinni segir að slysið í dag þrýsti á framkvæmdir við Súlu sem fyrst. 27. desember 2018 19:48 Svo mannskæð umferðarslys afar sjaldgæf Þrír eru látnir og fjórir alvarlega slasaðir eftir að Toyota Land Cruiser jeppi fór út af brúnni yfir Núpsvötn á tíunda tímanum í morgun. 27. desember 2018 14:42 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Sjá meira
Fækka á sjúkraflutningarmönnum á Suðurlandi um fjóra frá 1. febrúar þrátt fyrir mikla fjölgun alvarlegra slysa á svæðinu. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands segir þetta nauðsynlegar breytingar í ljósi rekstrarhalla stofnunarinnar. Þetta eigi ekki að hafa áhrif á viðbragðstíma á svæðinu. Nýlega var greint frá því að Heilbrigðisstofnun Suðurlands glími við mikinn rekstrarvanda og að halli ársins 2018 stefni í 200 milljónir króna. Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri stofnunarinnar, segir að vegna þessa verði farið í breytingar á mönnun í sjúkraflutningum á svæðinu frá og með 1. febrúar næstkomandi.Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar SuðurlandsVísir/Stöð 2„Þá ætlum við á nóttunni að setja inn bakvaktir í stað staðbundinna vakta í Rangárþingi. Þetta breytir því að venjulega erum við með þrjá bíla alveg tilbúna en við ætlum að fara í það að vera með tvo bíla á svæðinu tilbúna á nóttunni en þriðji er þá mannaður með bakvakt,“ segir Herdís og bætir við að viðbragðstíminn fyrir þann bíl verði skilgreindur mjög skammur eða um tuttugu mínútur. Hann verði þó í raun um fimm til tíu mínútur. Þannig hafi breytingarnar ekki áhrif á viðbragðstíma á svæðinu. „Með þessu móti þá erum við náttúrulega að reyna stilla mönnunina þannig inn að við séum að reyna vera með vel mannað þegar álagið er hvað mest og draga þá úr mönnum þegar álagið er minna,“ segir Herdís. Hún segir að engum fastráðnum starfsmönnum verði sagt upp. Það séu starfsmenn sem hafi verið ráðnir tímabundið sem fái ekki áframhaldandi starfssamning. Sjúkraflutningarmönnum fækki úr tuttugu og sjö í tuttugu og þrjá á Suðurlandi. „Þetta eru kannski fjórir eða fimm einstaklingar.“ Aðspurð segist Herdís ekki hafa áhyggjur af stöðunni þrátt fyrir að fækka eigi stöðugildum á svæðinu á sama tíma og alvarlegum slysum fjölgar. „Mér finnst sjálfsagt að við reynum þetta. Hvort að þetta skilar okkur árangri í rekstrinum,“ segir Herdís.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Saddir og sælir sjúkraflutningamenn á Suðurlandi Sjúkraflutningamenn á Suðurlandi þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að verða svangir á vaktinni yfir jólahátíðina því félagar í bifhjólasamtökunum Postulunum komu til þeirra með fullt fangað af mat og drykk. 24. desember 2018 13:00 Slysið setur meiri þrýsting á nýja brú á svæðinu Guðmundur Valur Guðmundsson forstöðumaður hjá Vegagerðinni segir að slysið í dag þrýsti á framkvæmdir við Súlu sem fyrst. 27. desember 2018 19:48 Svo mannskæð umferðarslys afar sjaldgæf Þrír eru látnir og fjórir alvarlega slasaðir eftir að Toyota Land Cruiser jeppi fór út af brúnni yfir Núpsvötn á tíunda tímanum í morgun. 27. desember 2018 14:42 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Sjá meira
Saddir og sælir sjúkraflutningamenn á Suðurlandi Sjúkraflutningamenn á Suðurlandi þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að verða svangir á vaktinni yfir jólahátíðina því félagar í bifhjólasamtökunum Postulunum komu til þeirra með fullt fangað af mat og drykk. 24. desember 2018 13:00
Slysið setur meiri þrýsting á nýja brú á svæðinu Guðmundur Valur Guðmundsson forstöðumaður hjá Vegagerðinni segir að slysið í dag þrýsti á framkvæmdir við Súlu sem fyrst. 27. desember 2018 19:48
Svo mannskæð umferðarslys afar sjaldgæf Þrír eru látnir og fjórir alvarlega slasaðir eftir að Toyota Land Cruiser jeppi fór út af brúnni yfir Núpsvötn á tíunda tímanum í morgun. 27. desember 2018 14:42