Laun verði að duga fyrir framfærslu Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 30. desember 2018 20:00 Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir atvinnurekendur hafa staðið í þeirri trú, í kjarasamningagerð 2015, að verið væri að nálgast norrænt samningalíkan til að koma á meiri stöðugleika í samfélaginu. Drífa Snædal, forseti ASÍ, spyr hvort það þyki eðlilegt að fólk selji vinnu sína án þess að geta framfleytt sér á laununum sem unnið er fyrir. Guðrún Hafsteinsdóttir sagði á Rás 1 í gær laun hafa hækkað gríðarlega frá árinu 2015, eða frá síðustu kjarasamningalotu. Hún segir mörg fyrirtæki ekki hafa ráðið við hækkanirnar og því sé verið að bregðast við með uppsögnum. Launahækkanirnar hafi reynst erfiðar en í kauphækkunum, sem fóru fram í skrefum til ársins 2018, voru lágmarkslaun hækkuð upp í 300 þúsund krónur á almennum vinnumarkaði. Verkalýðshreyfinginn gerir nú kröfur um að lágmarkslaun fari upp í 425 þúsund og horfa VR og Efling þá til að launahækkanir fari fram í krónutöluhækkun en ekki prósentuhækkun eins og tíðkast hefur. Í samtali við fréttastofu í dag sagði Guðrún atvinnurekendur hafi staðið í þeirri trú árið 2015 að verið væri að færa sig nær norrænu samningalíkani sem átti að koma á stöðugleika. Sú sé ekki raunin nú. Forseti ASÍ segir markmið árið 2015 hafi verið að fólk gæti lifað á lægstu laununum, þeim markmiðum hafi ekki enn verið náð. „Stærsti punkturinn í þessu er að velferðarkerfið hér er ekki jafn sterkt og á norðurlöndunum. Við sjáum líka þess merki núna að þær launahækkanir sem samið var um 2015 hafa verið étnar upp af húsnæðismarkaðinum. Það er því ekki að undra að spjótunum sé dálítið beint að stjórnvöldum núna,“ segir Drífa. Hún segir gert mikið úr uppsögnum, þær séu ekki fram úr því sem algengt hefur verið. Það sést því atvinnuleysistölur fari ekki hækkandi. „Atvinnurekendur segjast ekki geta hækkað laun, þá verða þeir að svara því hvort þeir ætli fólki að selja vinnu sína fyrir laun sem duga ekki fyrir framfærslu. Því hefur ekki verið svarað,“ segir hún. Kjaramál Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir atvinnurekendur hafa staðið í þeirri trú, í kjarasamningagerð 2015, að verið væri að nálgast norrænt samningalíkan til að koma á meiri stöðugleika í samfélaginu. Drífa Snædal, forseti ASÍ, spyr hvort það þyki eðlilegt að fólk selji vinnu sína án þess að geta framfleytt sér á laununum sem unnið er fyrir. Guðrún Hafsteinsdóttir sagði á Rás 1 í gær laun hafa hækkað gríðarlega frá árinu 2015, eða frá síðustu kjarasamningalotu. Hún segir mörg fyrirtæki ekki hafa ráðið við hækkanirnar og því sé verið að bregðast við með uppsögnum. Launahækkanirnar hafi reynst erfiðar en í kauphækkunum, sem fóru fram í skrefum til ársins 2018, voru lágmarkslaun hækkuð upp í 300 þúsund krónur á almennum vinnumarkaði. Verkalýðshreyfinginn gerir nú kröfur um að lágmarkslaun fari upp í 425 þúsund og horfa VR og Efling þá til að launahækkanir fari fram í krónutöluhækkun en ekki prósentuhækkun eins og tíðkast hefur. Í samtali við fréttastofu í dag sagði Guðrún atvinnurekendur hafi staðið í þeirri trú árið 2015 að verið væri að færa sig nær norrænu samningalíkani sem átti að koma á stöðugleika. Sú sé ekki raunin nú. Forseti ASÍ segir markmið árið 2015 hafi verið að fólk gæti lifað á lægstu laununum, þeim markmiðum hafi ekki enn verið náð. „Stærsti punkturinn í þessu er að velferðarkerfið hér er ekki jafn sterkt og á norðurlöndunum. Við sjáum líka þess merki núna að þær launahækkanir sem samið var um 2015 hafa verið étnar upp af húsnæðismarkaðinum. Það er því ekki að undra að spjótunum sé dálítið beint að stjórnvöldum núna,“ segir Drífa. Hún segir gert mikið úr uppsögnum, þær séu ekki fram úr því sem algengt hefur verið. Það sést því atvinnuleysistölur fari ekki hækkandi. „Atvinnurekendur segjast ekki geta hækkað laun, þá verða þeir að svara því hvort þeir ætli fólki að selja vinnu sína fyrir laun sem duga ekki fyrir framfærslu. Því hefur ekki verið svarað,“ segir hún.
Kjaramál Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira