Segir ólíklegt að Brexit náist á réttum tíma verði samningur May ekki samþykktur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. desember 2018 16:29 Liam Fox, ráðherra alþjóðaviðskipta. Jack Taylor/Getty Liam Fox, alþjóðaviðskiptaráðherra Bretlands, segir helmingslíkur á því að Bretland yfirgefi ekki Evrópusambandið í lok mars næstkomandi, verði drög Theresu May forsætisráðherra að útgöngusamningi Bretlands við Evrópusambandið ekki samþykkt af þinginu. Í frétt BBC er haft eftir Fox að útganga Breta úr ESB væri aðeins „hundrað prósent tryggð“ ef þingmenn samþykki samninginn í núverandi mynd. Þá sagði hann að ef til þess kæmi að samningnum yrði hafnað, myndi það „mölbrjóta traustið sem ríkir milli kjósenda og þingsins.“ Upphaflega átti neðri deild þingsins (e. House of Commons) að greiða atkvæði um samninginn þann 11. desember en atkvæðagreiðslunni var slegið á frest þegar forsætisráðherranum varð ljóst að samningurinn yrði felldur á sannfærandi hátt í þinginu. Neðri deild þingsins kemur næst saman 7. janúar eftir jólafrí. Áætlað er að atkvæðagreiðsla um Brexit-samninginn fari fram á fyrstu dögum þingstarfa næsta árs. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins hefur hvatt May til þess að stytta jólafrí þingsins, í því skyni að flýta fyrir atkvæðagreiðslunni um samninginn. Fox varaði þingmenn við því að greiða atkvæði gegn samningnum og sagði meðal annars að þingmenn ættu að sjá sóma sinn í því að styðja forsætisráðherrann. „Við getum verið alveg viss um það að ef við kjósum með samningi forsætisráðherrans þá eru hundrað prósent líkur á því að við göngum út [úr ESB] þann 29. mars. Ef ekki, þá held ég að ég geti ekki gefið þessu meira en helmingslíkur. Þá sagði Fox að í hans augum væru það svik við kjósendur ef Bretland yfirgæfi ekki Evrópusambandið á tilsettum tíma. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Ríkisstjórn May býr sig undir að ganga úr ESB án samnings Talsmaður breska forsætisráðherrann segir hann tilbúinn að ganga úr ESB í lok mars án útgöngusamnings. 17. desember 2018 12:35 Þjóðaratkvæðagreiðsla heldur ekki í boði hjá Corbyn Leiðtogi Verkamannaflokksins vill að þingið fái að greiða atkvæði um Brexit-sáttmála Theresu May – sem hann veit að breska þingið mun kolfella – og boða sem fyrst til þingkosninga og freista þess í kjölfarið að fá hagstæðari samning við Evrópusambandið. 22. desember 2018 15:15 Pólitískt samkomulag jafnvel ef Brexit-samningur verður felldur Ísland, Noregur og Liechtenstein hafa náð samningi við Bretland vegna Brexit. Frá þessu var greint á vef utanríkisráðuneytisins í gær. 21. desember 2018 08:15 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Sjá meira
Liam Fox, alþjóðaviðskiptaráðherra Bretlands, segir helmingslíkur á því að Bretland yfirgefi ekki Evrópusambandið í lok mars næstkomandi, verði drög Theresu May forsætisráðherra að útgöngusamningi Bretlands við Evrópusambandið ekki samþykkt af þinginu. Í frétt BBC er haft eftir Fox að útganga Breta úr ESB væri aðeins „hundrað prósent tryggð“ ef þingmenn samþykki samninginn í núverandi mynd. Þá sagði hann að ef til þess kæmi að samningnum yrði hafnað, myndi það „mölbrjóta traustið sem ríkir milli kjósenda og þingsins.“ Upphaflega átti neðri deild þingsins (e. House of Commons) að greiða atkvæði um samninginn þann 11. desember en atkvæðagreiðslunni var slegið á frest þegar forsætisráðherranum varð ljóst að samningurinn yrði felldur á sannfærandi hátt í þinginu. Neðri deild þingsins kemur næst saman 7. janúar eftir jólafrí. Áætlað er að atkvæðagreiðsla um Brexit-samninginn fari fram á fyrstu dögum þingstarfa næsta árs. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins hefur hvatt May til þess að stytta jólafrí þingsins, í því skyni að flýta fyrir atkvæðagreiðslunni um samninginn. Fox varaði þingmenn við því að greiða atkvæði gegn samningnum og sagði meðal annars að þingmenn ættu að sjá sóma sinn í því að styðja forsætisráðherrann. „Við getum verið alveg viss um það að ef við kjósum með samningi forsætisráðherrans þá eru hundrað prósent líkur á því að við göngum út [úr ESB] þann 29. mars. Ef ekki, þá held ég að ég geti ekki gefið þessu meira en helmingslíkur. Þá sagði Fox að í hans augum væru það svik við kjósendur ef Bretland yfirgæfi ekki Evrópusambandið á tilsettum tíma.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Ríkisstjórn May býr sig undir að ganga úr ESB án samnings Talsmaður breska forsætisráðherrann segir hann tilbúinn að ganga úr ESB í lok mars án útgöngusamnings. 17. desember 2018 12:35 Þjóðaratkvæðagreiðsla heldur ekki í boði hjá Corbyn Leiðtogi Verkamannaflokksins vill að þingið fái að greiða atkvæði um Brexit-sáttmála Theresu May – sem hann veit að breska þingið mun kolfella – og boða sem fyrst til þingkosninga og freista þess í kjölfarið að fá hagstæðari samning við Evrópusambandið. 22. desember 2018 15:15 Pólitískt samkomulag jafnvel ef Brexit-samningur verður felldur Ísland, Noregur og Liechtenstein hafa náð samningi við Bretland vegna Brexit. Frá þessu var greint á vef utanríkisráðuneytisins í gær. 21. desember 2018 08:15 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Sjá meira
Ríkisstjórn May býr sig undir að ganga úr ESB án samnings Talsmaður breska forsætisráðherrann segir hann tilbúinn að ganga úr ESB í lok mars án útgöngusamnings. 17. desember 2018 12:35
Þjóðaratkvæðagreiðsla heldur ekki í boði hjá Corbyn Leiðtogi Verkamannaflokksins vill að þingið fái að greiða atkvæði um Brexit-sáttmála Theresu May – sem hann veit að breska þingið mun kolfella – og boða sem fyrst til þingkosninga og freista þess í kjölfarið að fá hagstæðari samning við Evrópusambandið. 22. desember 2018 15:15
Pólitískt samkomulag jafnvel ef Brexit-samningur verður felldur Ísland, Noregur og Liechtenstein hafa náð samningi við Bretland vegna Brexit. Frá þessu var greint á vef utanríkisráðuneytisins í gær. 21. desember 2018 08:15