Braggi allra bragga fyrir og eftir breytingar Jakob Bjarnar skrifar 9. janúar 2019 14:53 Myndir Rúnar eru teknar með tíu ára millibili, fyrir og eftir breytingar. Hér getur að líta einstakar myndir eftir Rúnar Gunnarsson ljósmyndara, af bragga allra bragga, þessum sem er í Nauthólsvík og var gerður upp með slíkum myndarbrag að kostnaðurinn rauk uppúr öllu valdi og fram úr öllum áætlunum. Minnihlutinn í borginni vill sjá höfuð Dags B. Eggertssonar borgarstjóra á fati vegna málsins og krefst afsagnar. En, það er önnur saga.Eins og sjá má hefur byggingin tekið gríðarlegum breytingum. Hvort þær eru þess virði, það er svo spurningin sem brennur á ýmsum borgarbúanum.rúnar gunnarsson„Ég hef sérstakan áhuga á flugvallarsvæðinu og stríðsminjum. Þá er ég þjakaður af fortíðarþrá og ljósmynda mikið fegurð hins gamla og snjáða. Ekki mikið meira um þetta að segja,“ segir Rúnar í samtali við Vísi. Rúnar, sem er fyrrverandi dagskrárstjóri Ríkissjónvarpsins og reyndar saxófónleikari einnig, hóf sinn feril sem ljósmyndari. Hann var með slæma ljósmyndadellu ungur og réðst til starfa á Alþýðublaðinu sem ljósmyndari árið 1963. Hann dregur oft uppúr pússi sínum gamlar myndir og birtir vinum sínum á Facebook til mikillar ánægju. Sem og nýjar myndir.Rúnar Gunnarsson hefur lengi verið með myndavélina um hálsinn og hann fann í fórum sínum afar athyglisverðar myndir sem hann tók fyrir tíu árum.Lárus ÝmirÍ dag birti hann einstakar myndir sem hann tók af bragganum umdeilda í Nauthólsvík, annars vegar myndir sem Rúnar tók af honum árið 2008 og svo á árinu sem var að líða, 2018 eftir hinar umdeildu endurbætur. Myndirnar eru einstök heimild og þar skiptast menn á skoðunum. Meðal þeirra sem tekur til máls á þeim vettvangi er Friðrik Þór Friðriksson sem kemur fram með athyglisverðan punkt, en Friðrik gerði einmitt stórmyndina Djöflaeyjan, sem gerðist í braggahverfi: „Við buðum Reykjavíkurborg 12 bragga gefins 1996 sem voru listalega ryðmálaðir af Steingrími Þorvaldssyni. En þá þegar var uppi áætlun um að varðveita þessa umtöluðu bragga. Því fór sem fór,“ segir Friðrik. Hér neðar má sjá braggann í gegnum linsuop Rúnars, fyrir rúmum tíu árum.Bragginn 2008.rúnar gunnarssonBragginn 2008.rúnar gunnarssonBragginn 2008.rúnar gunnarssonBragginn 2008.rúnar gunnarsson Braggamálið Tengdar fréttir Segist ósáttur við framúrkeyrslu og finnur til ábyrgðar vegna Braggamálsins Vill nýta skýrslu Innri endurskoðunar til umbóta. 20. desember 2018 15:58 Borgarfulltrúar í miklum umbótaham eftir útgáfu Braggaskýrslunnar Borgarfulltrúar sem Vísir náði tali af í dag sammælast um draga þurfi lærdóm af Braggamálinu en skýrsla Innri endurskoðunar varðandi framkvæmdirnar var birt síðdegis. 20. desember 2018 14:44 Hrólfur hlýtur harða útreið í Braggaskýrslu Innri endurskoðunar Dæmi eru um að villandi og jafnvel rangar upplýsingar varðandi framkvæmdir við Braggann í Nauthólsvík hafi farið til borgarráðs, auk þess sem borgarráð var ekki nægilega upplýst um framvindu mála. 20. desember 2018 13:33 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Sjá meira
Hér getur að líta einstakar myndir eftir Rúnar Gunnarsson ljósmyndara, af bragga allra bragga, þessum sem er í Nauthólsvík og var gerður upp með slíkum myndarbrag að kostnaðurinn rauk uppúr öllu valdi og fram úr öllum áætlunum. Minnihlutinn í borginni vill sjá höfuð Dags B. Eggertssonar borgarstjóra á fati vegna málsins og krefst afsagnar. En, það er önnur saga.Eins og sjá má hefur byggingin tekið gríðarlegum breytingum. Hvort þær eru þess virði, það er svo spurningin sem brennur á ýmsum borgarbúanum.rúnar gunnarsson„Ég hef sérstakan áhuga á flugvallarsvæðinu og stríðsminjum. Þá er ég þjakaður af fortíðarþrá og ljósmynda mikið fegurð hins gamla og snjáða. Ekki mikið meira um þetta að segja,“ segir Rúnar í samtali við Vísi. Rúnar, sem er fyrrverandi dagskrárstjóri Ríkissjónvarpsins og reyndar saxófónleikari einnig, hóf sinn feril sem ljósmyndari. Hann var með slæma ljósmyndadellu ungur og réðst til starfa á Alþýðublaðinu sem ljósmyndari árið 1963. Hann dregur oft uppúr pússi sínum gamlar myndir og birtir vinum sínum á Facebook til mikillar ánægju. Sem og nýjar myndir.Rúnar Gunnarsson hefur lengi verið með myndavélina um hálsinn og hann fann í fórum sínum afar athyglisverðar myndir sem hann tók fyrir tíu árum.Lárus ÝmirÍ dag birti hann einstakar myndir sem hann tók af bragganum umdeilda í Nauthólsvík, annars vegar myndir sem Rúnar tók af honum árið 2008 og svo á árinu sem var að líða, 2018 eftir hinar umdeildu endurbætur. Myndirnar eru einstök heimild og þar skiptast menn á skoðunum. Meðal þeirra sem tekur til máls á þeim vettvangi er Friðrik Þór Friðriksson sem kemur fram með athyglisverðan punkt, en Friðrik gerði einmitt stórmyndina Djöflaeyjan, sem gerðist í braggahverfi: „Við buðum Reykjavíkurborg 12 bragga gefins 1996 sem voru listalega ryðmálaðir af Steingrími Þorvaldssyni. En þá þegar var uppi áætlun um að varðveita þessa umtöluðu bragga. Því fór sem fór,“ segir Friðrik. Hér neðar má sjá braggann í gegnum linsuop Rúnars, fyrir rúmum tíu árum.Bragginn 2008.rúnar gunnarssonBragginn 2008.rúnar gunnarssonBragginn 2008.rúnar gunnarssonBragginn 2008.rúnar gunnarsson
Braggamálið Tengdar fréttir Segist ósáttur við framúrkeyrslu og finnur til ábyrgðar vegna Braggamálsins Vill nýta skýrslu Innri endurskoðunar til umbóta. 20. desember 2018 15:58 Borgarfulltrúar í miklum umbótaham eftir útgáfu Braggaskýrslunnar Borgarfulltrúar sem Vísir náði tali af í dag sammælast um draga þurfi lærdóm af Braggamálinu en skýrsla Innri endurskoðunar varðandi framkvæmdirnar var birt síðdegis. 20. desember 2018 14:44 Hrólfur hlýtur harða útreið í Braggaskýrslu Innri endurskoðunar Dæmi eru um að villandi og jafnvel rangar upplýsingar varðandi framkvæmdir við Braggann í Nauthólsvík hafi farið til borgarráðs, auk þess sem borgarráð var ekki nægilega upplýst um framvindu mála. 20. desember 2018 13:33 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Sjá meira
Segist ósáttur við framúrkeyrslu og finnur til ábyrgðar vegna Braggamálsins Vill nýta skýrslu Innri endurskoðunar til umbóta. 20. desember 2018 15:58
Borgarfulltrúar í miklum umbótaham eftir útgáfu Braggaskýrslunnar Borgarfulltrúar sem Vísir náði tali af í dag sammælast um draga þurfi lærdóm af Braggamálinu en skýrsla Innri endurskoðunar varðandi framkvæmdirnar var birt síðdegis. 20. desember 2018 14:44
Hrólfur hlýtur harða útreið í Braggaskýrslu Innri endurskoðunar Dæmi eru um að villandi og jafnvel rangar upplýsingar varðandi framkvæmdir við Braggann í Nauthólsvík hafi farið til borgarráðs, auk þess sem borgarráð var ekki nægilega upplýst um framvindu mála. 20. desember 2018 13:33