Vísa Twitter-færslu Clinch um dómarana í Keflavík-Njarðvík til aganefndar KKÍ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. janúar 2019 13:00 Lewis Clinch. Vísir/Bára Lewis Clinch, leikmaður Grindavíkur í Domino´s deild karla gæti verið í vandræðum vegna þessa sem hann sagði um leik milli tveggja annarra liða í deildinni. Stjórn KKÍ ákvað að vísa Twitter-færslu Clinch til Aga- og úrskurðanefndar sambandsins og verður málið líklega tekið fyrir í byrjun næstu viku. Grindvíkingar fengu að vita af þessu í gær og fá að sjálfsögðu sinn andmælarétt í málinu. Málið er óvenjulegt enda er þarna leikmaður að tjá sig um leik sem hann tók ekki þátt í sjálfur. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, staðfesti við Vísi að stjórn KKÍ hafði ákveðið að nýta sér þennan rétt. „Stjórn KKÍ finnst þarna vera að vega að starfsheiðri dómara, “ sagði Hannes. Hann segir að stjórnin hafi ekki viljað nýta sér þessa heimild sína í gegnum tíðina en að þessu sinni hafi ekki verið hjá því komist. Farið er eftir 14. grein í reglugerð um aga- og úrskurðamál sem sjá má hér fyrir neðan.14. ÓSÆMILEGA FRAMKOMAStjórn og framkvæmdastjóra KKÍ skal vísa til aga- og úrskurðarnefndar atvikum sem skaðað geta ímynd körfuknattleiks eða þeirra sem þátt taka í leiknum. Slík atvik hafa þá ekki komið fram í atvikaskýrslum dómara á leiknum en geta verið hvers kyns ósæmileg framkoma á leikstað eða á annan hátt opinberlega. Þegar talað er um opinberlega er átt við alla tegundir fjölmiðla; sjónvarpsmiðla, útvarpsmiðla, prentmiðla, netmiðla, heimasíður aðildarfélaga KKÍ og samfélagsmiðla. Lewis Clinch spilar með Grindavík og þekkir vel til hér á landi eftir að hafa spilað hér í nokkur tímabil. Hann hafði sterkar skoðanir á stórleik tólftu umferðar Domino´s deildarinnar. Lewis Clinch tjáði sig um dómarana í Reykjanesbæjarslag Keflavíkur og Njarðvíkur á mánudagskvöldið þar sem Njarðvíkingar höfðu betur í hörkuleik. Færstu Lewis Clinch má sjá hér fyrir neðan en þar skrifaði hann: „The refs in Iceland showed favoritism in the njarvaik vs kef game. Seems like they wanted Njarvik to win“ sem er á íslensku:The ref's in Iceland showed favoritism in the njarvaik vs kef game. Seems like they wanted Njarvik to win. — Lewis Clinch (@LewClinch) January 7, 2019„Íslensku dómararnir héldu með Njarðvík í leik Njarðvíkur og Keflavíkur. Það leit út fyrir að þeir vildu að Njarðvík myndi vinna leikinn.“ Clinch var ekki alveg hættur heldur bætti því við að honum væri í raun alveg saman hver myndi vinna því að hann hataði bæði félögin.Makes sense. They needed to even it out in the end. I honestly dont care who wins or loses. I hate both teams. Games just need to be called even. https://t.co/zombFSjGK6 — Lewis Clinch (@LewClinch) January 7, 2019 Lewis Clinch er með 17,8 stig, 4,5 fráköst og 3,8 stoðsendingar að meðaltali í 10 leikjum með Grindavík í Domino´s deild karla í vetur. Hann var með 21 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar í sigri á Breiðablik á síðasta leik. Hann spilaði líka með Grindavík tímabilið 2013-14 og 2016-17. „Við reynum að sýna því skilning sem sagt er í hita leiksins eða strax eftir leik en þarna er maður að tjá sig sem kemur ekki nálægt leiknum. Það var ekki hægt annað en að senda þetta til Aga- og úrskurðanefndar,“ sagði Hannes. Aga- og úrskurðanefnd tekur væntanlega málið fyrir í byrjun næstu viku. Dominos-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Sjá meira
Lewis Clinch, leikmaður Grindavíkur í Domino´s deild karla gæti verið í vandræðum vegna þessa sem hann sagði um leik milli tveggja annarra liða í deildinni. Stjórn KKÍ ákvað að vísa Twitter-færslu Clinch til Aga- og úrskurðanefndar sambandsins og verður málið líklega tekið fyrir í byrjun næstu viku. Grindvíkingar fengu að vita af þessu í gær og fá að sjálfsögðu sinn andmælarétt í málinu. Málið er óvenjulegt enda er þarna leikmaður að tjá sig um leik sem hann tók ekki þátt í sjálfur. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, staðfesti við Vísi að stjórn KKÍ hafði ákveðið að nýta sér þennan rétt. „Stjórn KKÍ finnst þarna vera að vega að starfsheiðri dómara, “ sagði Hannes. Hann segir að stjórnin hafi ekki viljað nýta sér þessa heimild sína í gegnum tíðina en að þessu sinni hafi ekki verið hjá því komist. Farið er eftir 14. grein í reglugerð um aga- og úrskurðamál sem sjá má hér fyrir neðan.14. ÓSÆMILEGA FRAMKOMAStjórn og framkvæmdastjóra KKÍ skal vísa til aga- og úrskurðarnefndar atvikum sem skaðað geta ímynd körfuknattleiks eða þeirra sem þátt taka í leiknum. Slík atvik hafa þá ekki komið fram í atvikaskýrslum dómara á leiknum en geta verið hvers kyns ósæmileg framkoma á leikstað eða á annan hátt opinberlega. Þegar talað er um opinberlega er átt við alla tegundir fjölmiðla; sjónvarpsmiðla, útvarpsmiðla, prentmiðla, netmiðla, heimasíður aðildarfélaga KKÍ og samfélagsmiðla. Lewis Clinch spilar með Grindavík og þekkir vel til hér á landi eftir að hafa spilað hér í nokkur tímabil. Hann hafði sterkar skoðanir á stórleik tólftu umferðar Domino´s deildarinnar. Lewis Clinch tjáði sig um dómarana í Reykjanesbæjarslag Keflavíkur og Njarðvíkur á mánudagskvöldið þar sem Njarðvíkingar höfðu betur í hörkuleik. Færstu Lewis Clinch má sjá hér fyrir neðan en þar skrifaði hann: „The refs in Iceland showed favoritism in the njarvaik vs kef game. Seems like they wanted Njarvik to win“ sem er á íslensku:The ref's in Iceland showed favoritism in the njarvaik vs kef game. Seems like they wanted Njarvik to win. — Lewis Clinch (@LewClinch) January 7, 2019„Íslensku dómararnir héldu með Njarðvík í leik Njarðvíkur og Keflavíkur. Það leit út fyrir að þeir vildu að Njarðvík myndi vinna leikinn.“ Clinch var ekki alveg hættur heldur bætti því við að honum væri í raun alveg saman hver myndi vinna því að hann hataði bæði félögin.Makes sense. They needed to even it out in the end. I honestly dont care who wins or loses. I hate both teams. Games just need to be called even. https://t.co/zombFSjGK6 — Lewis Clinch (@LewClinch) January 7, 2019 Lewis Clinch er með 17,8 stig, 4,5 fráköst og 3,8 stoðsendingar að meðaltali í 10 leikjum með Grindavík í Domino´s deild karla í vetur. Hann var með 21 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar í sigri á Breiðablik á síðasta leik. Hann spilaði líka með Grindavík tímabilið 2013-14 og 2016-17. „Við reynum að sýna því skilning sem sagt er í hita leiksins eða strax eftir leik en þarna er maður að tjá sig sem kemur ekki nálægt leiknum. Það var ekki hægt annað en að senda þetta til Aga- og úrskurðanefndar,“ sagði Hannes. Aga- og úrskurðanefnd tekur væntanlega málið fyrir í byrjun næstu viku.
Dominos-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Sjá meira