Wikileaks: 140 hlutir sem maður segir ekki um Julian Assange Kjartan Kjartansson skrifar 9. janúar 2019 10:31 Ekki fylgir sögunni hvernig Wikileaks vill að fjölmiðlar kanni hjá frumheimildum hvort að Assange lykti illa. Vísir/EPA Forsvarsmenn uppljóstranavefsins Wikileaks sendi fjölmiðlamönnum víða um heim lista með 140 fullyrðingum sem þeir telja „rangar og ærumeiðandi“ að hafa um Julian Assange, stofnanda vefsins. Hóta þeir málsókn ef fjölmiðlar segja frá hlutum eins og að Assange lykti illa eða hann hirði illa um köttinn sinn. Í tölvupósti sem þeir sendu fjölmiðlum segja talsmenn Wikileaks að ósannar fullyrðingar um vefinn og Assange séu viðvarandi, þar á meðal viljandi uppspuni sem sé komið fyrir í annars „virðulegum“ miðlum. Pósturinn var sagður „Trúnaðarlögfræðisamskipti. Ekki til birtingar“, að því er segir í frétt Reuters. „Þar af leiðandi hafa blaðamenn og útgefendur skýrar skyldur til að kanna staðreyndir vandlega hjá frumheimildarmönnum og að ráðfæra sig við eftirfarandi lista til að tryggja að þeir dreifi ekki, og hafi ekki dreift, ærumeiðandi rangfærslum um Wikileaks eða Julian Assange,“ segir í póstinum. Á eftir fór listi um 140 fullyrðingar sem Wikileaks telur rangar eða ærumeiðandi, þar á meðal að Assange hafi verið náin rússneskum stjórnvöldum, Kreml eða Vladímír Pútín, forseta Rússlands. Wikileaks birti á sínum tíma tölvupósta Demókrataflokksins í Bandaríkjunum sem rússneskir hakkarar stálu í aðdraganda forsetakosninganna þar árið 2016. Sérstaklega gagnrýnir Wikileaks breska blaðið The Guardian. Það hafði nýlega eftir heimildum að Assange hefði hitt Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, í sendiráðinu á meðan á kosningabaráttunni í Bandaríkjunum stóð. Wikileaks segir það rangt og ærumeiðandi að halda því fram. Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, hóf söfnun til að höfða mál gegn The Guardian eftir að fréttin birtist. Bannað að kalla hann hakkara eða illa þrifinn Á meðal annarra staðhæfinga sem Wikileaks vill ekki að fjölmiðlar hafi uppi um Assange er að hann afliti á sér hárið, hann sé ekki eini stofnandi Wikileaks, hann sé hakkari, hann hafi vanrækt dýr eða að hann þrífi sig ekki. Washington Post segir að svo virðist sem að Wikileaks hafi fjarlægt nokkra hluta af listanum í uppfærðri útgáfu, þar á meðal um að það sé ærumeiðandi að segja hann lykta illa. Assange hefur hafst við í sendiráði Ekvadors í London frá árinu 2012. Upphaf þess má rekja til þess að hann var kærður fyrir nauðgun í Svíþjóð. Í Bretlandi barðist Assange gegn handtökuskipun sem sænsk yfirvöld gáfu út. Hann sótti um hæli í Ekvador á meðan mál hans var enn til meðferðar í Bretlandi og braut þannig gegn lausn gegn tryggingu sem hann hafði fengið þar. Undanfarna mánuði hafa borist fréttir af því að ekvadorsk stjórnvöld vilji losna við Assange úr sendiráðinu. Fréttir hafa birst af því að þau hafi krafið hann um að þrífa eftir sig og hirða um köttinn sinn. Líklegt er talið að tölvupóstur Wikileaks til fjölmiðla nú sé að einhverju leyti viðbragð við þeim fréttum. Bretland Ekvador WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Verður að þrífa baðherbergið og hugsa betur um köttinn til að fá að vera áfram Yfirvöld í Ekvador hafa lagt línurnar fyrir Julian Assange, stofnanda Wikileaks, vilji hann áfram njóta friðhelgis innan sendiráðs Ekvador í London 16. október 2018 08:16 Segja Breta hafa lofað að framselja Assange ekki Lenin Moreno, forseti Ekvador, sagði í viðtali í dag að hann hefði fengið skriflegt loforð Breta um að framselja Assange ekki til neins lands þar sem hann gæti verið dæmdur til dauða. 6. desember 2018 17:03 Úthúðar The Guardian fyrir umfjöllun um meintan leynifund Assange og Manafort Kristinn Hrafnsson vandar The Guardian ekki kveðjurnar vegna fréttar um Julian Assange, stofnanda Wikileaks. 27. nóvember 2018 23:46 Segja Manafort hafa hitt Assange á leynifundum í London Breska blaðið Guardian greinir frá því í dag, og hefur eftir ónafngreindum heimildarmönnum, að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, Bandaríkjaforseta, hafi átt að minnsta kosti þrjá leynifundi með Julian Assange, stofnanda Wikileaks. 27. nóvember 2018 16:23 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira
Forsvarsmenn uppljóstranavefsins Wikileaks sendi fjölmiðlamönnum víða um heim lista með 140 fullyrðingum sem þeir telja „rangar og ærumeiðandi“ að hafa um Julian Assange, stofnanda vefsins. Hóta þeir málsókn ef fjölmiðlar segja frá hlutum eins og að Assange lykti illa eða hann hirði illa um köttinn sinn. Í tölvupósti sem þeir sendu fjölmiðlum segja talsmenn Wikileaks að ósannar fullyrðingar um vefinn og Assange séu viðvarandi, þar á meðal viljandi uppspuni sem sé komið fyrir í annars „virðulegum“ miðlum. Pósturinn var sagður „Trúnaðarlögfræðisamskipti. Ekki til birtingar“, að því er segir í frétt Reuters. „Þar af leiðandi hafa blaðamenn og útgefendur skýrar skyldur til að kanna staðreyndir vandlega hjá frumheimildarmönnum og að ráðfæra sig við eftirfarandi lista til að tryggja að þeir dreifi ekki, og hafi ekki dreift, ærumeiðandi rangfærslum um Wikileaks eða Julian Assange,“ segir í póstinum. Á eftir fór listi um 140 fullyrðingar sem Wikileaks telur rangar eða ærumeiðandi, þar á meðal að Assange hafi verið náin rússneskum stjórnvöldum, Kreml eða Vladímír Pútín, forseta Rússlands. Wikileaks birti á sínum tíma tölvupósta Demókrataflokksins í Bandaríkjunum sem rússneskir hakkarar stálu í aðdraganda forsetakosninganna þar árið 2016. Sérstaklega gagnrýnir Wikileaks breska blaðið The Guardian. Það hafði nýlega eftir heimildum að Assange hefði hitt Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, í sendiráðinu á meðan á kosningabaráttunni í Bandaríkjunum stóð. Wikileaks segir það rangt og ærumeiðandi að halda því fram. Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, hóf söfnun til að höfða mál gegn The Guardian eftir að fréttin birtist. Bannað að kalla hann hakkara eða illa þrifinn Á meðal annarra staðhæfinga sem Wikileaks vill ekki að fjölmiðlar hafi uppi um Assange er að hann afliti á sér hárið, hann sé ekki eini stofnandi Wikileaks, hann sé hakkari, hann hafi vanrækt dýr eða að hann þrífi sig ekki. Washington Post segir að svo virðist sem að Wikileaks hafi fjarlægt nokkra hluta af listanum í uppfærðri útgáfu, þar á meðal um að það sé ærumeiðandi að segja hann lykta illa. Assange hefur hafst við í sendiráði Ekvadors í London frá árinu 2012. Upphaf þess má rekja til þess að hann var kærður fyrir nauðgun í Svíþjóð. Í Bretlandi barðist Assange gegn handtökuskipun sem sænsk yfirvöld gáfu út. Hann sótti um hæli í Ekvador á meðan mál hans var enn til meðferðar í Bretlandi og braut þannig gegn lausn gegn tryggingu sem hann hafði fengið þar. Undanfarna mánuði hafa borist fréttir af því að ekvadorsk stjórnvöld vilji losna við Assange úr sendiráðinu. Fréttir hafa birst af því að þau hafi krafið hann um að þrífa eftir sig og hirða um köttinn sinn. Líklegt er talið að tölvupóstur Wikileaks til fjölmiðla nú sé að einhverju leyti viðbragð við þeim fréttum.
Bretland Ekvador WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Verður að þrífa baðherbergið og hugsa betur um köttinn til að fá að vera áfram Yfirvöld í Ekvador hafa lagt línurnar fyrir Julian Assange, stofnanda Wikileaks, vilji hann áfram njóta friðhelgis innan sendiráðs Ekvador í London 16. október 2018 08:16 Segja Breta hafa lofað að framselja Assange ekki Lenin Moreno, forseti Ekvador, sagði í viðtali í dag að hann hefði fengið skriflegt loforð Breta um að framselja Assange ekki til neins lands þar sem hann gæti verið dæmdur til dauða. 6. desember 2018 17:03 Úthúðar The Guardian fyrir umfjöllun um meintan leynifund Assange og Manafort Kristinn Hrafnsson vandar The Guardian ekki kveðjurnar vegna fréttar um Julian Assange, stofnanda Wikileaks. 27. nóvember 2018 23:46 Segja Manafort hafa hitt Assange á leynifundum í London Breska blaðið Guardian greinir frá því í dag, og hefur eftir ónafngreindum heimildarmönnum, að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, Bandaríkjaforseta, hafi átt að minnsta kosti þrjá leynifundi með Julian Assange, stofnanda Wikileaks. 27. nóvember 2018 16:23 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira
Verður að þrífa baðherbergið og hugsa betur um köttinn til að fá að vera áfram Yfirvöld í Ekvador hafa lagt línurnar fyrir Julian Assange, stofnanda Wikileaks, vilji hann áfram njóta friðhelgis innan sendiráðs Ekvador í London 16. október 2018 08:16
Segja Breta hafa lofað að framselja Assange ekki Lenin Moreno, forseti Ekvador, sagði í viðtali í dag að hann hefði fengið skriflegt loforð Breta um að framselja Assange ekki til neins lands þar sem hann gæti verið dæmdur til dauða. 6. desember 2018 17:03
Úthúðar The Guardian fyrir umfjöllun um meintan leynifund Assange og Manafort Kristinn Hrafnsson vandar The Guardian ekki kveðjurnar vegna fréttar um Julian Assange, stofnanda Wikileaks. 27. nóvember 2018 23:46
Segja Manafort hafa hitt Assange á leynifundum í London Breska blaðið Guardian greinir frá því í dag, og hefur eftir ónafngreindum heimildarmönnum, að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, Bandaríkjaforseta, hafi átt að minnsta kosti þrjá leynifundi með Julian Assange, stofnanda Wikileaks. 27. nóvember 2018 16:23