Bíða fjórum sinnum lengur en æskilegt er talið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. janúar 2019 14:11 Sjúklingar sem bíða eftirr innlögn þurfa eftir breytingarnar að bíða að meðaltali í 23 klukkustundir. vísir/vilhelm Bráðamóttöku Landspítalans tekst vel að sinna bráðahlutverki sínu. Ekki er töf á því að þeir sem veikastir eru fái þjónustu og meðaldvalartími þeirra sem útskrifast heim hefur ekki lengst. Hann er fjórar til fimm klukkustundir sem telst innan viðmiða. Þetta kemur fram í hlutaúttekt vegna alvarlegrar stöðu á bráðamóttöku Landspítalans sem birt er á vef Landlæknis í dag. Álag á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi jókst til muna 1. desember síðastliðinn þegar bráðamóttaka hjartagáttar var færð frá Landspítalanum við Hringbraut og í Fossvog. Heilbrigðisráðherra sagði í fréttum Stöðvar 2 um helgina að skoða þyrfti hvort flutningurinn hafi gefist vel og hvort ástæða sé til að endurskoða ákvörðunina miðað við álag á bráðamóttökuna.Bíða í tæpan sólarhring Þann 6. desember barst embætti Landlæknis ábending um alvarlega stöðu sem skapast hafði á bráðamóttöku Landspítalans. Embættið brást við með því að hefja samdægurs hlutaúttekt á stöðu mála, með heimsóknum, rýni á gögnum og viðtölum við starfsfólk og stjórnendur. Til að fá fyllri mynd af stöðunni á spítalanum voru einnig heimsóttar tvær legudeildir, A-6 og 12-E. Vinnu við úttektina lauk 28. desember og voru skýrsludrög þá send velferðarráðuneyti, nú heilbrigðisráðuneyti, og Landspítala. Áður var heilbrigðisráðherra sent minnisblað um helstu niðurstöður þann 17. sama mánaðar. Í hlutaúttekinni segir að vandinn liggi í þjónustu við sjúklinga sem bíða eftir innlögn. Meðaldvalartími sjúklinga sem bíða innlagnar á deildir spítalans hefur lengst og er nú 23,3 klukkustundir en æskilegt viðmið er fjórðungur þess tíma eða sex klukkustundir. „Ástæður þessa eru einkum tvær og endurspeglast í skorti á virkum legurýmum; annars vegar sú að einstaklingar sem lokið hafa meðferð á spítalanum geta ekki útskrifast þar sem úrræði skortir utan hans og er þar einkum um að ræða hjúkrunarrými fyrir aldraða. Þannig bíða nú 53 einstaklingar á bráðadeildum og endurhæfingu. Hins vegar hefur þurft að loka legurýmum á bráðalegudeildum vegna skorts á hjúkrunarfræðingum og eru nú 35 rúm lokuð vegna þess.“Ábendingar Landlæknis til Landspítala og heilbrigðisráðuneytis.Þurfa að opna fleiri hjúkrunarrými án tafar Í skýrslunni eru lagðar fram ábendingar til Landspítala sem einkum fjalla um starfsumhverfi og mönnun, slípun innri ferla, eflingu dag- og göngudeilda og endurmat á því hvort rétt var að loka Hjartagátt. Í ábendingum Landlæknis til heilbrigðisráðuneytis er bent á að opna þurfi, án tafar, fleiri hjúkrunarrými, að efla þurfi heimahjúkrun, heimaþjónustu og dagdvalarrými og að efla þurfi mönnun sérstaklega hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða með öllum tiltækum ráðum. „Embætti landlæknis er kunnugt um að heilbrigðisráðuneytið vinnur þegar að þessum málum.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Sjá meira
Bráðamóttöku Landspítalans tekst vel að sinna bráðahlutverki sínu. Ekki er töf á því að þeir sem veikastir eru fái þjónustu og meðaldvalartími þeirra sem útskrifast heim hefur ekki lengst. Hann er fjórar til fimm klukkustundir sem telst innan viðmiða. Þetta kemur fram í hlutaúttekt vegna alvarlegrar stöðu á bráðamóttöku Landspítalans sem birt er á vef Landlæknis í dag. Álag á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi jókst til muna 1. desember síðastliðinn þegar bráðamóttaka hjartagáttar var færð frá Landspítalanum við Hringbraut og í Fossvog. Heilbrigðisráðherra sagði í fréttum Stöðvar 2 um helgina að skoða þyrfti hvort flutningurinn hafi gefist vel og hvort ástæða sé til að endurskoða ákvörðunina miðað við álag á bráðamóttökuna.Bíða í tæpan sólarhring Þann 6. desember barst embætti Landlæknis ábending um alvarlega stöðu sem skapast hafði á bráðamóttöku Landspítalans. Embættið brást við með því að hefja samdægurs hlutaúttekt á stöðu mála, með heimsóknum, rýni á gögnum og viðtölum við starfsfólk og stjórnendur. Til að fá fyllri mynd af stöðunni á spítalanum voru einnig heimsóttar tvær legudeildir, A-6 og 12-E. Vinnu við úttektina lauk 28. desember og voru skýrsludrög þá send velferðarráðuneyti, nú heilbrigðisráðuneyti, og Landspítala. Áður var heilbrigðisráðherra sent minnisblað um helstu niðurstöður þann 17. sama mánaðar. Í hlutaúttekinni segir að vandinn liggi í þjónustu við sjúklinga sem bíða eftir innlögn. Meðaldvalartími sjúklinga sem bíða innlagnar á deildir spítalans hefur lengst og er nú 23,3 klukkustundir en æskilegt viðmið er fjórðungur þess tíma eða sex klukkustundir. „Ástæður þessa eru einkum tvær og endurspeglast í skorti á virkum legurýmum; annars vegar sú að einstaklingar sem lokið hafa meðferð á spítalanum geta ekki útskrifast þar sem úrræði skortir utan hans og er þar einkum um að ræða hjúkrunarrými fyrir aldraða. Þannig bíða nú 53 einstaklingar á bráðadeildum og endurhæfingu. Hins vegar hefur þurft að loka legurýmum á bráðalegudeildum vegna skorts á hjúkrunarfræðingum og eru nú 35 rúm lokuð vegna þess.“Ábendingar Landlæknis til Landspítala og heilbrigðisráðuneytis.Þurfa að opna fleiri hjúkrunarrými án tafar Í skýrslunni eru lagðar fram ábendingar til Landspítala sem einkum fjalla um starfsumhverfi og mönnun, slípun innri ferla, eflingu dag- og göngudeilda og endurmat á því hvort rétt var að loka Hjartagátt. Í ábendingum Landlæknis til heilbrigðisráðuneytis er bent á að opna þurfi, án tafar, fleiri hjúkrunarrými, að efla þurfi heimahjúkrun, heimaþjónustu og dagdvalarrými og að efla þurfi mönnun sérstaklega hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða með öllum tiltækum ráðum. „Embætti landlæknis er kunnugt um að heilbrigðisráðuneytið vinnur þegar að þessum málum.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Sjá meira