Skoða þarf hvort flutningur hjartagáttar hafi gefist vel Jóhann K. Jóhannsson skrifar 6. janúar 2019 19:00 Heilbrigðisráðherra segir að skoða þurfi hvort flutningur bráðamóttöku hjartagáttar frá Landspítalanum við Hringbraut hafi gefist vel og hvort ástæða sér til þess að endurskoða þá ákvörðun miðað við það álag sem er á bráðamóttökunni í Fossvogi. Von er á hlutaúttekt á starfsemi bráðamóttökunnar frá Landlækni í komandi viku. Álag á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi jókst til muna 1. desember síðastliðinn þegar bráðamóttaka hjartagáttar var færð frá Landspítalanum við Hringbraut og í Fossvog. Forstjóri spítalans hafði miklar áhyggjur af ástandinu í pistli sem hann skrifaði eftir að þjónustan var færð og í fyrstu viku desembermánaðar var rúmanýting 117% prósent.Í pistlinum sagði forstjórinn að við þær aðstæður sé augljóst að öryggi sjúklinga er ekki tryggt og því var Embætti landlæknis og Velferðarráðuneytinu gert viðvart. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherraVísir/VilhelmVon á hlutaúttekt frá Embætti Landlæknis „Það er auðvitað bara grafalvarlegt ef svo er og er verkefni spítalans að horfast í augu þá stöðu ef hún er þannig,“ segir Svandís Svavarsdóttir. Rétt fyrir jól sendi Landlæknir frá sér drög að áliti vegna ástandsins en þar var bent á tiltekin atriði sem Landlæknir telur að ráðast megi strax í að laga.„Þetta er auðvitað miklu flóknara en svo að þetta snúist um einn eða tvo þætti eða eina eða tvær ákvarðanir,“ segir Svandís. Svandís segir að þetta snúist um mönnun, húsnæði, samskil og fráflæði til hjúkrunarheimila, viðveru sérfræðilækna, stöðu sjúkraliða og fjölda þeirra, samspil við heilsugæsluna og svo framvegis. Von er á að hlutaúttekt Landlæknis á starfsemi bráðamóttökunnar verði skilað í lokaútgáfu til ráðherra í komandi viku. Formaður hjartaheilla hefur lyst yfir miklum áhyggjum með þær breytingar sem gerðar hafa verið á bráðamóttöku hjartagáttar og segir þær tefja meðferð sjúklinga sem þurfa á sérhæfðri meðferð að halda. „Það er náttúrulega faglegt mat Landspítalans sem er lagt til grundvallar svona ákvörðun og það er eina leiðin fyrir okkur er að styðja það faglega mat. Ákvarðanir af þessu tagi, þær þurfa stöðugrar endurskoðunar við, og ég held að það sé mjög mikilvægt að það sé lagt mat á það, ekki of seint, hvernig þetta hefur gefist og hvort að breytingin hafi verið á kostnað þjónustunnar eða hvort hún sé jafn öflug og hún var þegar hún var við Hringbraut,“ segðir Svandís. Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Mun meira álag á bráðamóttöku vegna lokunar Hjartagáttar Jón Magnús Kristjánsson, yfirmaður bráðalækninga á Landspítala, segir að það verði mikil áskorun að sinna öllum þeim sjúklingum sem munu leita til bráðamóttökunnar á næstu vikum eins fljótt og vel heilbrigðisstarfsmenn vilja. 5. júlí 2018 18:45 Sjá mikil sóknarfæri í lokun bráðamóttöku Hjartagáttarinnar vegna mönnunarvanda Yfirlæknir segir mikil samlegðaráhrif fást með því að sameina bráðaþjónustu á einum stað. 12. október 2018 11:58 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir að skoða þurfi hvort flutningur bráðamóttöku hjartagáttar frá Landspítalanum við Hringbraut hafi gefist vel og hvort ástæða sér til þess að endurskoða þá ákvörðun miðað við það álag sem er á bráðamóttökunni í Fossvogi. Von er á hlutaúttekt á starfsemi bráðamóttökunnar frá Landlækni í komandi viku. Álag á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi jókst til muna 1. desember síðastliðinn þegar bráðamóttaka hjartagáttar var færð frá Landspítalanum við Hringbraut og í Fossvog. Forstjóri spítalans hafði miklar áhyggjur af ástandinu í pistli sem hann skrifaði eftir að þjónustan var færð og í fyrstu viku desembermánaðar var rúmanýting 117% prósent.Í pistlinum sagði forstjórinn að við þær aðstæður sé augljóst að öryggi sjúklinga er ekki tryggt og því var Embætti landlæknis og Velferðarráðuneytinu gert viðvart. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherraVísir/VilhelmVon á hlutaúttekt frá Embætti Landlæknis „Það er auðvitað bara grafalvarlegt ef svo er og er verkefni spítalans að horfast í augu þá stöðu ef hún er þannig,“ segir Svandís Svavarsdóttir. Rétt fyrir jól sendi Landlæknir frá sér drög að áliti vegna ástandsins en þar var bent á tiltekin atriði sem Landlæknir telur að ráðast megi strax í að laga.„Þetta er auðvitað miklu flóknara en svo að þetta snúist um einn eða tvo þætti eða eina eða tvær ákvarðanir,“ segir Svandís. Svandís segir að þetta snúist um mönnun, húsnæði, samskil og fráflæði til hjúkrunarheimila, viðveru sérfræðilækna, stöðu sjúkraliða og fjölda þeirra, samspil við heilsugæsluna og svo framvegis. Von er á að hlutaúttekt Landlæknis á starfsemi bráðamóttökunnar verði skilað í lokaútgáfu til ráðherra í komandi viku. Formaður hjartaheilla hefur lyst yfir miklum áhyggjum með þær breytingar sem gerðar hafa verið á bráðamóttöku hjartagáttar og segir þær tefja meðferð sjúklinga sem þurfa á sérhæfðri meðferð að halda. „Það er náttúrulega faglegt mat Landspítalans sem er lagt til grundvallar svona ákvörðun og það er eina leiðin fyrir okkur er að styðja það faglega mat. Ákvarðanir af þessu tagi, þær þurfa stöðugrar endurskoðunar við, og ég held að það sé mjög mikilvægt að það sé lagt mat á það, ekki of seint, hvernig þetta hefur gefist og hvort að breytingin hafi verið á kostnað þjónustunnar eða hvort hún sé jafn öflug og hún var þegar hún var við Hringbraut,“ segðir Svandís.
Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Mun meira álag á bráðamóttöku vegna lokunar Hjartagáttar Jón Magnús Kristjánsson, yfirmaður bráðalækninga á Landspítala, segir að það verði mikil áskorun að sinna öllum þeim sjúklingum sem munu leita til bráðamóttökunnar á næstu vikum eins fljótt og vel heilbrigðisstarfsmenn vilja. 5. júlí 2018 18:45 Sjá mikil sóknarfæri í lokun bráðamóttöku Hjartagáttarinnar vegna mönnunarvanda Yfirlæknir segir mikil samlegðaráhrif fást með því að sameina bráðaþjónustu á einum stað. 12. október 2018 11:58 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Mun meira álag á bráðamóttöku vegna lokunar Hjartagáttar Jón Magnús Kristjánsson, yfirmaður bráðalækninga á Landspítala, segir að það verði mikil áskorun að sinna öllum þeim sjúklingum sem munu leita til bráðamóttökunnar á næstu vikum eins fljótt og vel heilbrigðisstarfsmenn vilja. 5. júlí 2018 18:45
Sjá mikil sóknarfæri í lokun bráðamóttöku Hjartagáttarinnar vegna mönnunarvanda Yfirlæknir segir mikil samlegðaráhrif fást með því að sameina bráðaþjónustu á einum stað. 12. október 2018 11:58