Smygl á fólki birtist með skýrari hætti Nadine Guðrún Yaghi skrifar 7. janúar 2019 19:30 Karl Steinar Valsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að smygl á fólki sé farið að birtast með skýrari hætti hér á landi en gert hefur síðustu ár. Nokkur mál, er snúa að fólki sem kom til landsins á keyptum fölsuðum skilríkjum, hafi verið til rannsóknar á nýliðnu ári. Smygl á fólki er skipulagður innflutningur á ólöglegum útlendingum inn í landið eða með viðkomu í landinu á leið til annarra landa með því að sniðganga lög landsins, þar með talið lög um útlendinga. Smyglið snýr einkum að því að aðstoða fólkið til betra lífs og er með þeirra vitund og samþykki. Smyglið er brot á landslögum og er í raun framið gegn ríkinu en ekki þolandanum, öfugt við mansal. „Ég get staðfest það að við höfum verið að rannsaka nokkur tilvik þar sem við teljum að um ræði smygl á fólki.“ Um ræðir fólk sem kemur frá löndum utan Schengen-svæðisins sem kemur hingað á fölsuðum skilríkjum lands innan Schengen, og öðlast þannig réttindi hér á landi. Skilríkin kaupir fólkið af skipulögðum glæpahópum. „Sem hafa séð að þetta er þáttur sem er fjárhagslegur ávinningur af, farið í það ferli að falsa skilríki og þetta er gert og svo selt einstaklingum sem hafa áhuga á því að fara á einhvern stað sem þau annars kæmust ekki.“ Með skilríkjunum öðlast fólkið rétt til að starfa hér á landi. Síðustu ára hefur þetta verið stórt vandamál í Evrópu. „Það má segja að þessi þáttur, fölsun á skilríkjum, sé eitt helsta vandamál sem Evrópulöndin standa frammi fyrir. Núna hefur þessi birtingarmynd komið með mjög skýrum hætti til Íslands.“ Oft er þessu ruglað saman við mansalið. Í þessu tilvikum er það flutningurinn þá er það einstaklingur, brotahópur, sem útvegar þér þessi skilríki vegna þess að þú ert að reyna koma þér á einhvern ákveðin stað. Karl Steinar segir ómögulegt að segja til um hver stór hópur fólks sé hér á fölsuðum skilríkjum. Upp komist um málin með ýmsu móti. Einstaklingarnir hafi verið stöðvaðir við landamæraeftirlit á leið til landsins og í hinum ýmsu aðgerðum lögreglu á vinnustöðum þegar grunur vaknar um að þar villi menn á sér heimildir. „Og ýmsum öðrum málum. Jafnvel í innbrotum höfum við verið að finna skilríki sem reynast fölsuð.“ Lögreglumál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Sjá meira
Karl Steinar Valsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að smygl á fólki sé farið að birtast með skýrari hætti hér á landi en gert hefur síðustu ár. Nokkur mál, er snúa að fólki sem kom til landsins á keyptum fölsuðum skilríkjum, hafi verið til rannsóknar á nýliðnu ári. Smygl á fólki er skipulagður innflutningur á ólöglegum útlendingum inn í landið eða með viðkomu í landinu á leið til annarra landa með því að sniðganga lög landsins, þar með talið lög um útlendinga. Smyglið snýr einkum að því að aðstoða fólkið til betra lífs og er með þeirra vitund og samþykki. Smyglið er brot á landslögum og er í raun framið gegn ríkinu en ekki þolandanum, öfugt við mansal. „Ég get staðfest það að við höfum verið að rannsaka nokkur tilvik þar sem við teljum að um ræði smygl á fólki.“ Um ræðir fólk sem kemur frá löndum utan Schengen-svæðisins sem kemur hingað á fölsuðum skilríkjum lands innan Schengen, og öðlast þannig réttindi hér á landi. Skilríkin kaupir fólkið af skipulögðum glæpahópum. „Sem hafa séð að þetta er þáttur sem er fjárhagslegur ávinningur af, farið í það ferli að falsa skilríki og þetta er gert og svo selt einstaklingum sem hafa áhuga á því að fara á einhvern stað sem þau annars kæmust ekki.“ Með skilríkjunum öðlast fólkið rétt til að starfa hér á landi. Síðustu ára hefur þetta verið stórt vandamál í Evrópu. „Það má segja að þessi þáttur, fölsun á skilríkjum, sé eitt helsta vandamál sem Evrópulöndin standa frammi fyrir. Núna hefur þessi birtingarmynd komið með mjög skýrum hætti til Íslands.“ Oft er þessu ruglað saman við mansalið. Í þessu tilvikum er það flutningurinn þá er það einstaklingur, brotahópur, sem útvegar þér þessi skilríki vegna þess að þú ert að reyna koma þér á einhvern ákveðin stað. Karl Steinar segir ómögulegt að segja til um hver stór hópur fólks sé hér á fölsuðum skilríkjum. Upp komist um málin með ýmsu móti. Einstaklingarnir hafi verið stöðvaðir við landamæraeftirlit á leið til landsins og í hinum ýmsu aðgerðum lögreglu á vinnustöðum þegar grunur vaknar um að þar villi menn á sér heimildir. „Og ýmsum öðrum málum. Jafnvel í innbrotum höfum við verið að finna skilríki sem reynast fölsuð.“
Lögreglumál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Sjá meira