"Kendall er mögulega einn besti sóknarmaður sem ég hef séð í deildinni í mörg ár” Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 6. janúar 2019 22:58 Ágúst ræðir við sína menn. vísir/bára „Við spiluðum bara nokkuð vel á köflum. Síðustu mínúturnar í fjórða leikhluta fannst mér við vera að spila bara nokkuð fína vörn en hún var ekki alveg nógu góð hjá okkur í byrjun fjórða leikhluta,” sagði Ágúst Björgvinsson þjálfari Vals eftir sigurinn gegn Haukum í leik kvöldsins. Illugi Auðunsson leikmaður Vals er búinn að vera meiddur mikið síðastliðin ár. Hann puttabrottnaði eftir fyrsta leikinn á þessu tímabili og er búinn að spila lítið fyrir Val það sem af er á tímabili. Gústi var eins og við mætti búast ánægður að fá flotta frammistöðu frá Illuga í kvöld. „Illugi er náttúrulega rosalega stór karakter. Hann er búinn að vera að glíma við meiðsli núna í einhver tvö ár. Hann sleit krossbönd og síðan brýtur hann fingur í fyrsta leik á tímabilinu gegn Haukum. Það er auðvitað erfitt að missa menn út en það kemur maður í manns stað. Við erum án Aleks í kvöld og Will er meiddur. Það kemur maður í manns stað og aðrir stíga upp.” Valur vann leikinn með 10 stigum og ná þannig innbyrðis viðureignum yfir Hauka en liðin eru nú jöfn í níunda sæti deildarinnar með 4 sigra. „Þessi sigur gefur okkur náttúrulega fyrst og fremst tvö stig en einnig innbyrðis en þessi lið eru hlið við hlið í töflunni svo nú erum við komnir fyrir ofan þá svo þetta skiptir rosalega miklu máli. Þetta getur talið rosa mikið í lokinn en við þurfum bara að klára okkar leiki. Það er náttúrulega fullt eftir, alveg tíu leikir. Maður veit ekki hvað þetta mun þýða nákvæmlega.” Körfuknattleiksdeild birti yfirlýsingu stuttu fyrir leik á Facebook um að Kendall Anthony væri á leiðinni frá liðinu. „Það er rétt að þetta er síðasti leikurinn hans Kendall. Við komumst að samkomulagi við lið í Frakklandi. Það er frábært tækifæri fyrir hann en auðvitað mikill missir fyrir okkur. Það er ekki hægt að standa í vegi fyrir svona tækifæri fyrir hann að fá að fara þangað. Við fáum nýjan mann núna sem verður vonandi klár fyrir næsta leik.” Er ekkert sérstakt komið í ljós varðandi nýjan mann í staðinn fyrir Kendall? „Nei við vitum lítið, það verður kannski bara að skoða það betur eftir næsta leik. Hann verður náttúrulega að fá einhverja leiki til að aðlagast liðinu og við honum en þetta er náttúrulega stórt skarð sem Kendall skilur eftir sig.” „Kendall er mögulega einn besti sóknarmaður sem ég hef séð í Dominos-deildinni í mörg ár.” Er eitthvað annað að frétta af leikmannamálum í þessum félagsskiptaglugga? „Það verður bara að koma í ljós. Ég veit það ekki alveg sjálfur. Will er búinn að glíma við meiðsli. Við vitum ekki hversu alvarleg þau eru. Hann er búinn að vera núna frá í nokkrar vikur.” Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 92-102 │Valur hafði betur í KFUM-slagnum Öflugur sigur Vals í botnbaráttunni og KFUM-slagnum. 6. janúar 2019 21:45 Valur selur Kendall í frönsku úrvalsdeildina Valur varð fyrir áfalli í kvöld því þeirra stigahæsti leikmaður er horfinn á braut. 6. janúar 2019 21:05 Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu Sport Fleiri fréttir Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Sjá meira
„Við spiluðum bara nokkuð vel á köflum. Síðustu mínúturnar í fjórða leikhluta fannst mér við vera að spila bara nokkuð fína vörn en hún var ekki alveg nógu góð hjá okkur í byrjun fjórða leikhluta,” sagði Ágúst Björgvinsson þjálfari Vals eftir sigurinn gegn Haukum í leik kvöldsins. Illugi Auðunsson leikmaður Vals er búinn að vera meiddur mikið síðastliðin ár. Hann puttabrottnaði eftir fyrsta leikinn á þessu tímabili og er búinn að spila lítið fyrir Val það sem af er á tímabili. Gústi var eins og við mætti búast ánægður að fá flotta frammistöðu frá Illuga í kvöld. „Illugi er náttúrulega rosalega stór karakter. Hann er búinn að vera að glíma við meiðsli núna í einhver tvö ár. Hann sleit krossbönd og síðan brýtur hann fingur í fyrsta leik á tímabilinu gegn Haukum. Það er auðvitað erfitt að missa menn út en það kemur maður í manns stað. Við erum án Aleks í kvöld og Will er meiddur. Það kemur maður í manns stað og aðrir stíga upp.” Valur vann leikinn með 10 stigum og ná þannig innbyrðis viðureignum yfir Hauka en liðin eru nú jöfn í níunda sæti deildarinnar með 4 sigra. „Þessi sigur gefur okkur náttúrulega fyrst og fremst tvö stig en einnig innbyrðis en þessi lið eru hlið við hlið í töflunni svo nú erum við komnir fyrir ofan þá svo þetta skiptir rosalega miklu máli. Þetta getur talið rosa mikið í lokinn en við þurfum bara að klára okkar leiki. Það er náttúrulega fullt eftir, alveg tíu leikir. Maður veit ekki hvað þetta mun þýða nákvæmlega.” Körfuknattleiksdeild birti yfirlýsingu stuttu fyrir leik á Facebook um að Kendall Anthony væri á leiðinni frá liðinu. „Það er rétt að þetta er síðasti leikurinn hans Kendall. Við komumst að samkomulagi við lið í Frakklandi. Það er frábært tækifæri fyrir hann en auðvitað mikill missir fyrir okkur. Það er ekki hægt að standa í vegi fyrir svona tækifæri fyrir hann að fá að fara þangað. Við fáum nýjan mann núna sem verður vonandi klár fyrir næsta leik.” Er ekkert sérstakt komið í ljós varðandi nýjan mann í staðinn fyrir Kendall? „Nei við vitum lítið, það verður kannski bara að skoða það betur eftir næsta leik. Hann verður náttúrulega að fá einhverja leiki til að aðlagast liðinu og við honum en þetta er náttúrulega stórt skarð sem Kendall skilur eftir sig.” „Kendall er mögulega einn besti sóknarmaður sem ég hef séð í Dominos-deildinni í mörg ár.” Er eitthvað annað að frétta af leikmannamálum í þessum félagsskiptaglugga? „Það verður bara að koma í ljós. Ég veit það ekki alveg sjálfur. Will er búinn að glíma við meiðsli. Við vitum ekki hversu alvarleg þau eru. Hann er búinn að vera núna frá í nokkrar vikur.”
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 92-102 │Valur hafði betur í KFUM-slagnum Öflugur sigur Vals í botnbaráttunni og KFUM-slagnum. 6. janúar 2019 21:45 Valur selur Kendall í frönsku úrvalsdeildina Valur varð fyrir áfalli í kvöld því þeirra stigahæsti leikmaður er horfinn á braut. 6. janúar 2019 21:05 Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu Sport Fleiri fréttir Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 92-102 │Valur hafði betur í KFUM-slagnum Öflugur sigur Vals í botnbaráttunni og KFUM-slagnum. 6. janúar 2019 21:45
Valur selur Kendall í frönsku úrvalsdeildina Valur varð fyrir áfalli í kvöld því þeirra stigahæsti leikmaður er horfinn á braut. 6. janúar 2019 21:05